Barokktónlist með ferskri framsetningu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. maí 2016 10:45 Sigurður Halldórsson sellóleikari, Halldór Bjarki Arnarson semballeikari, Þóra Margrét Sveinsdóttir víóluleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir fiðluleikari, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzó-sópran og Arngeir Heiðar Hauksson, gítar- og lútuleikari. Mynd/Jóhanna Helga Þorkelsdóttir „Við erum með sónötur, kantötu, sinfóníur og aríur eftir Purcell, La Guerre, Händel og Vivaldi, allt falleg og grípandi verk,“ segir Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzo-sópransöngkona í hinum nýstofnaða barokkhópi Symphonia Angelica sem kemur fram í Guðríðarkirkju í Grafarholti annað kvöld, fimmtudag, klukkan 19.30 á vegum Listahátíðar. Aðalverk kvöldsins er kantatan La Lucrezia eftir Händel sem Sigríður Ósk segir dramatískt verk en kröftugt. „Ég söng þessa kantötu fyrir nokkrum árum í Kings Place í London með Classical Opera Company og langaði að taka hana aftur en til þess þurfti ég góðan hóp tónlistarmanna. Hún Sigríður Ella söngkona, kennari minn og vinkona benti mér á að tala við Sigurð Halldórsson sellóleikara sem bæði er í barokk- og nútímatónlist. Hann smalaði saman fleiri hljóðfæraleikurum, blöndu af nýútskrifuðu fólki og reynsluboltum sem eru starfandi hér heima og erlendis. Til dæmis er einn lútuleikari, búsettur í London og spilar þar eldri músík. Flott að fá hann því atvinnumenn á lútu eru ekki á hverju strái. Þetta eru allt frábærir tónlistarmenn og ótrúlega gaman að fá að vinna með þeim. Við eigum eftir að gera meira saman.“ Sigríður Ósk segir smá tvist verða á tónleikunum annað kvöld. „Við erum með þá stefnu að vera með ferska nálgun á verkin, til dæmis með smá spuna á milli þeirra þannig að tónleikarnir verði ein heild,“ segir hún og ber lof á salinn. „Það er stórkostlegur hljómburður í Guðríðarkirkju,“ segir hún. „Enda eru stundum teknir upp geisladiskar þar.“ Tónleikarnir taka rúman klukkutíma. Miðar verða seldir við innganginn og líka á listahátíðarsíðunni http://www.listahatid.is/dagskra/2016/ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. 6. 2016 Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fleiri fréttir Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Við erum með sónötur, kantötu, sinfóníur og aríur eftir Purcell, La Guerre, Händel og Vivaldi, allt falleg og grípandi verk,“ segir Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzo-sópransöngkona í hinum nýstofnaða barokkhópi Symphonia Angelica sem kemur fram í Guðríðarkirkju í Grafarholti annað kvöld, fimmtudag, klukkan 19.30 á vegum Listahátíðar. Aðalverk kvöldsins er kantatan La Lucrezia eftir Händel sem Sigríður Ósk segir dramatískt verk en kröftugt. „Ég söng þessa kantötu fyrir nokkrum árum í Kings Place í London með Classical Opera Company og langaði að taka hana aftur en til þess þurfti ég góðan hóp tónlistarmanna. Hún Sigríður Ella söngkona, kennari minn og vinkona benti mér á að tala við Sigurð Halldórsson sellóleikara sem bæði er í barokk- og nútímatónlist. Hann smalaði saman fleiri hljóðfæraleikurum, blöndu af nýútskrifuðu fólki og reynsluboltum sem eru starfandi hér heima og erlendis. Til dæmis er einn lútuleikari, búsettur í London og spilar þar eldri músík. Flott að fá hann því atvinnumenn á lútu eru ekki á hverju strái. Þetta eru allt frábærir tónlistarmenn og ótrúlega gaman að fá að vinna með þeim. Við eigum eftir að gera meira saman.“ Sigríður Ósk segir smá tvist verða á tónleikunum annað kvöld. „Við erum með þá stefnu að vera með ferska nálgun á verkin, til dæmis með smá spuna á milli þeirra þannig að tónleikarnir verði ein heild,“ segir hún og ber lof á salinn. „Það er stórkostlegur hljómburður í Guðríðarkirkju,“ segir hún. „Enda eru stundum teknir upp geisladiskar þar.“ Tónleikarnir taka rúman klukkutíma. Miðar verða seldir við innganginn og líka á listahátíðarsíðunni http://www.listahatid.is/dagskra/2016/ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. 6. 2016
Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fleiri fréttir Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“