Ólafur braut engar reglur með þyrluferð sinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. maí 2016 10:59 Þyrlan á vettvangi slyssins í gærkvöldi. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Þyrsluslysið sem Ólafur Ólafsson fjárfestir lenti í í gærkvöldi hefur vakið mikla athygli. Ólafur var með þrjá erlenda viðskiptafélaga á útsýnisflugi en reyndur íslenskur þyrluflugmaður flaug vélinni sem þurfti að nauðlenda. Þrír voru lagðir inn vegna beinbrota og tveir voru undir eftirliti í nótt. Þeirra á meðal er Ólafur vegna hugsanlegra innvortis meiðsla en hann mun hafa slasað sig bæði á hrygg og hálsi. Ólafur afplánar sem kunnugt er dóm sem hann hlaut í Al-Thani málinu svonefnda. Ólafur hlaut fjögurra og hálfs árs dóm og afplánaði fyrsta árið á Kvíabryggju á Snæfellsnesi. Hann hefur undanfarnar vikur dvalið á áfangaheimilinu Vernd í Laugardal ásamt félögum sínum úr Kaupþingi; þeim Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Sigurði Einarssyni. Ólafur Ólafsson hlaut ekki beinbrot en slasaðist á hálsi og hrygg.vísir/vilhelm Átti að vera mættur á Vernd klukkan 21 Landsmenn velta greinilega margir hverjir fyrir sér hvernig standi á því að Ólafur, sem hlaut svo þungan dóm í febrúar í fyrra, geti verið í þyrluferð með viðskiptafélögum sínum fimmtán mánuðum eftir dóminn. Samkvæmt nýjum lögum um fullnustu refsinga, sem Alþingi samþykkti í mars og hafa tekið gildi, er sá tími sem menn mega vera í rafrænu eftirliti tvöfaldaður. Samkvæmt reglum um afplánun þarf hann að afplána helming tímans, tvö ár og þrjá mánuði, og fær reynslulausn að þeim tíma liðnum. Hann var rúmt ár á Kvíabryggju, verður svo rúmt hálft ár á Vernd og loks tæpt ár með ökklaband í svokölluðu rafrænu eftirliti. Til að geta komist á Vernd, þar sem Ólafur og félagar dvelja nú, þurfa þeir að stunda vinnu eða vera í námi. Þá þurfa þeir að vera á Vernd frá 23 á kvöldin til sjö á morgnana á virkum dögum og frá 21-7 um helgar. Hann átti því að vera komin heim klukkan 21 í gærkvöldi en slysið varð rúmri klukkustund fyrr þegar þyrlan átti skamma leið eftir til höfuðborgarinnar. Töluverður viðbúnaður var vegna slyssins.Vísir/MHH Rannsókn framhaldið í dag Þyrla Ólafs var á leiðinni til Reykjavíkur þegar hún sendi neyðarboð klukkan 19:45. Stuttu síðar náðu farþegar að hringja í Neyðarlínuna og gefa upp nánari staðsetningu á þyrlunni og upplýsingar um farþeganna. Með Ólafi í för var flugmaður og þrír erlendir viðskiptafélagar hans. Voru þeir í útsýnisflugi og á leið aftur til Reykjavíkur þegar slysið varð.Þorkell Ágústsson sem starfar á flugslysasviði rannsóknarnefndar samgönguslysa var á vettvangi slyssins í gærkvöldi og við rannsóknir fram á nótt. Hann segir í samtali við Vísi að aðstæður hafi verið góðar í gær og rannsókn verði framhaldið í dag. Vettvangur slyssins, sem er í nokkurra kílómetra fjarlægð frá veginum við Nesjavelli, var girt af í gærkvöldi. Þorkell var fluttur á vettvang með þyrlu í gær og reiknaði með að það sama yrði uppi á teningnum í dag. Þorkell sagði ekki liggja ljóst fyrir hvers vegna hefði þurft að nauðlenda þyrlunni. Alþingi Tengdar fréttir Ólafur Ólafsson var um borð í þyrlunni Ólafur Ólafsson er eigandi þyrlunnar sem brotlenti skammt frá Nesjavallavirkjun í kvöld. 22. maí 2016 22:40 Þrír með beinbrot og tveir undir eftirliti Þrír þeirra sem um borð voru í þyrlunni sem brotlenti skammt frá Nesjavallavirkjun hafa verið lagðir inn á Landspítalann með beinbrot og önnur meiðsli. 22. maí 2016 22:55 Ólafur var með erlenda gesti í útsýnisflugi Eigandi Samskipa þakkar skjót viðbrögð í tilkynningu til fjölmiðla. 23. maí 2016 07:04 Þyrlu hlekktist á á Hengilssvæðinu Búið er að flytja alla farþega þyrlunnar til Reykjavíkur. 22. maí 2016 20:26 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Fleiri fréttir Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Sjá meira
Þyrsluslysið sem Ólafur Ólafsson fjárfestir lenti í í gærkvöldi hefur vakið mikla athygli. Ólafur var með þrjá erlenda viðskiptafélaga á útsýnisflugi en reyndur íslenskur þyrluflugmaður flaug vélinni sem þurfti að nauðlenda. Þrír voru lagðir inn vegna beinbrota og tveir voru undir eftirliti í nótt. Þeirra á meðal er Ólafur vegna hugsanlegra innvortis meiðsla en hann mun hafa slasað sig bæði á hrygg og hálsi. Ólafur afplánar sem kunnugt er dóm sem hann hlaut í Al-Thani málinu svonefnda. Ólafur hlaut fjögurra og hálfs árs dóm og afplánaði fyrsta árið á Kvíabryggju á Snæfellsnesi. Hann hefur undanfarnar vikur dvalið á áfangaheimilinu Vernd í Laugardal ásamt félögum sínum úr Kaupþingi; þeim Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Sigurði Einarssyni. Ólafur Ólafsson hlaut ekki beinbrot en slasaðist á hálsi og hrygg.vísir/vilhelm Átti að vera mættur á Vernd klukkan 21 Landsmenn velta greinilega margir hverjir fyrir sér hvernig standi á því að Ólafur, sem hlaut svo þungan dóm í febrúar í fyrra, geti verið í þyrluferð með viðskiptafélögum sínum fimmtán mánuðum eftir dóminn. Samkvæmt nýjum lögum um fullnustu refsinga, sem Alþingi samþykkti í mars og hafa tekið gildi, er sá tími sem menn mega vera í rafrænu eftirliti tvöfaldaður. Samkvæmt reglum um afplánun þarf hann að afplána helming tímans, tvö ár og þrjá mánuði, og fær reynslulausn að þeim tíma liðnum. Hann var rúmt ár á Kvíabryggju, verður svo rúmt hálft ár á Vernd og loks tæpt ár með ökklaband í svokölluðu rafrænu eftirliti. Til að geta komist á Vernd, þar sem Ólafur og félagar dvelja nú, þurfa þeir að stunda vinnu eða vera í námi. Þá þurfa þeir að vera á Vernd frá 23 á kvöldin til sjö á morgnana á virkum dögum og frá 21-7 um helgar. Hann átti því að vera komin heim klukkan 21 í gærkvöldi en slysið varð rúmri klukkustund fyrr þegar þyrlan átti skamma leið eftir til höfuðborgarinnar. Töluverður viðbúnaður var vegna slyssins.Vísir/MHH Rannsókn framhaldið í dag Þyrla Ólafs var á leiðinni til Reykjavíkur þegar hún sendi neyðarboð klukkan 19:45. Stuttu síðar náðu farþegar að hringja í Neyðarlínuna og gefa upp nánari staðsetningu á þyrlunni og upplýsingar um farþeganna. Með Ólafi í för var flugmaður og þrír erlendir viðskiptafélagar hans. Voru þeir í útsýnisflugi og á leið aftur til Reykjavíkur þegar slysið varð.Þorkell Ágústsson sem starfar á flugslysasviði rannsóknarnefndar samgönguslysa var á vettvangi slyssins í gærkvöldi og við rannsóknir fram á nótt. Hann segir í samtali við Vísi að aðstæður hafi verið góðar í gær og rannsókn verði framhaldið í dag. Vettvangur slyssins, sem er í nokkurra kílómetra fjarlægð frá veginum við Nesjavelli, var girt af í gærkvöldi. Þorkell var fluttur á vettvang með þyrlu í gær og reiknaði með að það sama yrði uppi á teningnum í dag. Þorkell sagði ekki liggja ljóst fyrir hvers vegna hefði þurft að nauðlenda þyrlunni.
Alþingi Tengdar fréttir Ólafur Ólafsson var um borð í þyrlunni Ólafur Ólafsson er eigandi þyrlunnar sem brotlenti skammt frá Nesjavallavirkjun í kvöld. 22. maí 2016 22:40 Þrír með beinbrot og tveir undir eftirliti Þrír þeirra sem um borð voru í þyrlunni sem brotlenti skammt frá Nesjavallavirkjun hafa verið lagðir inn á Landspítalann með beinbrot og önnur meiðsli. 22. maí 2016 22:55 Ólafur var með erlenda gesti í útsýnisflugi Eigandi Samskipa þakkar skjót viðbrögð í tilkynningu til fjölmiðla. 23. maí 2016 07:04 Þyrlu hlekktist á á Hengilssvæðinu Búið er að flytja alla farþega þyrlunnar til Reykjavíkur. 22. maí 2016 20:26 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Fleiri fréttir Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Sjá meira
Ólafur Ólafsson var um borð í þyrlunni Ólafur Ólafsson er eigandi þyrlunnar sem brotlenti skammt frá Nesjavallavirkjun í kvöld. 22. maí 2016 22:40
Þrír með beinbrot og tveir undir eftirliti Þrír þeirra sem um borð voru í þyrlunni sem brotlenti skammt frá Nesjavallavirkjun hafa verið lagðir inn á Landspítalann með beinbrot og önnur meiðsli. 22. maí 2016 22:55
Ólafur var með erlenda gesti í útsýnisflugi Eigandi Samskipa þakkar skjót viðbrögð í tilkynningu til fjölmiðla. 23. maí 2016 07:04
Þyrlu hlekktist á á Hengilssvæðinu Búið er að flytja alla farþega þyrlunnar til Reykjavíkur. 22. maí 2016 20:26