Íslandsmeistari sakar forseta um háreisti og drykkjulæti á hóteli Jakob Bjarnar skrifar 25. maí 2016 09:55 Hér afhendir Gunnar Héðni sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Forsetinn sætir nú harðri gagnrýni Íslandsmeistarans. Héðinn Steingrímsson, Íslandsmeistari í skák, gagnrýnir framgöngu forseta Skáksambands Íslands, Gunnar Björnsson og svo þá Björn Þorfinnsson og Hannes Hlífar Stefánsson harðlega. Segir þá hafa verið með drykkjulæti og háreisti á hóteli þar sem þeir dvöldu, sem hugsanlega kostaði Héðinn möguleikann á að tefla um að verða næsti áskorandi heimsmeistarans í skák. Ágreiningurinn er í tengslum við nýafstaðið Evrópumeistaramót einstaklinga sem fram fór í Kósovo. Hróp og köll við hótelherbergiðHéðinn er afar ósáttur og birtir ákúrur sínar í Facebookhópi sem heitir einfaldlega Íslenskir skákmenn. Óhætt er að segja að skákheimurinn logi. „Sælir félagar, Ég er ósáttur við framkomu Gunnars Björnssonar nóttina fyrir síðustu umferðina á Evrópumóti einstaklinga. Með sigri í þeirri skák hafði ég möguleika á að vinna sæti í World Cup og tefla um það að verða næsti áskorandi heimsmeistarans í skák,“ segir Héðinn og heldur svo ótrauður áfram: „Gunnar, Bjössi Þorfinns og Hannes sátu að sumbli framá nótt á bar hótelsins þar sem við gistum kvöldin fyrir tvær síðustu umferðirnar. Ég fór snemma að sofa fyrir síðustu skákina, enda mikilvægasta skák sem ég hef hingað til teflt morguninn eftir. Ég er síðan vakinn við það að Gunnar er að hrópa eða kalla til Bjössa rétt við herbergishurðina mína. Að vera vakinn svona hafði augljóslega ekki jákvæð áhrif á gæði taflmennskunnar morguninn eftir. Bjössa fannst þetta leitt og baðst afsökunar, en Gunnari fannst ekki ástæða til að biðjast afsökunar á þessu.“ Skákheimurinn nötrar Skákmönnum og áhugamönnum sem þarna tjá sig er eðlilega brugðið enda viðkvæmir margir. Einn reynir að slá á gagnrýnina með því að segja að árinni kenni illur ræðari en honum er þá bent á að Héðinn hafi orðið Íslandsmeistari í skák árið 1990 þá 15 ára og mér skilst að mótið hafi verið nokkuð sterkt. „Svo varð hann Íslandsmeistari í fyrra og mér skilst að það hafi jafnvel verið sterkasta mótið hingað til, þannig að tæplega er hann slæmur ræðari!?“ Héðinn er allt annað en ánægður með framgöngu félaga sinna á EM, segir þá hafa verið með drykkjulæti og háreisti á hótelinu. Þetta er hins vegar ekki í fyrsta skipti sem nokkurt uppnám verður í kringum Héðinn. Vísir fjallaði um kvartanir Héðins vegna breiddar borða á síðasta Reykjavíkurskákmóti; sem hann sagði ástæðuna fyrir því að hann tók ekki þátt. Sérgáfa skákmanna virðist leiða þá til nokkurrar nákvæmni sem fæstum er gefin – jafnvel í þá átt að tala má um það að vera sérlundaður. Ósmekkleg árás Héðins En, Björn Þorfinnsson skákmeistari hefur engan hug á því að sitja undir þessum ásökunum og hann kemur fram á sjónarsviðið og telur umkvartanir Héðins af öðrum rótum sprottnar: „Ég get nú varla orða bundist, svo ósmekkleg er þessi árás frá Héðni, sem fyrst og fremst beinist gegn því að Gunnar hefur verið í forsvari fyrir þá ákvörðun Skáksambands Íslands að borga ekki að fullu ferðakostnað Héðins til Houston í Bandaríkjunum. Þetta mál var Héðinn beinlínis með á heilanum úti í Kosovo og bað meðal annars undirritaðan aðstoðar í þeim efnum,“ segir Björn. Hann bætir því við að hann þekki málið ekkert hann hafi rætt það lítillega við Gunnar Björnsson. „[E]nda hef ég iðulega lagt ýmislegt á mig fyrir eiginhagsmunasegginn Héðinn Steingrímsson sem hugsar aðeins um eigin rass en lyftir ekki litla fingri fyrir aðra skákmenn. Að Héðinn skuli velja þennan vettvang til þess að básúna þessu án þess að ræða við t.d. Gunnar sjálfan eða stjórn Skáksambandsins lýsir innræti hans vel.“ Hljóðbært hótel, dollum skellt og bænakall að nóttu Og það má ljst vera að eftir því sem Björn hamrar lengur á lyklaborðið, þeim mun gramara verður hans geð. Og rifjar upp það sem hann segir rangfærslur Héðins: „Að reyna að klína tapskák sinni á GB og okkur hina er svo ótrúlega ósvífið að ég held að ég hafi sjaldan orðið jafn reiður við nokkurn lestur. Sjálfur reyndi ég allt til þess að láta Héðni líða vel þarna úti, til að mynda með því að ræða við Gunnar um þetta flugmiðabull þó að það komi mér ekki rassgat við, leiða kvöldgöngutúra kvöldsins sem HS var afar ánægður með og reyna að halda uppi samræðum, bröndurum og léttu andrúmslofti. Það að ætla að skella lélegri taflmennsku sinni á einhverju kvöldkveðju á hótelgangi er algjörlega fáránlegt.“ Björn Þorfinns. Reyndi að létta stemmninguna með bröndurum og kvöldgöngutúrum en allt kom fyrir ekki. Björn bendir á að það heyrist í gangandi vegfarendum mest allar nætur, til klukkan tvö til þrjú öll kvöld. Og allar nætur kl.4.30 stundvíslega hófst bænakall úr nærliggjandi turni. „Og nokkuð reglulega heyrði ég í spænska stórmeistaranum Pons Vallejo skella sér á dolluna um miðja nótt sem og öðrum gestum í nærliggjandi herbergjum. Það var einfaldlega afar hljóðbært á þessu hóteli. En nóg um það, ég skal glaður ræða við aganefnd.“ Góð stemmning í hópnum Héðinn leggur aftur orð í belg segir vissulega margt jákvætt, góð stemmning í hópnum og eigi þeir „Bjössi“ og „Gummi“ eiga þakkir skyldar fyrir sitt framlag þar. En, Héðinn gefur ekkert eftir með það sem er mikilvægasta atriðið í máli þessu: „Það breytir því ekki að mér finnst ekki í lagi að vera að hrópa við herbergið manns nóttina fyrir mjög mikilvæga skák. Herbergi Gunnars var ekki einu sinni á sama stigagangi. Var nauðsynlegt að gera svona? Bjössi er mikill vinur Gunnars. Það er erfitt að sjá hvaða rangfærslur er um að ræða? Finnst sumir fara um víðan völl og tína til alls konar hluti, en á endanum er spurningin sú: er eðlilegt og í lagi að vera vakinn við svona lagað nóttina fyrir síðustu umferð? Er það eitthvað sem fólk má ekki einu sinni nefna án þess að farið sé í manninn og ekki í boltann?“ Skák Íslendingar erlendis Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira
Héðinn Steingrímsson, Íslandsmeistari í skák, gagnrýnir framgöngu forseta Skáksambands Íslands, Gunnar Björnsson og svo þá Björn Þorfinnsson og Hannes Hlífar Stefánsson harðlega. Segir þá hafa verið með drykkjulæti og háreisti á hóteli þar sem þeir dvöldu, sem hugsanlega kostaði Héðinn möguleikann á að tefla um að verða næsti áskorandi heimsmeistarans í skák. Ágreiningurinn er í tengslum við nýafstaðið Evrópumeistaramót einstaklinga sem fram fór í Kósovo. Hróp og köll við hótelherbergiðHéðinn er afar ósáttur og birtir ákúrur sínar í Facebookhópi sem heitir einfaldlega Íslenskir skákmenn. Óhætt er að segja að skákheimurinn logi. „Sælir félagar, Ég er ósáttur við framkomu Gunnars Björnssonar nóttina fyrir síðustu umferðina á Evrópumóti einstaklinga. Með sigri í þeirri skák hafði ég möguleika á að vinna sæti í World Cup og tefla um það að verða næsti áskorandi heimsmeistarans í skák,“ segir Héðinn og heldur svo ótrauður áfram: „Gunnar, Bjössi Þorfinns og Hannes sátu að sumbli framá nótt á bar hótelsins þar sem við gistum kvöldin fyrir tvær síðustu umferðirnar. Ég fór snemma að sofa fyrir síðustu skákina, enda mikilvægasta skák sem ég hef hingað til teflt morguninn eftir. Ég er síðan vakinn við það að Gunnar er að hrópa eða kalla til Bjössa rétt við herbergishurðina mína. Að vera vakinn svona hafði augljóslega ekki jákvæð áhrif á gæði taflmennskunnar morguninn eftir. Bjössa fannst þetta leitt og baðst afsökunar, en Gunnari fannst ekki ástæða til að biðjast afsökunar á þessu.“ Skákheimurinn nötrar Skákmönnum og áhugamönnum sem þarna tjá sig er eðlilega brugðið enda viðkvæmir margir. Einn reynir að slá á gagnrýnina með því að segja að árinni kenni illur ræðari en honum er þá bent á að Héðinn hafi orðið Íslandsmeistari í skák árið 1990 þá 15 ára og mér skilst að mótið hafi verið nokkuð sterkt. „Svo varð hann Íslandsmeistari í fyrra og mér skilst að það hafi jafnvel verið sterkasta mótið hingað til, þannig að tæplega er hann slæmur ræðari!?“ Héðinn er allt annað en ánægður með framgöngu félaga sinna á EM, segir þá hafa verið með drykkjulæti og háreisti á hótelinu. Þetta er hins vegar ekki í fyrsta skipti sem nokkurt uppnám verður í kringum Héðinn. Vísir fjallaði um kvartanir Héðins vegna breiddar borða á síðasta Reykjavíkurskákmóti; sem hann sagði ástæðuna fyrir því að hann tók ekki þátt. Sérgáfa skákmanna virðist leiða þá til nokkurrar nákvæmni sem fæstum er gefin – jafnvel í þá átt að tala má um það að vera sérlundaður. Ósmekkleg árás Héðins En, Björn Þorfinnsson skákmeistari hefur engan hug á því að sitja undir þessum ásökunum og hann kemur fram á sjónarsviðið og telur umkvartanir Héðins af öðrum rótum sprottnar: „Ég get nú varla orða bundist, svo ósmekkleg er þessi árás frá Héðni, sem fyrst og fremst beinist gegn því að Gunnar hefur verið í forsvari fyrir þá ákvörðun Skáksambands Íslands að borga ekki að fullu ferðakostnað Héðins til Houston í Bandaríkjunum. Þetta mál var Héðinn beinlínis með á heilanum úti í Kosovo og bað meðal annars undirritaðan aðstoðar í þeim efnum,“ segir Björn. Hann bætir því við að hann þekki málið ekkert hann hafi rætt það lítillega við Gunnar Björnsson. „[E]nda hef ég iðulega lagt ýmislegt á mig fyrir eiginhagsmunasegginn Héðinn Steingrímsson sem hugsar aðeins um eigin rass en lyftir ekki litla fingri fyrir aðra skákmenn. Að Héðinn skuli velja þennan vettvang til þess að básúna þessu án þess að ræða við t.d. Gunnar sjálfan eða stjórn Skáksambandsins lýsir innræti hans vel.“ Hljóðbært hótel, dollum skellt og bænakall að nóttu Og það má ljst vera að eftir því sem Björn hamrar lengur á lyklaborðið, þeim mun gramara verður hans geð. Og rifjar upp það sem hann segir rangfærslur Héðins: „Að reyna að klína tapskák sinni á GB og okkur hina er svo ótrúlega ósvífið að ég held að ég hafi sjaldan orðið jafn reiður við nokkurn lestur. Sjálfur reyndi ég allt til þess að láta Héðni líða vel þarna úti, til að mynda með því að ræða við Gunnar um þetta flugmiðabull þó að það komi mér ekki rassgat við, leiða kvöldgöngutúra kvöldsins sem HS var afar ánægður með og reyna að halda uppi samræðum, bröndurum og léttu andrúmslofti. Það að ætla að skella lélegri taflmennsku sinni á einhverju kvöldkveðju á hótelgangi er algjörlega fáránlegt.“ Björn Þorfinns. Reyndi að létta stemmninguna með bröndurum og kvöldgöngutúrum en allt kom fyrir ekki. Björn bendir á að það heyrist í gangandi vegfarendum mest allar nætur, til klukkan tvö til þrjú öll kvöld. Og allar nætur kl.4.30 stundvíslega hófst bænakall úr nærliggjandi turni. „Og nokkuð reglulega heyrði ég í spænska stórmeistaranum Pons Vallejo skella sér á dolluna um miðja nótt sem og öðrum gestum í nærliggjandi herbergjum. Það var einfaldlega afar hljóðbært á þessu hóteli. En nóg um það, ég skal glaður ræða við aganefnd.“ Góð stemmning í hópnum Héðinn leggur aftur orð í belg segir vissulega margt jákvætt, góð stemmning í hópnum og eigi þeir „Bjössi“ og „Gummi“ eiga þakkir skyldar fyrir sitt framlag þar. En, Héðinn gefur ekkert eftir með það sem er mikilvægasta atriðið í máli þessu: „Það breytir því ekki að mér finnst ekki í lagi að vera að hrópa við herbergið manns nóttina fyrir mjög mikilvæga skák. Herbergi Gunnars var ekki einu sinni á sama stigagangi. Var nauðsynlegt að gera svona? Bjössi er mikill vinur Gunnars. Það er erfitt að sjá hvaða rangfærslur er um að ræða? Finnst sumir fara um víðan völl og tína til alls konar hluti, en á endanum er spurningin sú: er eðlilegt og í lagi að vera vakinn við svona lagað nóttina fyrir síðustu umferð? Er það eitthvað sem fólk má ekki einu sinni nefna án þess að farið sé í manninn og ekki í boltann?“
Skák Íslendingar erlendis Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira