Westbrook hló að spurningu um Stephen Curry Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2016 23:30 Russell Westbrook búinn að troða boltanum í körfuna án þess að Stephen Curry komi vörnum við. Vísir/Getty Stephen Curry, besti leikmaður NBA-deildarinnar, fékk ekki mikla virðingu frá Russell Westbrook á blaðamannafundi eftir að Golden State Warriors liðið vann fimmta leikinn á móti Oklahoma City Thunder og hélt lífi í tímabilinu sínu. Russell Westbrook og félagar í Oklahoma City Thunder þurfa áfram bara einn sigur í viðbót til að slá út NBA-meistarana og tryggja sér sæti í úrslitaeinvíginu um NBA-titilinn. Kevin Durant og Russell Westbrook mættu saman á blaðamannafundinn og það var Durant sem svaraði þegar þeir voru spurðir um það hvort Stephen Curry væri vanmetinn varnarmaður. Á meðan Kevin Durant fór fínt í það að gera lítið úr varnarhæfileikum Stephen Curry þá gat Russell Westbrook ekki stillt sig og hló að spurningunni. ESPN segir frá. Stephen Curry hefur verið að dekka mikið Russell Westbrook í einvíginu og það hefur verið mjög krefjandi enda Westbrook með 28,0 stig og 11,0 stoðsendingar að meðaltali í þessum fimm leikjum. Bandarískir körfuboltatölfræðingar voru þó búnir að taka það saman að Westbrook hefur aðeins nýtt 32 prósent skota sinna (8 af 25) þegar Curry er að dekka hann en sú prósenta fer upp í 44 prósent (37 af 84) þegar aðrir eru að dekka hann. Westbrook hefur líka tapað 7 boltum með Curry að trufla sig. „Hann er þokkalegur varnarmaður en hann er samt ekki að dekka bestu leikstjórnendurna," svaraði Kevin Durant og bætti við: „Þeir gera góða hluti með því að láta nokkra menn dekka Russell, allt frá [Klay] Thompson til [Andre] Iguodala. Steph fær stundum að reyna sig á móti honum. Hann hreyfir fæturna ágætlega og er góður með höndunum," sagði Kevin Durant. Stephen Curry stal flestum boltum í NBA-deildinni í vetur en hann viðurkenndi það sjálfur aðspurður um ummæli Kevin Durant að Klay Thompson fengi oftar meira krefjandi verkefni í vörninni. „Ég er með frábæra liðsfélaga sem eru betri að dekka menn út á velli. Ég fagna samt áskoruninni þegar ég fæ tækifæri til að dekka mann eins og Russell. Ég reyni að gera mitt besta og er alltaf að reyna að verða betri varnarmaður," sagði Curry. Sjötti leikur Oklahoma City Thunder og Golden State Warriors er annað kvöld og hefst klukkan eitt eftir miðnætti. Hann fer fram á heimavelli Oklahoma City Thunder þar sem Russell Westbrook og félagar í Thunder unnu tvo örugga sigri í fyrri leikjum sínum þar í þessu einvígi. Stephen Curry reynir hér að verjast Russel Westbrook.Vísir/Getty NBA Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira
Stephen Curry, besti leikmaður NBA-deildarinnar, fékk ekki mikla virðingu frá Russell Westbrook á blaðamannafundi eftir að Golden State Warriors liðið vann fimmta leikinn á móti Oklahoma City Thunder og hélt lífi í tímabilinu sínu. Russell Westbrook og félagar í Oklahoma City Thunder þurfa áfram bara einn sigur í viðbót til að slá út NBA-meistarana og tryggja sér sæti í úrslitaeinvíginu um NBA-titilinn. Kevin Durant og Russell Westbrook mættu saman á blaðamannafundinn og það var Durant sem svaraði þegar þeir voru spurðir um það hvort Stephen Curry væri vanmetinn varnarmaður. Á meðan Kevin Durant fór fínt í það að gera lítið úr varnarhæfileikum Stephen Curry þá gat Russell Westbrook ekki stillt sig og hló að spurningunni. ESPN segir frá. Stephen Curry hefur verið að dekka mikið Russell Westbrook í einvíginu og það hefur verið mjög krefjandi enda Westbrook með 28,0 stig og 11,0 stoðsendingar að meðaltali í þessum fimm leikjum. Bandarískir körfuboltatölfræðingar voru þó búnir að taka það saman að Westbrook hefur aðeins nýtt 32 prósent skota sinna (8 af 25) þegar Curry er að dekka hann en sú prósenta fer upp í 44 prósent (37 af 84) þegar aðrir eru að dekka hann. Westbrook hefur líka tapað 7 boltum með Curry að trufla sig. „Hann er þokkalegur varnarmaður en hann er samt ekki að dekka bestu leikstjórnendurna," svaraði Kevin Durant og bætti við: „Þeir gera góða hluti með því að láta nokkra menn dekka Russell, allt frá [Klay] Thompson til [Andre] Iguodala. Steph fær stundum að reyna sig á móti honum. Hann hreyfir fæturna ágætlega og er góður með höndunum," sagði Kevin Durant. Stephen Curry stal flestum boltum í NBA-deildinni í vetur en hann viðurkenndi það sjálfur aðspurður um ummæli Kevin Durant að Klay Thompson fengi oftar meira krefjandi verkefni í vörninni. „Ég er með frábæra liðsfélaga sem eru betri að dekka menn út á velli. Ég fagna samt áskoruninni þegar ég fæ tækifæri til að dekka mann eins og Russell. Ég reyni að gera mitt besta og er alltaf að reyna að verða betri varnarmaður," sagði Curry. Sjötti leikur Oklahoma City Thunder og Golden State Warriors er annað kvöld og hefst klukkan eitt eftir miðnætti. Hann fer fram á heimavelli Oklahoma City Thunder þar sem Russell Westbrook og félagar í Thunder unnu tvo örugga sigri í fyrri leikjum sínum þar í þessu einvígi. Stephen Curry reynir hér að verjast Russel Westbrook.Vísir/Getty
NBA Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira