Ákallaði Jesús er hann var snúinn niður í Leifsstöð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. maí 2016 15:13 Frá Leifsstöð í dag. Eze Okafor, hælisleitandi sem sendur var af landi brott í dag, ákallaði Jesús er hann var snúinn niður í Leifsstöð af lögreglumönnum. Lögmaður hans og samtökin No Borders telja að brottvísun Okafor sé ólögleg. Útlendingastofnun vísar því á bug. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. Okafor er kristinn og flúði til Svíþjóðar eftir að meðlimir Boko Haram réðust inn í þorpið hans árið 2011. Frá Svíþjóð kom hann til Íslands ári síðar. Í samtali við fréttastofu 365 fyrr í mánuðinum sagði hann að samtökin vildu hann feigan og að einn daginn hafi þau ráðist inn á heimili hans vegna þess að fjölskylda hans er kristin.Tvær konur voru handteknar eftir að hafa tafið för flugvélar Icelandair sem flutti Okafor til Stokkhólms í morgun. Stóðu þær upp og hvöttu aðra farþega til þess að gera slíkt hið sama svo koma mætti í veg fyrir að Okafor yrði fluttur úr landi. Telja frávísun Okafor ólöglega Konurnar voru meðlimir í No Borders, samtökum sem berjast fyrir réttindum hælisleitenda og flóttamanna. Telja samtökin að brottvísun Okafor sé ólögleg og vísa til úrskurðar kærunefndar útlendingamála að samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni sé of seint að senda Eze úr landi á grundvelli hennar. Dyflinnarreglugerðin þýðir að taka eigi mál hvers hælisleitanda fyrir í fyrsta landinu þar sem viðkomandi sækir um hæli í innan Evrópu. Í tilviki Okafor er það Svíþjóð. Lögmaður Eze Okafor, Katrín Theodórsdóttir, hefur gagnrýnt málsmeðferð Útlendingastofnunar vegna málefna sem nýlega var neitað um neitað um hæli hér á landi á Grundvelli Dyflinnargreglugerðarinnar og gert að fara aftur til Svíþjóðar. Var sú ákvörðun kærð til kærunefnd útlendingamála og telja Katrín og No Borders að með úrskurði sínum þann 10. maí hafi kærunefnd útlendingamála komist að þeirri niðurstöðu að sex mánaða fresturinn til að endursenda hann til Svíþjóðar samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni væri liðinn, því ætti að taka umsókn Okafor um hæli hér á landi til efnislegrar umfjöllunar.Útlendingastofnun fer með málefni hælisleitenda hér á landi.Vísir/StefánSegja að sex mánaða fresturinn hafi framlengst Þessu vísar Útlendingastofnun á bug og í tilkynningu sem hún sendi frá sér bendir hún á að sérstaklega sé tekið fram í úrskurðinum að ekki sé fjallað um hvort heimild til endursendingar á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar sé enn gild og ekki er tekin afstaða til þess í úrskurðinum. Sex mánaða fresturinn byrjar að telja þegar endanleg ákvörðun íslensks stjórnvalds liggur fyrir og í tilfelli Okafor rann sá frestur út í apríl 2016. Í Dyflinnarreglugerðinni kemur hinsvegar fram að fresturinn framlengist takist ekki að framkvæma flutning vegna þess að viðkomandi sé í fangelsi eða hlaupist á brott. Í yfirlýsingu Útlendingarstofnunar kemur fram að að umbjóðenda Okafor hafi verið greint frá því þann 20. maí að vegna háttsemi umbjóðanda hennar hafi fresturinn framlengst. Okafor hafi svo gefið sig fram á skrifstofu Útlendingastofnunar hinn 17. maí og var honum þá gert fyrir að honum yrði vísað úr landi til Svíþjóðar eins fljótt og auðið yrði. Var Okafor færður á lögreglustöð í gær og fluttur landi brott í dag. Flóttamenn Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Eze Okafor, hælisleitandi sem sendur var af landi brott í dag, ákallaði Jesús er hann var snúinn niður í Leifsstöð af lögreglumönnum. Lögmaður hans og samtökin No Borders telja að brottvísun Okafor sé ólögleg. Útlendingastofnun vísar því á bug. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. Okafor er kristinn og flúði til Svíþjóðar eftir að meðlimir Boko Haram réðust inn í þorpið hans árið 2011. Frá Svíþjóð kom hann til Íslands ári síðar. Í samtali við fréttastofu 365 fyrr í mánuðinum sagði hann að samtökin vildu hann feigan og að einn daginn hafi þau ráðist inn á heimili hans vegna þess að fjölskylda hans er kristin.Tvær konur voru handteknar eftir að hafa tafið för flugvélar Icelandair sem flutti Okafor til Stokkhólms í morgun. Stóðu þær upp og hvöttu aðra farþega til þess að gera slíkt hið sama svo koma mætti í veg fyrir að Okafor yrði fluttur úr landi. Telja frávísun Okafor ólöglega Konurnar voru meðlimir í No Borders, samtökum sem berjast fyrir réttindum hælisleitenda og flóttamanna. Telja samtökin að brottvísun Okafor sé ólögleg og vísa til úrskurðar kærunefndar útlendingamála að samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni sé of seint að senda Eze úr landi á grundvelli hennar. Dyflinnarreglugerðin þýðir að taka eigi mál hvers hælisleitanda fyrir í fyrsta landinu þar sem viðkomandi sækir um hæli í innan Evrópu. Í tilviki Okafor er það Svíþjóð. Lögmaður Eze Okafor, Katrín Theodórsdóttir, hefur gagnrýnt málsmeðferð Útlendingastofnunar vegna málefna sem nýlega var neitað um neitað um hæli hér á landi á Grundvelli Dyflinnargreglugerðarinnar og gert að fara aftur til Svíþjóðar. Var sú ákvörðun kærð til kærunefnd útlendingamála og telja Katrín og No Borders að með úrskurði sínum þann 10. maí hafi kærunefnd útlendingamála komist að þeirri niðurstöðu að sex mánaða fresturinn til að endursenda hann til Svíþjóðar samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni væri liðinn, því ætti að taka umsókn Okafor um hæli hér á landi til efnislegrar umfjöllunar.Útlendingastofnun fer með málefni hælisleitenda hér á landi.Vísir/StefánSegja að sex mánaða fresturinn hafi framlengst Þessu vísar Útlendingastofnun á bug og í tilkynningu sem hún sendi frá sér bendir hún á að sérstaklega sé tekið fram í úrskurðinum að ekki sé fjallað um hvort heimild til endursendingar á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar sé enn gild og ekki er tekin afstaða til þess í úrskurðinum. Sex mánaða fresturinn byrjar að telja þegar endanleg ákvörðun íslensks stjórnvalds liggur fyrir og í tilfelli Okafor rann sá frestur út í apríl 2016. Í Dyflinnarreglugerðinni kemur hinsvegar fram að fresturinn framlengist takist ekki að framkvæma flutning vegna þess að viðkomandi sé í fangelsi eða hlaupist á brott. Í yfirlýsingu Útlendingarstofnunar kemur fram að að umbjóðenda Okafor hafi verið greint frá því þann 20. maí að vegna háttsemi umbjóðanda hennar hafi fresturinn framlengst. Okafor hafi svo gefið sig fram á skrifstofu Útlendingastofnunar hinn 17. maí og var honum þá gert fyrir að honum yrði vísað úr landi til Svíþjóðar eins fljótt og auðið yrði. Var Okafor færður á lögreglustöð í gær og fluttur landi brott í dag.
Flóttamenn Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira