Hrafnhildur: Ég man lítið eftir sundinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. maí 2016 19:18 Hrafnhildur, lengst til hægri, ásamt öðrum verðlaunahöfum í 200 m bringusndi. Rikke Möller Pedersen frá Danmörku vann gull og Vall Montero, lengst til vinstri, frá Spáni vann silfur. Vísir/EPA „Ég gæti bara ekki verið ánægðari,“ sagði Hrafnhildur Ósk Lúthersdóttir, himinlifandi með bronsverðlaunin sem hún vann í 200 m bringusundi á EM í London í dag. Hrafnhildur varð fyrr í vikunni fyrsta ófatlaði íslenski sundmaðurinn til að vinna til verðlauna á Evrópumeistaramóti í 50 m laug frá upphafi. Hún vann silfur í 100 m bringusundi og fylgdi því eftir með bronsi í 200 m bringusundi. Sjá einnig: Hrafnhildur vann aftur til verðlauna á EM Hrafnhildur synti á 2:22,96 mínútum og bætti Íslandsmet sitt í greininni um tíu hundraðshluta úr sekúndu. En hún komst í fyrsta sinn undir 2:23,00 mínútur sem hún hafði stefnt lengi að.Synti bara eins hratt og ég gat „Eftir að ég komst svo nálægt 23 sekúndunum í fyrra hefur það verið markmið mitt að komast undir þær. Þegar það tekst þá er maður kominn í hóp með þeim bestu í heimi,“ segir Hrafnhildur sem segist lítið muna eftir sundinu í dag. „Yfirleitt man maður ekki eftir bestu sundunum manns og ég man lítið eftir þessu. Ég synti bara og reyndi að fara eins hratt og ég gat,“ segir Hafnfirðingurinn. Sjá einnig: Silfur hjá Hrafnhildi á EM „En Klaus [Jürgen Ohk], þjálfarinn minn, var ánægður. Sagði að ég hefði „splittað“ vel og haldið jöfnum hraða allt sundið. Að þetta hafi í raun verið fullkomið fyrir þennan tíma.“Hrafnhildur kampakát með silfurverðlaunin á miðvikudag.Mynd/Högni Björn ÓmarssonEr að nálgast þær bestu Hún segist ný skynja hversu nálægt hún er þeim allra bestu í heiminum í greininni. „Heimsmetið er í nítján sekúndum og þær eru ekki margar sem ná því í dag. Þær bestu eru yfirleitt á bilinu 20-21 sekúndum, kannski 22, og þá sér maður að maður er að nálgast þetta.“ Og eins og hún hefur áður sagt þá er Hrafnhildur ekki fullhvíld fyrir mótið og veit því vel að hún á heilmikið inni. Stefnan er auðvitað að toppa á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst. „Nú fer ég aftur til Florida og æfi á fullu síðustu tvo mánuðina fyrir Ríó. Klára öll smáatriði og einbeiti mér að því að fá eins mikið úr þessu og ég get.“ „Það var líka frábært að fá þetta mót til að sjá hvar ég stend. Og það gekk allt upp. Ég er ánægð með árangurinn og nú er bara að sjá hvernig framhaldið verður.“ Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira
„Ég gæti bara ekki verið ánægðari,“ sagði Hrafnhildur Ósk Lúthersdóttir, himinlifandi með bronsverðlaunin sem hún vann í 200 m bringusundi á EM í London í dag. Hrafnhildur varð fyrr í vikunni fyrsta ófatlaði íslenski sundmaðurinn til að vinna til verðlauna á Evrópumeistaramóti í 50 m laug frá upphafi. Hún vann silfur í 100 m bringusundi og fylgdi því eftir með bronsi í 200 m bringusundi. Sjá einnig: Hrafnhildur vann aftur til verðlauna á EM Hrafnhildur synti á 2:22,96 mínútum og bætti Íslandsmet sitt í greininni um tíu hundraðshluta úr sekúndu. En hún komst í fyrsta sinn undir 2:23,00 mínútur sem hún hafði stefnt lengi að.Synti bara eins hratt og ég gat „Eftir að ég komst svo nálægt 23 sekúndunum í fyrra hefur það verið markmið mitt að komast undir þær. Þegar það tekst þá er maður kominn í hóp með þeim bestu í heimi,“ segir Hrafnhildur sem segist lítið muna eftir sundinu í dag. „Yfirleitt man maður ekki eftir bestu sundunum manns og ég man lítið eftir þessu. Ég synti bara og reyndi að fara eins hratt og ég gat,“ segir Hafnfirðingurinn. Sjá einnig: Silfur hjá Hrafnhildi á EM „En Klaus [Jürgen Ohk], þjálfarinn minn, var ánægður. Sagði að ég hefði „splittað“ vel og haldið jöfnum hraða allt sundið. Að þetta hafi í raun verið fullkomið fyrir þennan tíma.“Hrafnhildur kampakát með silfurverðlaunin á miðvikudag.Mynd/Högni Björn ÓmarssonEr að nálgast þær bestu Hún segist ný skynja hversu nálægt hún er þeim allra bestu í heiminum í greininni. „Heimsmetið er í nítján sekúndum og þær eru ekki margar sem ná því í dag. Þær bestu eru yfirleitt á bilinu 20-21 sekúndum, kannski 22, og þá sér maður að maður er að nálgast þetta.“ Og eins og hún hefur áður sagt þá er Hrafnhildur ekki fullhvíld fyrir mótið og veit því vel að hún á heilmikið inni. Stefnan er auðvitað að toppa á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst. „Nú fer ég aftur til Florida og æfi á fullu síðustu tvo mánuðina fyrir Ríó. Klára öll smáatriði og einbeiti mér að því að fá eins mikið úr þessu og ég get.“ „Það var líka frábært að fá þetta mót til að sjá hvar ég stend. Og það gekk allt upp. Ég er ánægð með árangurinn og nú er bara að sjá hvernig framhaldið verður.“
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira