Líkir íslenska fótboltaævintýrinu við sögur Southampton og Leicester Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. maí 2016 10:00 Árangur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefur vakið mikla athygli um allan heim og er hér á landi þessa dagana staddur aragrúi af erlendum fjölmiðlamönnum. Einn þeirra er Englendingurinn Roger Bennett sem búið hefur í Bandaríkjunum í 30 ár. Bennett hluti af tvíeykinu Men in Blazers og er með sjónvarsþátt á NBC um ensku úrvalsdeildina. Hann er hér á landi að gera heimildaþátt um íslenska fótboltaævintýrið en hann er mjög hrifinn af sögum eins og þeirri íslensku. Hann gerði í fyrra mynd um upprisu Southampton og í ár reyndi hann að fá svör við velgengni Leicester. „Ég skil þetta ekki enn þá. Við erum alltaf að reyna að greina þessa sögu Leicester með sinn hóp af mönnum sem hafa spilað fyrir mörg lið eða verið kastað frá öðrum liðum,“ segir Bennett í viðtali við Vísi. „Svo er það rómantíkin með Ranieri, þjálfara sem var búið að hlægja að undanfarin en svo kemur hann til baka og stendur uppi sem meistari.“ „Leicester-liðið hefur þessa samheldni og baráttuanda sem einkennir íslenska landsliðið og rúmlega það. Þrátt fyrir að hafa gert heimildamynd um Leicester í ár og horft á hvern leik aftur og aftur hef ég aldrei séð neitt þessu líkt,“ segir Bennett.Horfðu inn á við Southampton er lið sem fór úr C-deildinni á Englandi í Evrópubaráttu í ensku úrvalsdeildinni á fjórum árum og líkir Bennett Dýrlingunum einnig við Ísland. „Íslenska sagan er svipuð og Southampton. Það er félag sem horfði inn á við og áttaði sig á hvað það hafði. Það horfði svo á stóru liðin í kringum sig og reyndi að hugsa öðruvísi en þau og meira taktískt,“ segir Bennett. „Ég bý í Bandaríkjunum þar sem búa 320 milljónir manns en samt getur þjóðin ekki alið upp heimsklassa fótboltamenn og búið til liðið sem fólkinu finnst að það ætti að eiga. „Síðan kemur maður hingað til Íslands þar sem búa 320 þúsund manns með jafnmarga skráða fótboltaiðkenndur og búa í Rhode Island-ríki og sér hvað þið hafið gert,“ segir hann. „Þið voruð númer 131 á heimslistanum fyrir fjórum árum en þið settuð upp áætlun. Þið voruð að tapa fyrir Færeyjum og Möltu en þið settust niður og gerðuð áætlun. Þið voruð alltaf á því að þið mynduð verða mjög góð í fótbolta,“ segir Roger Bennett. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Tengdar fréttir „Takk kærlega Ísland fyrir Aron Jóhannsson“ Bandaríski sjónvarps- og fjölmiðlamaðurinn Roger Bennett er á Íslandi til að gera heimildamynd um íslenska fótboltaævintýrið. 26. maí 2016 19:23 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Sjá meira
Árangur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefur vakið mikla athygli um allan heim og er hér á landi þessa dagana staddur aragrúi af erlendum fjölmiðlamönnum. Einn þeirra er Englendingurinn Roger Bennett sem búið hefur í Bandaríkjunum í 30 ár. Bennett hluti af tvíeykinu Men in Blazers og er með sjónvarsþátt á NBC um ensku úrvalsdeildina. Hann er hér á landi að gera heimildaþátt um íslenska fótboltaævintýrið en hann er mjög hrifinn af sögum eins og þeirri íslensku. Hann gerði í fyrra mynd um upprisu Southampton og í ár reyndi hann að fá svör við velgengni Leicester. „Ég skil þetta ekki enn þá. Við erum alltaf að reyna að greina þessa sögu Leicester með sinn hóp af mönnum sem hafa spilað fyrir mörg lið eða verið kastað frá öðrum liðum,“ segir Bennett í viðtali við Vísi. „Svo er það rómantíkin með Ranieri, þjálfara sem var búið að hlægja að undanfarin en svo kemur hann til baka og stendur uppi sem meistari.“ „Leicester-liðið hefur þessa samheldni og baráttuanda sem einkennir íslenska landsliðið og rúmlega það. Þrátt fyrir að hafa gert heimildamynd um Leicester í ár og horft á hvern leik aftur og aftur hef ég aldrei séð neitt þessu líkt,“ segir Bennett.Horfðu inn á við Southampton er lið sem fór úr C-deildinni á Englandi í Evrópubaráttu í ensku úrvalsdeildinni á fjórum árum og líkir Bennett Dýrlingunum einnig við Ísland. „Íslenska sagan er svipuð og Southampton. Það er félag sem horfði inn á við og áttaði sig á hvað það hafði. Það horfði svo á stóru liðin í kringum sig og reyndi að hugsa öðruvísi en þau og meira taktískt,“ segir Bennett. „Ég bý í Bandaríkjunum þar sem búa 320 milljónir manns en samt getur þjóðin ekki alið upp heimsklassa fótboltamenn og búið til liðið sem fólkinu finnst að það ætti að eiga. „Síðan kemur maður hingað til Íslands þar sem búa 320 þúsund manns með jafnmarga skráða fótboltaiðkenndur og búa í Rhode Island-ríki og sér hvað þið hafið gert,“ segir hann. „Þið voruð númer 131 á heimslistanum fyrir fjórum árum en þið settuð upp áætlun. Þið voruð að tapa fyrir Færeyjum og Möltu en þið settust niður og gerðuð áætlun. Þið voruð alltaf á því að þið mynduð verða mjög góð í fótbolta,“ segir Roger Bennett. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Tengdar fréttir „Takk kærlega Ísland fyrir Aron Jóhannsson“ Bandaríski sjónvarps- og fjölmiðlamaðurinn Roger Bennett er á Íslandi til að gera heimildamynd um íslenska fótboltaævintýrið. 26. maí 2016 19:23 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Sjá meira
„Takk kærlega Ísland fyrir Aron Jóhannsson“ Bandaríski sjónvarps- og fjölmiðlamaðurinn Roger Bennett er á Íslandi til að gera heimildamynd um íslenska fótboltaævintýrið. 26. maí 2016 19:23