Mugison og lífið í Kassanum Birgir Örn Steinarsson skrifar 27. maí 2016 17:04 Mugison líður vel á nýja vinnustaðnum, enda mórall með eindæmum góður. Vísir/Stefán Nokkuð er síðan að Mugison hefur látið á sér kræla í höfuðborginni en nú ætlar hann svo sannarlega að bæta upp fyrir fjarveruna. Í kvöld heldur hann fyrstu tónleikana í seríu sem fer fram í Kassanum í Þjóðleikhúsinu en þar mun hann koma fram öll fimmtu-, föstu, laugar- og sunnudagskvöld út næsta mánuðinn. „Þetta er smá tilraun. Þetta er 130 sæta salur sem tryggir að ég er í góðri nánd við áhorfendur. Þetta er virkilega flottur staður. Ég ætla að hafa þessi sjóf á ensku og spila alltaf í klukkutíma. Þá meina ég að ég ætla að tala á milli laga á ensku þó svo að ég flytji auðvitað einhver lög á íslensku. Ég ætla að prufa þetta í nokkrar vikur en ég mun alveg halda þessu áfram ef það er markaður fyrir þessu.“Sleppur við að þurfa fara frá fjölskyldunniMugison segir það vera orðið nokkuð algengt að íslenskir tónlistarmenn tali við gesti á ensku þar sem fjöldi ferðamanna sé orðinn slíkur að eðlilegra sé að tala tungumál sem flestir gestir skilja. En er hentugt að vera alltaf á sama staðnum? „Hugmyndin er frá systur minni sem vinnur í túrista-bransanum. Það togast á í manni að fara út að túra, því manni langar náttúrulega bara alltaf að vera spila. En það er svo leiðinlegt að þurfa fara frá fjölskyldunni. Hún benti mér á að spila bara fyrir túristana. Hún benti mér á að það væri þá grundvallar regla að vera á sama stað á sama tíma til þess að fólk gæti gengið að þessu vísu. Ég vil bara prufa það til að sjá hvort það sé nægilega margir sem hafi áhuga á svona löguðu.“Sleppur við að þurfa að rótaÞetta er líka hentugt að því leyti að svona sleppur Mugison við allt það umstang sem tengist því að þurfa flytja hljóðfæri og annað á milli staða. Hann getur einfaldlega mætt í vinnuna á hverjum vinnudegi eins og flestir geri, þó svo að vinnuvika tónlistarmannsins líti öðruvísi út en margra annarra. „Ég hef litið á það þannig að ég spili ókeypis en fái borgað fyrir vesenið. Að sitja í rútu og þurfa svo að róta öllu draslinu inn og gera klárt. Mugison kemur einn fram á tónleikunum en hefur sett upp mismunandi leikstöðvar á sviðinu. „Ég er með aðalleikstöð þar sem ég er með gítar í magnara að spila blús. Svo er ég með fortíðarþrá, þá sest í gamlan stól annars staðar með dempað ljós og kósí og spila akkústík. Svo fer ég inn í framtíðina og Rúna tekur dúett með mér á kassagítarinn. Þá varpa ég henni á kassagítarinn þannig að það er eins og hún sé inn í honum.“Ný plata í vinnsluMugison hefur ekki gefið út nýja plötu síðan árið 2011. Góðu fréttirnar eru að næsta plata hans er við það að verða tilbúin til útgáfu. „Ég held að ég þurfi að fara drekka eitthvað nýtt te sem heitir sjálfstraust og klára þetta bara. Lögin eru til í einhverri mynd. Planið er að klára hana með fram þessu verkefni. Ef ég næ að vinna eitthvað að þessu næstu mánuði þá ætti hún að verða tilbúin í vetur. Ég datt smá út og missti sjálfstraustið og þurfti að henda fullt. Núna er ég orðinn ógeðslega ánægður með þetta.“ Tónleikarnir í Kassanum í kvöld hefjast, eins og allir aðrir tónleikar í röðinni, klukkan 21:30. Tónlist Tengdar fréttir Kominn tími á nýtt efni frá Mugison Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, er um þessar mundir að leggja lokahönd á nýja plötu. Hann hefur mikið unnið í Belgíu upp á síðkastið. 12. júní 2015 08:00 Mugison sendir frá sér nýtt lag Lazing on verður á væntanlegri plötu kappans. 9. júní 2015 23:18 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Nokkuð er síðan að Mugison hefur látið á sér kræla í höfuðborginni en nú ætlar hann svo sannarlega að bæta upp fyrir fjarveruna. Í kvöld heldur hann fyrstu tónleikana í seríu sem fer fram í Kassanum í Þjóðleikhúsinu en þar mun hann koma fram öll fimmtu-, föstu, laugar- og sunnudagskvöld út næsta mánuðinn. „Þetta er smá tilraun. Þetta er 130 sæta salur sem tryggir að ég er í góðri nánd við áhorfendur. Þetta er virkilega flottur staður. Ég ætla að hafa þessi sjóf á ensku og spila alltaf í klukkutíma. Þá meina ég að ég ætla að tala á milli laga á ensku þó svo að ég flytji auðvitað einhver lög á íslensku. Ég ætla að prufa þetta í nokkrar vikur en ég mun alveg halda þessu áfram ef það er markaður fyrir þessu.“Sleppur við að þurfa fara frá fjölskyldunniMugison segir það vera orðið nokkuð algengt að íslenskir tónlistarmenn tali við gesti á ensku þar sem fjöldi ferðamanna sé orðinn slíkur að eðlilegra sé að tala tungumál sem flestir gestir skilja. En er hentugt að vera alltaf á sama staðnum? „Hugmyndin er frá systur minni sem vinnur í túrista-bransanum. Það togast á í manni að fara út að túra, því manni langar náttúrulega bara alltaf að vera spila. En það er svo leiðinlegt að þurfa fara frá fjölskyldunni. Hún benti mér á að spila bara fyrir túristana. Hún benti mér á að það væri þá grundvallar regla að vera á sama stað á sama tíma til þess að fólk gæti gengið að þessu vísu. Ég vil bara prufa það til að sjá hvort það sé nægilega margir sem hafi áhuga á svona löguðu.“Sleppur við að þurfa að rótaÞetta er líka hentugt að því leyti að svona sleppur Mugison við allt það umstang sem tengist því að þurfa flytja hljóðfæri og annað á milli staða. Hann getur einfaldlega mætt í vinnuna á hverjum vinnudegi eins og flestir geri, þó svo að vinnuvika tónlistarmannsins líti öðruvísi út en margra annarra. „Ég hef litið á það þannig að ég spili ókeypis en fái borgað fyrir vesenið. Að sitja í rútu og þurfa svo að róta öllu draslinu inn og gera klárt. Mugison kemur einn fram á tónleikunum en hefur sett upp mismunandi leikstöðvar á sviðinu. „Ég er með aðalleikstöð þar sem ég er með gítar í magnara að spila blús. Svo er ég með fortíðarþrá, þá sest í gamlan stól annars staðar með dempað ljós og kósí og spila akkústík. Svo fer ég inn í framtíðina og Rúna tekur dúett með mér á kassagítarinn. Þá varpa ég henni á kassagítarinn þannig að það er eins og hún sé inn í honum.“Ný plata í vinnsluMugison hefur ekki gefið út nýja plötu síðan árið 2011. Góðu fréttirnar eru að næsta plata hans er við það að verða tilbúin til útgáfu. „Ég held að ég þurfi að fara drekka eitthvað nýtt te sem heitir sjálfstraust og klára þetta bara. Lögin eru til í einhverri mynd. Planið er að klára hana með fram þessu verkefni. Ef ég næ að vinna eitthvað að þessu næstu mánuði þá ætti hún að verða tilbúin í vetur. Ég datt smá út og missti sjálfstraustið og þurfti að henda fullt. Núna er ég orðinn ógeðslega ánægður með þetta.“ Tónleikarnir í Kassanum í kvöld hefjast, eins og allir aðrir tónleikar í röðinni, klukkan 21:30.
Tónlist Tengdar fréttir Kominn tími á nýtt efni frá Mugison Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, er um þessar mundir að leggja lokahönd á nýja plötu. Hann hefur mikið unnið í Belgíu upp á síðkastið. 12. júní 2015 08:00 Mugison sendir frá sér nýtt lag Lazing on verður á væntanlegri plötu kappans. 9. júní 2015 23:18 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Kominn tími á nýtt efni frá Mugison Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, er um þessar mundir að leggja lokahönd á nýja plötu. Hann hefur mikið unnið í Belgíu upp á síðkastið. 12. júní 2015 08:00