Vill að flugumferðarstjórar „komi niður úr skýjunum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. maí 2016 10:51 Engin lausn virðist vera í sjónmáli. Vísir/Heiða/GVA Kjaradeila flugumferðastjóra og Samtaka atvinnulífsins (SA) virðist vera að harðna en Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, segir launakröfur þeirra óraunhæfar. Flugumferðarstjórar vísa því á bug.Í pistli sem Þorsteinn ritaði á vefsíðu samtakanna hvetur hann flugumferðarstjóra til þess að koma „niður úr skýjunum“ líkt og hann orðar það. Segir hann að kröfur flugumferðarstjóra um launahækkanir séu langt umfram hækkanir í öðrum kjarasamningum og að hætta sé á því að íslenska ríkið missi flugumsjón á stórum hluta Norður-Atlantshafið vegna kjaradeilnanna. „Ítrekaðar launadeilur við flugumferðastjóra, og kröfur um margfaldar launahækkanir á við aðra, bjóða þeirri hættu heim að þjónustan flytjist úr landi. Enda renna önnur ríki hýrum augum til þessarar ábatasömu starfsemi. Engar náttúrulegar aðstæður kalla á að starfsemin sé rekin hér á landi,“ segir í pistli Þorsteins.Úr flugturninum við Reykjavíkurflugvöll.Vísir/ernirVilja mæta manneklu með nýjum samningi Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segist ekki telja að aukin harka sé að færast í deiluna. „Nei, ekki af okkar hálfu,“ segir Sigurjón. „En ég sá þennan pistil og ég verð að viðurkenna að hann olli mér dálitlum vonbrigðum. Við höfum verið í þessum erfiðu viðræðum síðustu vikur og mánuði og þær hafa alltaf verið málefnalegar þangað til núna.“ Sigurjón segist ekki telja launakröfur félagsins óhóflegar. „Við erum að koma úr löngum kjarasamningi og á þeim tíma, þessum fimm árum sem hann hefur verið í gildi, höfum við dregist aftur úr í launaþróun,“ segir hann. „Við teljum að það þurfi að taka tillit til þess þegar við gerum nýjan samning hvernig okkar laun hafa þróast á síðustu árum.“ Kjaraviðræður flugumferðarstjóra hófust í október á síðasta ári og stefnt var að því að skrifa undir áður en samningar rynnu út í febrúar. Hefur það ekki tekist. Hafa flugumferðarstjórar sett á yfirvinnubann þannig að ekki er hægt að manna vaktir komi til veikinda. Hefur það ollið röskunum á flugi, bæði innanlands- sem og millilandaflugi, síðast í dag.Sigurjón segir það einföldun að segja að lokanirnar stafi fyrst og fremst af veikindum flugumferðarstjóra, til að mynda séu fleiri í sumarleyfi en veikindaleyfi. „En undirliggjandi ástæðan er náttúrulega mannekla. Það er ekki nóg af flugumferðarstjórum á Íslandi, þeir hafa verið að hverfa til annarra landa. Það er það sem við viljum stöðva með þessum kjarasamningi.“Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, áætlar að um þrjú þúsund flug hafi þurft að breyta áætlunum sínum vegna kjaradeilunnar. Síðasti fundur í kjaradeilunni var haldinn 20. maí síðastliðinn. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til næsta fundar í viðræðunum. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Flugumferðarstjórar boða hertari aðgerðir „Þetta getur einfaldlega ekki gengið svona áfram," segir formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. 26. apríl 2016 15:33 Enn engin lausn í kjaradeilu flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl. 15. apríl 2016 12:48 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Kjaradeila flugumferðastjóra og Samtaka atvinnulífsins (SA) virðist vera að harðna en Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, segir launakröfur þeirra óraunhæfar. Flugumferðarstjórar vísa því á bug.Í pistli sem Þorsteinn ritaði á vefsíðu samtakanna hvetur hann flugumferðarstjóra til þess að koma „niður úr skýjunum“ líkt og hann orðar það. Segir hann að kröfur flugumferðarstjóra um launahækkanir séu langt umfram hækkanir í öðrum kjarasamningum og að hætta sé á því að íslenska ríkið missi flugumsjón á stórum hluta Norður-Atlantshafið vegna kjaradeilnanna. „Ítrekaðar launadeilur við flugumferðastjóra, og kröfur um margfaldar launahækkanir á við aðra, bjóða þeirri hættu heim að þjónustan flytjist úr landi. Enda renna önnur ríki hýrum augum til þessarar ábatasömu starfsemi. Engar náttúrulegar aðstæður kalla á að starfsemin sé rekin hér á landi,“ segir í pistli Þorsteins.Úr flugturninum við Reykjavíkurflugvöll.Vísir/ernirVilja mæta manneklu með nýjum samningi Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segist ekki telja að aukin harka sé að færast í deiluna. „Nei, ekki af okkar hálfu,“ segir Sigurjón. „En ég sá þennan pistil og ég verð að viðurkenna að hann olli mér dálitlum vonbrigðum. Við höfum verið í þessum erfiðu viðræðum síðustu vikur og mánuði og þær hafa alltaf verið málefnalegar þangað til núna.“ Sigurjón segist ekki telja launakröfur félagsins óhóflegar. „Við erum að koma úr löngum kjarasamningi og á þeim tíma, þessum fimm árum sem hann hefur verið í gildi, höfum við dregist aftur úr í launaþróun,“ segir hann. „Við teljum að það þurfi að taka tillit til þess þegar við gerum nýjan samning hvernig okkar laun hafa þróast á síðustu árum.“ Kjaraviðræður flugumferðarstjóra hófust í október á síðasta ári og stefnt var að því að skrifa undir áður en samningar rynnu út í febrúar. Hefur það ekki tekist. Hafa flugumferðarstjórar sett á yfirvinnubann þannig að ekki er hægt að manna vaktir komi til veikinda. Hefur það ollið röskunum á flugi, bæði innanlands- sem og millilandaflugi, síðast í dag.Sigurjón segir það einföldun að segja að lokanirnar stafi fyrst og fremst af veikindum flugumferðarstjóra, til að mynda séu fleiri í sumarleyfi en veikindaleyfi. „En undirliggjandi ástæðan er náttúrulega mannekla. Það er ekki nóg af flugumferðarstjórum á Íslandi, þeir hafa verið að hverfa til annarra landa. Það er það sem við viljum stöðva með þessum kjarasamningi.“Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, áætlar að um þrjú þúsund flug hafi þurft að breyta áætlunum sínum vegna kjaradeilunnar. Síðasti fundur í kjaradeilunni var haldinn 20. maí síðastliðinn. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til næsta fundar í viðræðunum.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Flugumferðarstjórar boða hertari aðgerðir „Þetta getur einfaldlega ekki gengið svona áfram," segir formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. 26. apríl 2016 15:33 Enn engin lausn í kjaradeilu flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl. 15. apríl 2016 12:48 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Flugumferðarstjórar boða hertari aðgerðir „Þetta getur einfaldlega ekki gengið svona áfram," segir formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. 26. apríl 2016 15:33
Enn engin lausn í kjaradeilu flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl. 15. apríl 2016 12:48