EM farar meðal keppenda á JJ-móti Ármanns í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2016 15:36 Hafdís Sigurðardóttir úr UFA. Vísir/Daníel Það stefnir í hörku keppni á Laugardalsvelli í kvöld á JJ-móti Ármanns. Hafdís Sigurðardóttir úr UFA er komin til landsins frá Svíþjóð, þar sem hún æfir nú og mun keppa í langstökki klukkan 19:30 í kvöld. Fágætt tækifæri til að sjá þessa glæsilegu íþróttakonu stökkva í Laugardalnum í kvöld. Annar öflugur keppandi Guðni Valur Guðnason úr ÍR mun kasta kringlu klukkan 17:30 í dag á JJ-mótinu, en þau tvö verða í eldlínunni á Evrópumeistaramótinu í frjálsum sem fram fer í Amsterdam í byrjun júlí í sumar. Auk þeirra hafa Aníta Hinriksdóttir úr ÍR, Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni og Arna Stefanía Guðmundsdóttir úr FH, allar tryggt sér keppnisrétt. Fresturinn til þess að ná lágmarki á EM er hvergi nærri liðinni en íþróttamenn hafa tækifæri til 26. júní. Það er ljóst að nokkrir af keppendum dagsins horfa löngunaraugum á lágmörk í sinni grein. Þar á meðal eru Ólympíufarinn og ÍR-ingurinn Óðinn Björn Þorsteinsson sem keppir í kúluvarpi í kvöld klukkan 18:00, liðsfélagi hans Guðmundur Sverrisson sem kastar spjóti klukkan 19:00 og Kolbeinn Höður Gunnarsson sem keppir í 100m hlaupi klukkan 18:45, þó Kolbeinn horfi nú væntanlega helst til EM lágmarks í sinni sterkustu grein 400m hlaupi. En það verða ekki bara EM farar í Laugardalnum í kvöld því heimsmethafinn í spjótkasti í flokki F42 Helgi Sveinsson Ármanni meðal keppenda í sinni grein en mótið er hluti af undirbúningi Helga fyrir Ólympíumótið í Ríó í haust. Auk ofangreindra afreksmanna er fjöldi íþróttamanna á öllum aldri skráður til leiks. Á JJ-móti er nú keppt í flokkum 15 ára og yngri í nokkrum greinum. Eru þær greinar með þeim fjölmennustu en þó eru flestir skráðir til leiks í 100m hlaupi karla eða 20 karlar. Alls eru 108 keppendur skráðir til leiks á mótinu. Aðgangur er ókeypis á Laugardalsvelli í dag. JJ-mót Ármanns er árlegt vormót Ármenninga sem nefnt er eftir Jóhanni Jóhannessyni sem var formaður frjálsíþróttadeildar Ármanns í áratugi. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Það stefnir í hörku keppni á Laugardalsvelli í kvöld á JJ-móti Ármanns. Hafdís Sigurðardóttir úr UFA er komin til landsins frá Svíþjóð, þar sem hún æfir nú og mun keppa í langstökki klukkan 19:30 í kvöld. Fágætt tækifæri til að sjá þessa glæsilegu íþróttakonu stökkva í Laugardalnum í kvöld. Annar öflugur keppandi Guðni Valur Guðnason úr ÍR mun kasta kringlu klukkan 17:30 í dag á JJ-mótinu, en þau tvö verða í eldlínunni á Evrópumeistaramótinu í frjálsum sem fram fer í Amsterdam í byrjun júlí í sumar. Auk þeirra hafa Aníta Hinriksdóttir úr ÍR, Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni og Arna Stefanía Guðmundsdóttir úr FH, allar tryggt sér keppnisrétt. Fresturinn til þess að ná lágmarki á EM er hvergi nærri liðinni en íþróttamenn hafa tækifæri til 26. júní. Það er ljóst að nokkrir af keppendum dagsins horfa löngunaraugum á lágmörk í sinni grein. Þar á meðal eru Ólympíufarinn og ÍR-ingurinn Óðinn Björn Þorsteinsson sem keppir í kúluvarpi í kvöld klukkan 18:00, liðsfélagi hans Guðmundur Sverrisson sem kastar spjóti klukkan 19:00 og Kolbeinn Höður Gunnarsson sem keppir í 100m hlaupi klukkan 18:45, þó Kolbeinn horfi nú væntanlega helst til EM lágmarks í sinni sterkustu grein 400m hlaupi. En það verða ekki bara EM farar í Laugardalnum í kvöld því heimsmethafinn í spjótkasti í flokki F42 Helgi Sveinsson Ármanni meðal keppenda í sinni grein en mótið er hluti af undirbúningi Helga fyrir Ólympíumótið í Ríó í haust. Auk ofangreindra afreksmanna er fjöldi íþróttamanna á öllum aldri skráður til leiks. Á JJ-móti er nú keppt í flokkum 15 ára og yngri í nokkrum greinum. Eru þær greinar með þeim fjölmennustu en þó eru flestir skráðir til leiks í 100m hlaupi karla eða 20 karlar. Alls eru 108 keppendur skráðir til leiks á mótinu. Aðgangur er ókeypis á Laugardalsvelli í dag. JJ-mót Ármanns er árlegt vormót Ármenninga sem nefnt er eftir Jóhanni Jóhannessyni sem var formaður frjálsíþróttadeildar Ármanns í áratugi.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira