Samþykktu rannsókn á þætti þýska bankans sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 26. maí 2016 11:28 Þingsályktunartillaga verður lögð fyrir þingið, vísir/gva Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd samþykkti einróma á fundi sínum í morgun að hefja rannsókn á þætti þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003. Þingsályktunartillaga þess efnis verður lögð fyrir þingið þar sem farið er fram á að rannsóknarnefnd verði skipuð hið fyrsta. Ögmundur Jónasson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að lagt verði til að rannsókn hefjist og ljúki svo fljótt sem auðið sé. „[..] Jafnframt að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fari yfir þingsályktun Alþingis frá haustinu 2012 um rannsókn á öðrum fjármálastofnunum. Við metum þá samþykkt í ljósi þeirra rannsókna sem fram hafa farið og líklegt að muni leiða til þess að nýjar upplýsingar komi fram,“ segir Ögmundur í samtali við fréttastofu. „Hvað varðar Búnaðarbankann og sölu á eignarhlut ríkisins í honum að þá er það samkvæmt ábendingu umboðsmanns Alþingis að hann telur afdráttarlaust að þarna komi nýjar niðurstöður fram. Þannig að þetta er fyrsta skrefið að leggja fyrir þingið að hið bráðasta verði skipuð rannsóknarnefnd sem fari í saumana á þessum hluta samþykktarinnar frá 2012 og síðan munum við meta aðra þætti í framhaldinu,“ bætir hann við. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, greindi frá því í vikunni að nýjar upplýsingar hefðu borist embættinu sem gætu varpað frekara ljósi á aðkomu hins þýska banka að kaupunum. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sagðist á Alþingi í morgun telja skynsamlegt að þáttur bankans verði rannsakaður. Alþingi Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Forsætisráðherra telur skynsamlegt að rannsaka þátt þýska bankans Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra telur skynsamlegt að þáttur þýska bankans Hauck & Aufhäuser á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003 verði rannsakaður. 26. maí 2016 11:02 „Hauck & Aufhäuser var leppur það er alveg augljóst“ Í undirbúningi er þingsályktunartillaga um sérstaka rannsókn á aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans. Tilefnið er bréf umboðsmanns Alþingis. Bankinn virðist hafa verið fjármagnaður af Kaupþingi banka til að auðvelda sameiningu Búnaðarbankans og Kaupþings í maí 2003. 25. maí 2016 20:00 Finnur Ingólfsson kannast ekki við að þýski bankinn hafi verið leppur Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vinnur að skipun rannsóknarnefndar vegna aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupum á Búnaðarbankanum. Aðilar innan S-hópsins kannast ekki við að bankinn hafi verið leppur. 26. maí 2016 07:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd samþykkti einróma á fundi sínum í morgun að hefja rannsókn á þætti þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003. Þingsályktunartillaga þess efnis verður lögð fyrir þingið þar sem farið er fram á að rannsóknarnefnd verði skipuð hið fyrsta. Ögmundur Jónasson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að lagt verði til að rannsókn hefjist og ljúki svo fljótt sem auðið sé. „[..] Jafnframt að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fari yfir þingsályktun Alþingis frá haustinu 2012 um rannsókn á öðrum fjármálastofnunum. Við metum þá samþykkt í ljósi þeirra rannsókna sem fram hafa farið og líklegt að muni leiða til þess að nýjar upplýsingar komi fram,“ segir Ögmundur í samtali við fréttastofu. „Hvað varðar Búnaðarbankann og sölu á eignarhlut ríkisins í honum að þá er það samkvæmt ábendingu umboðsmanns Alþingis að hann telur afdráttarlaust að þarna komi nýjar niðurstöður fram. Þannig að þetta er fyrsta skrefið að leggja fyrir þingið að hið bráðasta verði skipuð rannsóknarnefnd sem fari í saumana á þessum hluta samþykktarinnar frá 2012 og síðan munum við meta aðra þætti í framhaldinu,“ bætir hann við. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, greindi frá því í vikunni að nýjar upplýsingar hefðu borist embættinu sem gætu varpað frekara ljósi á aðkomu hins þýska banka að kaupunum. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sagðist á Alþingi í morgun telja skynsamlegt að þáttur bankans verði rannsakaður.
Alþingi Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Forsætisráðherra telur skynsamlegt að rannsaka þátt þýska bankans Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra telur skynsamlegt að þáttur þýska bankans Hauck & Aufhäuser á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003 verði rannsakaður. 26. maí 2016 11:02 „Hauck & Aufhäuser var leppur það er alveg augljóst“ Í undirbúningi er þingsályktunartillaga um sérstaka rannsókn á aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans. Tilefnið er bréf umboðsmanns Alþingis. Bankinn virðist hafa verið fjármagnaður af Kaupþingi banka til að auðvelda sameiningu Búnaðarbankans og Kaupþings í maí 2003. 25. maí 2016 20:00 Finnur Ingólfsson kannast ekki við að þýski bankinn hafi verið leppur Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vinnur að skipun rannsóknarnefndar vegna aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupum á Búnaðarbankanum. Aðilar innan S-hópsins kannast ekki við að bankinn hafi verið leppur. 26. maí 2016 07:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Forsætisráðherra telur skynsamlegt að rannsaka þátt þýska bankans Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra telur skynsamlegt að þáttur þýska bankans Hauck & Aufhäuser á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003 verði rannsakaður. 26. maí 2016 11:02
„Hauck & Aufhäuser var leppur það er alveg augljóst“ Í undirbúningi er þingsályktunartillaga um sérstaka rannsókn á aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans. Tilefnið er bréf umboðsmanns Alþingis. Bankinn virðist hafa verið fjármagnaður af Kaupþingi banka til að auðvelda sameiningu Búnaðarbankans og Kaupþings í maí 2003. 25. maí 2016 20:00
Finnur Ingólfsson kannast ekki við að þýski bankinn hafi verið leppur Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vinnur að skipun rannsóknarnefndar vegna aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupum á Búnaðarbankanum. Aðilar innan S-hópsins kannast ekki við að bankinn hafi verið leppur. 26. maí 2016 07:00