Rosalega mikill munur á því hvar LeBron og Steph eru að skora Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2016 22:45 Steph Curry og LeBron James. Vísir/Getty Steph Curry hjá Golden State Warriors og LeBron James hjá Cleveland Cavaliers eru tveir bestu leikmenn NBA-deildarinnar og báðir á fullu þessa dagana með sínum liðum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Það er aftur á móti erfitt að finna ólíkari leikmenn en þessa tvo. Annar skorar helst langt fyrir utan þriggja stiga línuna en hinn vill komast að körfunni og nýta sér líkamlega yfirburði sína. Þessi gríðarlegi munur á þeim félögum sést vel þegar tölfræðingarnir á ESPN skoðuðu hvar þeir hafa skorað körfurnar sínar í fyrstu tveimur leikjunum í úrslitum deildanna í úrslitakeppni NBA. Þeir hafa skorað jafnmargar körfur í fyrstu tveimur leikjunum, Steph Curry hefur skorað 18 körfur í úrslitum Vesturdeildarinnar en 18 körfur í úrslitum Austurdeildarinnar. Steph Curry hefur skorað þessar 18 körfur af samanlagt 105 metra færi (346 fet) sem þýðir að hann er að taka skotin sem fara ofan í körfuna að meðaltali af 5,9 metra færi (19,2 fet). LeBron James hefur aftur á móti skorað sínar 18 körfur af samanlagt 9 metra færi (29 fet) sem þýðir að hans körfur eru að koma að meðaltali af um 0,5 metra færi (1,6 fet). Þetta sést vel í samanburði ESPN Stats & Info hér fyrir neðan en þar eru tölurnar reyndar í fetum. LeBron James er með 23,5 stig, 8,5 fráköst og 7,5 stoðsendingar að meðaltali í einvíginu á móti Toronto Raptors en Cleveland-liðið er komið 2-0 yfir. LeBron James var með þrennu í sigri í nótt (23 stig, 11 fráköst, 11 stoðsendingar). Næstu tveir leikir fara fram á heimavelli Toronto í Kanada. Stephen Curry er með 27,0 stig, 6,0 fráköst og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í einvíginu á móti Oklahoma City Thunder en þar er staðan jöfn. Golden State Warriors náði að jafna metin í síðasta leik en næstu tveir leikir fara fram á heimavelli Oklahoma City.LeBron James and Steph Curry are doing their scoring in VERY different ways in their respective Conference Finals pic.twitter.com/DYDBAMnkjH— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) May 20, 2016 NBA Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti Fleiri fréttir Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Sjá meira
Steph Curry hjá Golden State Warriors og LeBron James hjá Cleveland Cavaliers eru tveir bestu leikmenn NBA-deildarinnar og báðir á fullu þessa dagana með sínum liðum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Það er aftur á móti erfitt að finna ólíkari leikmenn en þessa tvo. Annar skorar helst langt fyrir utan þriggja stiga línuna en hinn vill komast að körfunni og nýta sér líkamlega yfirburði sína. Þessi gríðarlegi munur á þeim félögum sést vel þegar tölfræðingarnir á ESPN skoðuðu hvar þeir hafa skorað körfurnar sínar í fyrstu tveimur leikjunum í úrslitum deildanna í úrslitakeppni NBA. Þeir hafa skorað jafnmargar körfur í fyrstu tveimur leikjunum, Steph Curry hefur skorað 18 körfur í úrslitum Vesturdeildarinnar en 18 körfur í úrslitum Austurdeildarinnar. Steph Curry hefur skorað þessar 18 körfur af samanlagt 105 metra færi (346 fet) sem þýðir að hann er að taka skotin sem fara ofan í körfuna að meðaltali af 5,9 metra færi (19,2 fet). LeBron James hefur aftur á móti skorað sínar 18 körfur af samanlagt 9 metra færi (29 fet) sem þýðir að hans körfur eru að koma að meðaltali af um 0,5 metra færi (1,6 fet). Þetta sést vel í samanburði ESPN Stats & Info hér fyrir neðan en þar eru tölurnar reyndar í fetum. LeBron James er með 23,5 stig, 8,5 fráköst og 7,5 stoðsendingar að meðaltali í einvíginu á móti Toronto Raptors en Cleveland-liðið er komið 2-0 yfir. LeBron James var með þrennu í sigri í nótt (23 stig, 11 fráköst, 11 stoðsendingar). Næstu tveir leikir fara fram á heimavelli Toronto í Kanada. Stephen Curry er með 27,0 stig, 6,0 fráköst og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í einvíginu á móti Oklahoma City Thunder en þar er staðan jöfn. Golden State Warriors náði að jafna metin í síðasta leik en næstu tveir leikir fara fram á heimavelli Oklahoma City.LeBron James and Steph Curry are doing their scoring in VERY different ways in their respective Conference Finals pic.twitter.com/DYDBAMnkjH— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) May 20, 2016
NBA Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti Fleiri fréttir Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Sjá meira