Ákallaði Jesús er hann var snúinn niður í Leifsstöð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. maí 2016 15:13 Frá Leifsstöð í dag. Eze Okafor, hælisleitandi sem sendur var af landi brott í dag, ákallaði Jesús er hann var snúinn niður í Leifsstöð af lögreglumönnum. Lögmaður hans og samtökin No Borders telja að brottvísun Okafor sé ólögleg. Útlendingastofnun vísar því á bug. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. Okafor er kristinn og flúði til Svíþjóðar eftir að meðlimir Boko Haram réðust inn í þorpið hans árið 2011. Frá Svíþjóð kom hann til Íslands ári síðar. Í samtali við fréttastofu 365 fyrr í mánuðinum sagði hann að samtökin vildu hann feigan og að einn daginn hafi þau ráðist inn á heimili hans vegna þess að fjölskylda hans er kristin.Tvær konur voru handteknar eftir að hafa tafið för flugvélar Icelandair sem flutti Okafor til Stokkhólms í morgun. Stóðu þær upp og hvöttu aðra farþega til þess að gera slíkt hið sama svo koma mætti í veg fyrir að Okafor yrði fluttur úr landi. Telja frávísun Okafor ólöglega Konurnar voru meðlimir í No Borders, samtökum sem berjast fyrir réttindum hælisleitenda og flóttamanna. Telja samtökin að brottvísun Okafor sé ólögleg og vísa til úrskurðar kærunefndar útlendingamála að samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni sé of seint að senda Eze úr landi á grundvelli hennar. Dyflinnarreglugerðin þýðir að taka eigi mál hvers hælisleitanda fyrir í fyrsta landinu þar sem viðkomandi sækir um hæli í innan Evrópu. Í tilviki Okafor er það Svíþjóð. Lögmaður Eze Okafor, Katrín Theodórsdóttir, hefur gagnrýnt málsmeðferð Útlendingastofnunar vegna málefna sem nýlega var neitað um neitað um hæli hér á landi á Grundvelli Dyflinnargreglugerðarinnar og gert að fara aftur til Svíþjóðar. Var sú ákvörðun kærð til kærunefnd útlendingamála og telja Katrín og No Borders að með úrskurði sínum þann 10. maí hafi kærunefnd útlendingamála komist að þeirri niðurstöðu að sex mánaða fresturinn til að endursenda hann til Svíþjóðar samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni væri liðinn, því ætti að taka umsókn Okafor um hæli hér á landi til efnislegrar umfjöllunar.Útlendingastofnun fer með málefni hælisleitenda hér á landi.Vísir/StefánSegja að sex mánaða fresturinn hafi framlengst Þessu vísar Útlendingastofnun á bug og í tilkynningu sem hún sendi frá sér bendir hún á að sérstaklega sé tekið fram í úrskurðinum að ekki sé fjallað um hvort heimild til endursendingar á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar sé enn gild og ekki er tekin afstaða til þess í úrskurðinum. Sex mánaða fresturinn byrjar að telja þegar endanleg ákvörðun íslensks stjórnvalds liggur fyrir og í tilfelli Okafor rann sá frestur út í apríl 2016. Í Dyflinnarreglugerðinni kemur hinsvegar fram að fresturinn framlengist takist ekki að framkvæma flutning vegna þess að viðkomandi sé í fangelsi eða hlaupist á brott. Í yfirlýsingu Útlendingarstofnunar kemur fram að að umbjóðenda Okafor hafi verið greint frá því þann 20. maí að vegna háttsemi umbjóðanda hennar hafi fresturinn framlengst. Okafor hafi svo gefið sig fram á skrifstofu Útlendingastofnunar hinn 17. maí og var honum þá gert fyrir að honum yrði vísað úr landi til Svíþjóðar eins fljótt og auðið yrði. Var Okafor færður á lögreglustöð í gær og fluttur landi brott í dag. Flóttamenn Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Fleiri fréttir Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Sjá meira
Eze Okafor, hælisleitandi sem sendur var af landi brott í dag, ákallaði Jesús er hann var snúinn niður í Leifsstöð af lögreglumönnum. Lögmaður hans og samtökin No Borders telja að brottvísun Okafor sé ólögleg. Útlendingastofnun vísar því á bug. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. Okafor er kristinn og flúði til Svíþjóðar eftir að meðlimir Boko Haram réðust inn í þorpið hans árið 2011. Frá Svíþjóð kom hann til Íslands ári síðar. Í samtali við fréttastofu 365 fyrr í mánuðinum sagði hann að samtökin vildu hann feigan og að einn daginn hafi þau ráðist inn á heimili hans vegna þess að fjölskylda hans er kristin.Tvær konur voru handteknar eftir að hafa tafið för flugvélar Icelandair sem flutti Okafor til Stokkhólms í morgun. Stóðu þær upp og hvöttu aðra farþega til þess að gera slíkt hið sama svo koma mætti í veg fyrir að Okafor yrði fluttur úr landi. Telja frávísun Okafor ólöglega Konurnar voru meðlimir í No Borders, samtökum sem berjast fyrir réttindum hælisleitenda og flóttamanna. Telja samtökin að brottvísun Okafor sé ólögleg og vísa til úrskurðar kærunefndar útlendingamála að samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni sé of seint að senda Eze úr landi á grundvelli hennar. Dyflinnarreglugerðin þýðir að taka eigi mál hvers hælisleitanda fyrir í fyrsta landinu þar sem viðkomandi sækir um hæli í innan Evrópu. Í tilviki Okafor er það Svíþjóð. Lögmaður Eze Okafor, Katrín Theodórsdóttir, hefur gagnrýnt málsmeðferð Útlendingastofnunar vegna málefna sem nýlega var neitað um neitað um hæli hér á landi á Grundvelli Dyflinnargreglugerðarinnar og gert að fara aftur til Svíþjóðar. Var sú ákvörðun kærð til kærunefnd útlendingamála og telja Katrín og No Borders að með úrskurði sínum þann 10. maí hafi kærunefnd útlendingamála komist að þeirri niðurstöðu að sex mánaða fresturinn til að endursenda hann til Svíþjóðar samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni væri liðinn, því ætti að taka umsókn Okafor um hæli hér á landi til efnislegrar umfjöllunar.Útlendingastofnun fer með málefni hælisleitenda hér á landi.Vísir/StefánSegja að sex mánaða fresturinn hafi framlengst Þessu vísar Útlendingastofnun á bug og í tilkynningu sem hún sendi frá sér bendir hún á að sérstaklega sé tekið fram í úrskurðinum að ekki sé fjallað um hvort heimild til endursendingar á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar sé enn gild og ekki er tekin afstaða til þess í úrskurðinum. Sex mánaða fresturinn byrjar að telja þegar endanleg ákvörðun íslensks stjórnvalds liggur fyrir og í tilfelli Okafor rann sá frestur út í apríl 2016. Í Dyflinnarreglugerðinni kemur hinsvegar fram að fresturinn framlengist takist ekki að framkvæma flutning vegna þess að viðkomandi sé í fangelsi eða hlaupist á brott. Í yfirlýsingu Útlendingarstofnunar kemur fram að að umbjóðenda Okafor hafi verið greint frá því þann 20. maí að vegna háttsemi umbjóðanda hennar hafi fresturinn framlengst. Okafor hafi svo gefið sig fram á skrifstofu Útlendingastofnunar hinn 17. maí og var honum þá gert fyrir að honum yrði vísað úr landi til Svíþjóðar eins fljótt og auðið yrði. Var Okafor færður á lögreglustöð í gær og fluttur landi brott í dag.
Flóttamenn Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Fleiri fréttir Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Sjá meira