Biyombo fékk aldrei leyfi til að veifa puttanum eins og Mutombo | Myndband Tómas Þór Þóraðrson skrifar 25. maí 2016 17:30 Bisback Biyombo er að spila stórvel fyrir Toronto. vísir/getty Bismack Biyombo, leikmaður Toronto Raptors, er ein af stjörnum úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en varnarleikur hans og fjöldinn allur af vörðum skotum hefur vakið mikla athygli. Biyombo er frá Kongó eins og annar frábær varnarmaður sem eitt sinn spilaði í NBA-deildinni, Dikembe Mutobo. Sá mikli gleðigjafi spilaði með Denver, Atlanta, Philadelphia, New Jersey Nets, New York Knicks og Houston Rockets á glæstum 18 ára ferli. Eins og allir körfuboltaáhugamenn vita var einkennismerki Mutombo að veifa vísifingrinum með svægi í átt að leikmanni sem hann varði skot frá en þennan sið hefur Biyombo tekið upp í Toronto. Hann sagðist hafa fengið leyfi frá Mutombo til að nota puttann en það er ekki satt. Mutombo er þó svo stoltur af samlanda sínum að honum er nákvæmlega sama. „Menn mega herma eftir því sem þeim finnst flott. Bismack er eins og yngsti bróðir minn. Ég get ekki verið honum reiður því ég er svo stoltur af honum. Við erum frá sama landi og ég sendi honum skilaboð og hringi í hann á hverjum degi til að samgleðjast honum,“ segir Mutombo í viðtali við ESPN. Fyrir einn leik Toronto gegn Cleveland í úrslitum austurdeildarinnar sagði Biyombo við upptökulið ESPN að hann væri með leyfi frá Mutombo til að nota puttahreyfinguna. „Eftir samtal við Mutombo fannst mér hann hafa gert svo góða hluti fyrir landið okkar. Mér fannst þetta góð leið til að halda arfleið hans á lífi. Ég elska Mutombo eins og stóra bróður minn,“ sagði Biyombo en þetta samtal kannast Mutombo ekki við. „Var það ég sem gaf leyfið eða einhver í fjölskyldu minni? Skrifaði einhver upp á þetta? En vitið þið hvað, hann er ungur maður þannig leyfið honum að njóta fræðgarinnar. Hann er líka að gera mig frægan. Ég vil sjá hann í Kongó í sumar þannig við getum talað saman bara við tveir í okkar heimalandi,“ segir Dikembe Mutombo. Í spilaranum hér að neðan má sjá nokkur tilþrif með bæði Biyombo og Mutombo. NBA Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira
Bismack Biyombo, leikmaður Toronto Raptors, er ein af stjörnum úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en varnarleikur hans og fjöldinn allur af vörðum skotum hefur vakið mikla athygli. Biyombo er frá Kongó eins og annar frábær varnarmaður sem eitt sinn spilaði í NBA-deildinni, Dikembe Mutobo. Sá mikli gleðigjafi spilaði með Denver, Atlanta, Philadelphia, New Jersey Nets, New York Knicks og Houston Rockets á glæstum 18 ára ferli. Eins og allir körfuboltaáhugamenn vita var einkennismerki Mutombo að veifa vísifingrinum með svægi í átt að leikmanni sem hann varði skot frá en þennan sið hefur Biyombo tekið upp í Toronto. Hann sagðist hafa fengið leyfi frá Mutombo til að nota puttann en það er ekki satt. Mutombo er þó svo stoltur af samlanda sínum að honum er nákvæmlega sama. „Menn mega herma eftir því sem þeim finnst flott. Bismack er eins og yngsti bróðir minn. Ég get ekki verið honum reiður því ég er svo stoltur af honum. Við erum frá sama landi og ég sendi honum skilaboð og hringi í hann á hverjum degi til að samgleðjast honum,“ segir Mutombo í viðtali við ESPN. Fyrir einn leik Toronto gegn Cleveland í úrslitum austurdeildarinnar sagði Biyombo við upptökulið ESPN að hann væri með leyfi frá Mutombo til að nota puttahreyfinguna. „Eftir samtal við Mutombo fannst mér hann hafa gert svo góða hluti fyrir landið okkar. Mér fannst þetta góð leið til að halda arfleið hans á lífi. Ég elska Mutombo eins og stóra bróður minn,“ sagði Biyombo en þetta samtal kannast Mutombo ekki við. „Var það ég sem gaf leyfið eða einhver í fjölskyldu minni? Skrifaði einhver upp á þetta? En vitið þið hvað, hann er ungur maður þannig leyfið honum að njóta fræðgarinnar. Hann er líka að gera mig frægan. Ég vil sjá hann í Kongó í sumar þannig við getum talað saman bara við tveir í okkar heimalandi,“ segir Dikembe Mutombo. Í spilaranum hér að neðan má sjá nokkur tilþrif með bæði Biyombo og Mutombo.
NBA Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira