Flugumferðarstjórar segja mikið álag og starfsfólk skorta Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. maí 2016 19:30 Tafir urðu á innanlandsflugi í dag vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir mikið álag á flugumferðarstjóra, starfsfólk skorti og hávær krafa sé um að starfsfólk vinni yfirvinnu svo allt gangi upp. Venjulega eru þrír flugumferðarstjóra á vakt í flugturninum á Reykjavíkurflugvelli en í dag var aðeins einn á vakt vegna veikinda. Innanlandsflug um Reykjavíkurflugvöll lá því niðri í morgun til klukkan hálf ellefu. Ekki var hægt að kalla út starfsfólk á vakt þar sem flugumferðarstjóra hafa sett á yfirvinnubann og bann við þjálfun nýrra flugumferðarstjóra til að þrýsta á um lausn í kjaradeilu þeirra og Isavia. Síðan í byrjun febrúar hafa flugumferðarstjórar verið kjarasamningslausir en samningurinn sem þá rann út gilti í fimm ár. „Við fundum í fyrradag og það var lítill árangur sem að náðist af þeim fundi þannig að deilan er svo gott sem í hnút núna,“ segir Sigurjón Jónasson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Sigurjón segir að flugumferðarstjórar hafi dregist aftur úr í launaþróun miðað við aðrar stéttir. Þá hafi álagið aukist mikið með aukinni flugumferð síðustu ár. Nýliðun í faginu hafi verið of lítil og því þurfa flestir að vinna yfirvinnu svo hægt sé að manna allar vaktir. „Það er viðvarandi mannekla og við erum að keyra á lágmarksmannskap og ef það eru einhver forföll þá þarf að takmarka umferð því miður. Þetta er lítil stétt, fámenn stétt, rúmlega 100 manns og ég myndi halda að það vantaði svona sirka 20 flugumferðarstjóra bara helst á morgun,“ segir Sigurjón. „Kröfur flugumferðarstjóra eru mjög langt umfram það sem þessar hækkanir sem hafa almennt verið á almennum vinnumarkaði,“ segir Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Isavia. „Það er auðvitað aukið álag en það er nú svo sem ekkert mikið meira heldur almennt er á Íslandi. Flugumferðarstjórar eru kannski að vinna um 45 stundir á viku en við erum að bæta við mannskap. Við erum að þjálfa flugumferðarstjóra til að bæta inn í mannskapinn,“ segir Guðni. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Flugumferðarstjórar boða hertari aðgerðir „Þetta getur einfaldlega ekki gengið svona áfram," segir formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. 26. apríl 2016 15:33 Röskun á 24 flugferðum um Keflavíkurflugvöll Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra verður þjónusta á Keflavíkurflugvelli takmörkuð við sjúkra- og neyðarflug frá klukkan 21 í kvöld til klukkan 7 í fyrramálið. 28. apríl 2016 16:08 Innanlandsflug um Reykjavíkurflugvöll lá niðri í morgun Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur alvarleg áhrif. 22. maí 2016 12:17 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Tafir urðu á innanlandsflugi í dag vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir mikið álag á flugumferðarstjóra, starfsfólk skorti og hávær krafa sé um að starfsfólk vinni yfirvinnu svo allt gangi upp. Venjulega eru þrír flugumferðarstjóra á vakt í flugturninum á Reykjavíkurflugvelli en í dag var aðeins einn á vakt vegna veikinda. Innanlandsflug um Reykjavíkurflugvöll lá því niðri í morgun til klukkan hálf ellefu. Ekki var hægt að kalla út starfsfólk á vakt þar sem flugumferðarstjóra hafa sett á yfirvinnubann og bann við þjálfun nýrra flugumferðarstjóra til að þrýsta á um lausn í kjaradeilu þeirra og Isavia. Síðan í byrjun febrúar hafa flugumferðarstjórar verið kjarasamningslausir en samningurinn sem þá rann út gilti í fimm ár. „Við fundum í fyrradag og það var lítill árangur sem að náðist af þeim fundi þannig að deilan er svo gott sem í hnút núna,“ segir Sigurjón Jónasson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Sigurjón segir að flugumferðarstjórar hafi dregist aftur úr í launaþróun miðað við aðrar stéttir. Þá hafi álagið aukist mikið með aukinni flugumferð síðustu ár. Nýliðun í faginu hafi verið of lítil og því þurfa flestir að vinna yfirvinnu svo hægt sé að manna allar vaktir. „Það er viðvarandi mannekla og við erum að keyra á lágmarksmannskap og ef það eru einhver forföll þá þarf að takmarka umferð því miður. Þetta er lítil stétt, fámenn stétt, rúmlega 100 manns og ég myndi halda að það vantaði svona sirka 20 flugumferðarstjóra bara helst á morgun,“ segir Sigurjón. „Kröfur flugumferðarstjóra eru mjög langt umfram það sem þessar hækkanir sem hafa almennt verið á almennum vinnumarkaði,“ segir Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Isavia. „Það er auðvitað aukið álag en það er nú svo sem ekkert mikið meira heldur almennt er á Íslandi. Flugumferðarstjórar eru kannski að vinna um 45 stundir á viku en við erum að bæta við mannskap. Við erum að þjálfa flugumferðarstjóra til að bæta inn í mannskapinn,“ segir Guðni.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Flugumferðarstjórar boða hertari aðgerðir „Þetta getur einfaldlega ekki gengið svona áfram," segir formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. 26. apríl 2016 15:33 Röskun á 24 flugferðum um Keflavíkurflugvöll Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra verður þjónusta á Keflavíkurflugvelli takmörkuð við sjúkra- og neyðarflug frá klukkan 21 í kvöld til klukkan 7 í fyrramálið. 28. apríl 2016 16:08 Innanlandsflug um Reykjavíkurflugvöll lá niðri í morgun Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur alvarleg áhrif. 22. maí 2016 12:17 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Flugumferðarstjórar boða hertari aðgerðir „Þetta getur einfaldlega ekki gengið svona áfram," segir formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. 26. apríl 2016 15:33
Röskun á 24 flugferðum um Keflavíkurflugvöll Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra verður þjónusta á Keflavíkurflugvelli takmörkuð við sjúkra- og neyðarflug frá klukkan 21 í kvöld til klukkan 7 í fyrramálið. 28. apríl 2016 16:08
Innanlandsflug um Reykjavíkurflugvöll lá niðri í morgun Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur alvarleg áhrif. 22. maí 2016 12:17