Stefnan sett á að toppa í Ríó Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. maí 2016 06:00 Hrafnhildur með medalíurnar þrjár. mynd/sundsamband íslands Síðustu dagar hafa verið draumi líkastir hjá hafnfirsku sundkonunni Hrafnhildi Lúthersdóttur en hún snýr aftur frá London þremur medalíum ríkari. Hrafnhildur vann til silfurverðlauna í 50 metra bringusundi á lokadegi EM í 50 metra laug í London í gær en áður hafði hún unnið til silfurverðlauna í 100 metra bringusundi og bronsverðlauna í 200 metra bringusundi. Hrafnhildur var með annan besta tímann í undanrásunum í 50 metra bringusundinu og þriðja besta tímann í undanúrslitunum þar sem hún synti á nýju Íslandsmeti, 30,83 sekúndum. Í úrslitunum í gær synti Hrafnhildur á 30,91, eða 0,10 sekúndum á eftir sigurvegaranum, hinni sænsku Jennie Johansson. Jenna Laukkanen frá Finnlandi varð þriðja en Norðurlandabúar röðuðu sér í fimm af fyrstu sex sætunum. „Þetta er stórkostlegt, ég gæti ekki verið ánægðari,“ sagði Hrafnhildur þegar Fréttablaðið heyrði í henni hljóðið í gær. Hún segist ekki hafa gert sér vonir um að ná svona góðum árangri í London og leit í raun á EM sem æfingamót. „Ég gerði mér eiginlega ekkert miklar væntingar, ég fór með æfingahugsun inn í mótið. Ég hef verið að æfa á fullu, var ekkert að hvíla fyrir mótið og ætlaði bara að sjá hvar ég væri stödd,“ sagði Hrafnhildur sem fékk svo sannarlega jákvæð svör við þeirri spurningu. Að hennar sögn var markmiðið ekki að toppa á EM. Það snýst allt um Ólympíuleikana í Ríó í ágúst. „Ég hef verið að æfa á fullu frá því á HM í fyrra en það er síðasta skiptið sem ég hef verið fullhvíld fyrir mót. Svo er stefnan sett á að toppa í Ríó,“ sagði Hrafnhildur sem setti Íslandsmet í 50, 100 og 200 metra bringusundi á HM í Kazan í fyrra. Hún sló þau öll á EM í London. Hrafnhildur kveðst ekki hafa áhyggjur af því að hún sé að toppa of snemma. „Nei, alls ekki. Ég hef ekki verið í fullri hvíld og byrja strax aftur að æfa á morgun [í dag],“ sagði Hrafnhildur sem er bjartsýn á framhaldið og er ekkert smeyk um að auknar væntingar í kjölfar árangursins í Ríó trufli hana. „Eftir því sem ég verð eldri hef ég lært að loka betur á þetta. Ég finn fyrir meiri spennu en stressi og pressu,“ sagði Hrafnhildur sem er þakklát fyrir þann stuðning sem hún hefur fengið að heiman undanfarna daga. Varðandi framhaldið segir Hrafnhildur að það einkennist af æfingum. Hún tekur reyndar þátt á móti í Noregi um næstu helgi en það sé meira til gamans. Annars mun Hrafnhildur einbeita sér að æfingum, með það að markmiði að toppa í Ríó í ágúst.Íslenska sundfólkið sem keppti á EM.mynd/sundsamband íslands Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
Síðustu dagar hafa verið draumi líkastir hjá hafnfirsku sundkonunni Hrafnhildi Lúthersdóttur en hún snýr aftur frá London þremur medalíum ríkari. Hrafnhildur vann til silfurverðlauna í 50 metra bringusundi á lokadegi EM í 50 metra laug í London í gær en áður hafði hún unnið til silfurverðlauna í 100 metra bringusundi og bronsverðlauna í 200 metra bringusundi. Hrafnhildur var með annan besta tímann í undanrásunum í 50 metra bringusundinu og þriðja besta tímann í undanúrslitunum þar sem hún synti á nýju Íslandsmeti, 30,83 sekúndum. Í úrslitunum í gær synti Hrafnhildur á 30,91, eða 0,10 sekúndum á eftir sigurvegaranum, hinni sænsku Jennie Johansson. Jenna Laukkanen frá Finnlandi varð þriðja en Norðurlandabúar röðuðu sér í fimm af fyrstu sex sætunum. „Þetta er stórkostlegt, ég gæti ekki verið ánægðari,“ sagði Hrafnhildur þegar Fréttablaðið heyrði í henni hljóðið í gær. Hún segist ekki hafa gert sér vonir um að ná svona góðum árangri í London og leit í raun á EM sem æfingamót. „Ég gerði mér eiginlega ekkert miklar væntingar, ég fór með æfingahugsun inn í mótið. Ég hef verið að æfa á fullu, var ekkert að hvíla fyrir mótið og ætlaði bara að sjá hvar ég væri stödd,“ sagði Hrafnhildur sem fékk svo sannarlega jákvæð svör við þeirri spurningu. Að hennar sögn var markmiðið ekki að toppa á EM. Það snýst allt um Ólympíuleikana í Ríó í ágúst. „Ég hef verið að æfa á fullu frá því á HM í fyrra en það er síðasta skiptið sem ég hef verið fullhvíld fyrir mót. Svo er stefnan sett á að toppa í Ríó,“ sagði Hrafnhildur sem setti Íslandsmet í 50, 100 og 200 metra bringusundi á HM í Kazan í fyrra. Hún sló þau öll á EM í London. Hrafnhildur kveðst ekki hafa áhyggjur af því að hún sé að toppa of snemma. „Nei, alls ekki. Ég hef ekki verið í fullri hvíld og byrja strax aftur að æfa á morgun [í dag],“ sagði Hrafnhildur sem er bjartsýn á framhaldið og er ekkert smeyk um að auknar væntingar í kjölfar árangursins í Ríó trufli hana. „Eftir því sem ég verð eldri hef ég lært að loka betur á þetta. Ég finn fyrir meiri spennu en stressi og pressu,“ sagði Hrafnhildur sem er þakklát fyrir þann stuðning sem hún hefur fengið að heiman undanfarna daga. Varðandi framhaldið segir Hrafnhildur að það einkennist af æfingum. Hún tekur reyndar þátt á móti í Noregi um næstu helgi en það sé meira til gamans. Annars mun Hrafnhildur einbeita sér að æfingum, með það að markmiði að toppa í Ríó í ágúst.Íslenska sundfólkið sem keppti á EM.mynd/sundsamband íslands
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira