Stefnan sett á að toppa í Ríó Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. maí 2016 06:00 Hrafnhildur með medalíurnar þrjár. mynd/sundsamband íslands Síðustu dagar hafa verið draumi líkastir hjá hafnfirsku sundkonunni Hrafnhildi Lúthersdóttur en hún snýr aftur frá London þremur medalíum ríkari. Hrafnhildur vann til silfurverðlauna í 50 metra bringusundi á lokadegi EM í 50 metra laug í London í gær en áður hafði hún unnið til silfurverðlauna í 100 metra bringusundi og bronsverðlauna í 200 metra bringusundi. Hrafnhildur var með annan besta tímann í undanrásunum í 50 metra bringusundinu og þriðja besta tímann í undanúrslitunum þar sem hún synti á nýju Íslandsmeti, 30,83 sekúndum. Í úrslitunum í gær synti Hrafnhildur á 30,91, eða 0,10 sekúndum á eftir sigurvegaranum, hinni sænsku Jennie Johansson. Jenna Laukkanen frá Finnlandi varð þriðja en Norðurlandabúar röðuðu sér í fimm af fyrstu sex sætunum. „Þetta er stórkostlegt, ég gæti ekki verið ánægðari,“ sagði Hrafnhildur þegar Fréttablaðið heyrði í henni hljóðið í gær. Hún segist ekki hafa gert sér vonir um að ná svona góðum árangri í London og leit í raun á EM sem æfingamót. „Ég gerði mér eiginlega ekkert miklar væntingar, ég fór með æfingahugsun inn í mótið. Ég hef verið að æfa á fullu, var ekkert að hvíla fyrir mótið og ætlaði bara að sjá hvar ég væri stödd,“ sagði Hrafnhildur sem fékk svo sannarlega jákvæð svör við þeirri spurningu. Að hennar sögn var markmiðið ekki að toppa á EM. Það snýst allt um Ólympíuleikana í Ríó í ágúst. „Ég hef verið að æfa á fullu frá því á HM í fyrra en það er síðasta skiptið sem ég hef verið fullhvíld fyrir mót. Svo er stefnan sett á að toppa í Ríó,“ sagði Hrafnhildur sem setti Íslandsmet í 50, 100 og 200 metra bringusundi á HM í Kazan í fyrra. Hún sló þau öll á EM í London. Hrafnhildur kveðst ekki hafa áhyggjur af því að hún sé að toppa of snemma. „Nei, alls ekki. Ég hef ekki verið í fullri hvíld og byrja strax aftur að æfa á morgun [í dag],“ sagði Hrafnhildur sem er bjartsýn á framhaldið og er ekkert smeyk um að auknar væntingar í kjölfar árangursins í Ríó trufli hana. „Eftir því sem ég verð eldri hef ég lært að loka betur á þetta. Ég finn fyrir meiri spennu en stressi og pressu,“ sagði Hrafnhildur sem er þakklát fyrir þann stuðning sem hún hefur fengið að heiman undanfarna daga. Varðandi framhaldið segir Hrafnhildur að það einkennist af æfingum. Hún tekur reyndar þátt á móti í Noregi um næstu helgi en það sé meira til gamans. Annars mun Hrafnhildur einbeita sér að æfingum, með það að markmiði að toppa í Ríó í ágúst.Íslenska sundfólkið sem keppti á EM.mynd/sundsamband íslands Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Síðustu dagar hafa verið draumi líkastir hjá hafnfirsku sundkonunni Hrafnhildi Lúthersdóttur en hún snýr aftur frá London þremur medalíum ríkari. Hrafnhildur vann til silfurverðlauna í 50 metra bringusundi á lokadegi EM í 50 metra laug í London í gær en áður hafði hún unnið til silfurverðlauna í 100 metra bringusundi og bronsverðlauna í 200 metra bringusundi. Hrafnhildur var með annan besta tímann í undanrásunum í 50 metra bringusundinu og þriðja besta tímann í undanúrslitunum þar sem hún synti á nýju Íslandsmeti, 30,83 sekúndum. Í úrslitunum í gær synti Hrafnhildur á 30,91, eða 0,10 sekúndum á eftir sigurvegaranum, hinni sænsku Jennie Johansson. Jenna Laukkanen frá Finnlandi varð þriðja en Norðurlandabúar röðuðu sér í fimm af fyrstu sex sætunum. „Þetta er stórkostlegt, ég gæti ekki verið ánægðari,“ sagði Hrafnhildur þegar Fréttablaðið heyrði í henni hljóðið í gær. Hún segist ekki hafa gert sér vonir um að ná svona góðum árangri í London og leit í raun á EM sem æfingamót. „Ég gerði mér eiginlega ekkert miklar væntingar, ég fór með æfingahugsun inn í mótið. Ég hef verið að æfa á fullu, var ekkert að hvíla fyrir mótið og ætlaði bara að sjá hvar ég væri stödd,“ sagði Hrafnhildur sem fékk svo sannarlega jákvæð svör við þeirri spurningu. Að hennar sögn var markmiðið ekki að toppa á EM. Það snýst allt um Ólympíuleikana í Ríó í ágúst. „Ég hef verið að æfa á fullu frá því á HM í fyrra en það er síðasta skiptið sem ég hef verið fullhvíld fyrir mót. Svo er stefnan sett á að toppa í Ríó,“ sagði Hrafnhildur sem setti Íslandsmet í 50, 100 og 200 metra bringusundi á HM í Kazan í fyrra. Hún sló þau öll á EM í London. Hrafnhildur kveðst ekki hafa áhyggjur af því að hún sé að toppa of snemma. „Nei, alls ekki. Ég hef ekki verið í fullri hvíld og byrja strax aftur að æfa á morgun [í dag],“ sagði Hrafnhildur sem er bjartsýn á framhaldið og er ekkert smeyk um að auknar væntingar í kjölfar árangursins í Ríó trufli hana. „Eftir því sem ég verð eldri hef ég lært að loka betur á þetta. Ég finn fyrir meiri spennu en stressi og pressu,“ sagði Hrafnhildur sem er þakklát fyrir þann stuðning sem hún hefur fengið að heiman undanfarna daga. Varðandi framhaldið segir Hrafnhildur að það einkennist af æfingum. Hún tekur reyndar þátt á móti í Noregi um næstu helgi en það sé meira til gamans. Annars mun Hrafnhildur einbeita sér að æfingum, með það að markmiði að toppa í Ríó í ágúst.Íslenska sundfólkið sem keppti á EM.mynd/sundsamband íslands
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira