Nýjar upplýsingar um kaup á Búnaðarbankanum: „Kjarninn í samsærinu um einkavæðingu bankanna“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 24. maí 2016 14:18 Þau Vigdís Hauksdóttir og Helgi Hjörvar hafa bæði tjáð sig um framkomnar upplýsingar og næstu skref. Vísir Helgi Hjörvar, þingamaður Samfylkingarinnar, var afdráttarlaus á þingi í dag en hann vill að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd til þess að skoða aðkomu þýska bankans Hauck & Afhauser Privat-bankiers KGaA að kaupum á eignarhluta íslenska ríkisins í Búnaðarbanka Íslands á árinu 2003. Nýjar upplýsingar komu í ljós á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og Umboðsmanns Alþingis í morgun. Samkvæmt bréfi Umboðsmanns til nefndarinnar sem stílað er á nefndina og sent 19. maí síðastliðinn er greint frá því að nýjar upplýsingar hafi borist embættinu sem gætu varpað frekara ljósi á aðkomu hins þýska banka.Grundvallaratriði að upplýsa um málið Helgi telur þessar upplýsingar hafa verið þær sem „helst skorti til þess að afhjúpa það svindl og svínarí sem þarna var á ferðinni,“ eins og hann sagði á Alþingi í dag. „Við höfum mörg haldið því fram að ástæða sé til að ætla að þessi þýski einkabanki hafi ekki verið raunverulegur kaupandi að hlut að bankanum heldur leppur. Þarna hafi ekkert verið um erlenda fjárfestingu að ræða heldur íslenskir peningar sem jafnvel voru bara fengnir að láni úr sömu ríkisbönkum og verið var að afhenda þessum aðilum.“ Helgi segir það grundvallaratriði fyrir þingið og almenning í landinu að upplýsa hvernig þessum málum var háttað. Umboðsmaður telur skilyrði til þess að hann komi ábendingu um þetta á framfæri við þar til bær yfirvöld ekki uppfyllt þar sem svo langt er liðið frá því að kaupin áttu sér stað og að því komi þau ekki til með að leiða til rannsóknar á meintri refsiverðri háttsemi. Hins vegar telur hann að umræðan í samfélaginu og óskir um að málið verði útskýrt gefi tilefni til frekari rannsóknar á málinu. „Með vísan til þess sem að framan er rakið taldi ég ástæðu til að kanna þessar upplýsingar nánar með tilliti til fyrri vitneskju minnar um þessi mál og rannsókn þeirra og þess hvort á grundvelli þeirra væru líkur á að leiða mætti fram nýjar staðreyndir um hver hafi í raun verið þátttaka hins þýska banka. Niðurstaða mín er sú að frekari úrvinnsla þessara upplýsinga og tilteknar athuganir og gagnaöflun sé líkleg til þess,“ segir í bréfi Umboðsmanns. Hann telur eðlilegast að Alþingi vinni að því að upplýsa um hvernig var staðið að kaupunum á grundvelli laga um rannsóknarnefndir nr. 68/2011 vilji Alþingi upplýsa um málið.Valgerður Sverrisdóttir segir það ekki óeðlilegt að athuga aðkomu þýska bankans.VísirFramsóknarkonur tjá sig um málið Helgi Hjörvar telur það mikilvægt atriði. „Þarna er kjarninn í samsærinu um einkavæðingu bankanna að finna.“ Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar og varamaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir sérstakt að þeir aðilar sem biðji nú um að rannsóknarnefnd verði skipuð vegna þess máls vilji þagga niður meinta spillingu í bankakerfinu eftir hrun. Hún segir þetta fólk ekki verða að ósk sinni. Þetta kemur fram á Facebook síðu hennar.„Íslensk umræða er svo dásamlega fyrirsjáanleg. Allir eru fastir í skotgröfunum. Allir sem hafa hlegið að ásökunum mínum um seinni einkavæðingu bankanna og viljað ekkert gera með ásakanir Víglundar Þorsteinssonar um spillinguna í bankakerfinu eftir hrun, hafa sagt það tilgangslaust að elta ólar við það sem liðið er.“ Valgerður Sverrisdóttir, fyrrum viðskiptaráðherra og þingmaður Framsóknar, telur samkvæmt frétt Eyjunnar ekki óeðlilegt að Alþingi athugi aðkomu þýska bankans. Uppfært 14.47: Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að Vigdís Hauksdóttir væri andsnúin rannsókn á málinu. Það hefur hér með verið leiðrétt. Alþingi Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Helgi Hjörvar, þingamaður Samfylkingarinnar, var afdráttarlaus á þingi í dag en hann vill að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd til þess að skoða aðkomu þýska bankans Hauck & Afhauser Privat-bankiers KGaA að kaupum á eignarhluta íslenska ríkisins í Búnaðarbanka Íslands á árinu 2003. Nýjar upplýsingar komu í ljós á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og Umboðsmanns Alþingis í morgun. Samkvæmt bréfi Umboðsmanns til nefndarinnar sem stílað er á nefndina og sent 19. maí síðastliðinn er greint frá því að nýjar upplýsingar hafi borist embættinu sem gætu varpað frekara ljósi á aðkomu hins þýska banka.Grundvallaratriði að upplýsa um málið Helgi telur þessar upplýsingar hafa verið þær sem „helst skorti til þess að afhjúpa það svindl og svínarí sem þarna var á ferðinni,“ eins og hann sagði á Alþingi í dag. „Við höfum mörg haldið því fram að ástæða sé til að ætla að þessi þýski einkabanki hafi ekki verið raunverulegur kaupandi að hlut að bankanum heldur leppur. Þarna hafi ekkert verið um erlenda fjárfestingu að ræða heldur íslenskir peningar sem jafnvel voru bara fengnir að láni úr sömu ríkisbönkum og verið var að afhenda þessum aðilum.“ Helgi segir það grundvallaratriði fyrir þingið og almenning í landinu að upplýsa hvernig þessum málum var háttað. Umboðsmaður telur skilyrði til þess að hann komi ábendingu um þetta á framfæri við þar til bær yfirvöld ekki uppfyllt þar sem svo langt er liðið frá því að kaupin áttu sér stað og að því komi þau ekki til með að leiða til rannsóknar á meintri refsiverðri háttsemi. Hins vegar telur hann að umræðan í samfélaginu og óskir um að málið verði útskýrt gefi tilefni til frekari rannsóknar á málinu. „Með vísan til þess sem að framan er rakið taldi ég ástæðu til að kanna þessar upplýsingar nánar með tilliti til fyrri vitneskju minnar um þessi mál og rannsókn þeirra og þess hvort á grundvelli þeirra væru líkur á að leiða mætti fram nýjar staðreyndir um hver hafi í raun verið þátttaka hins þýska banka. Niðurstaða mín er sú að frekari úrvinnsla þessara upplýsinga og tilteknar athuganir og gagnaöflun sé líkleg til þess,“ segir í bréfi Umboðsmanns. Hann telur eðlilegast að Alþingi vinni að því að upplýsa um hvernig var staðið að kaupunum á grundvelli laga um rannsóknarnefndir nr. 68/2011 vilji Alþingi upplýsa um málið.Valgerður Sverrisdóttir segir það ekki óeðlilegt að athuga aðkomu þýska bankans.VísirFramsóknarkonur tjá sig um málið Helgi Hjörvar telur það mikilvægt atriði. „Þarna er kjarninn í samsærinu um einkavæðingu bankanna að finna.“ Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar og varamaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir sérstakt að þeir aðilar sem biðji nú um að rannsóknarnefnd verði skipuð vegna þess máls vilji þagga niður meinta spillingu í bankakerfinu eftir hrun. Hún segir þetta fólk ekki verða að ósk sinni. Þetta kemur fram á Facebook síðu hennar.„Íslensk umræða er svo dásamlega fyrirsjáanleg. Allir eru fastir í skotgröfunum. Allir sem hafa hlegið að ásökunum mínum um seinni einkavæðingu bankanna og viljað ekkert gera með ásakanir Víglundar Þorsteinssonar um spillinguna í bankakerfinu eftir hrun, hafa sagt það tilgangslaust að elta ólar við það sem liðið er.“ Valgerður Sverrisdóttir, fyrrum viðskiptaráðherra og þingmaður Framsóknar, telur samkvæmt frétt Eyjunnar ekki óeðlilegt að Alþingi athugi aðkomu þýska bankans. Uppfært 14.47: Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að Vigdís Hauksdóttir væri andsnúin rannsókn á málinu. Það hefur hér með verið leiðrétt.
Alþingi Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira