LeBron náði Shaq í nótt en það er ennþá svolítið í Kobe Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2016 14:30 LeBron James komst í nótt upp um eitt sæti á listanum yfir stigahæstu leikmennina í sögu úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. LeBron James var með þrennu í sigri Cleveland Cavaliers á Toronto Raptors, skoraði 23 stig, tók 11 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Cleveland-liðið hefur nú unnið fyrstu tíu leiki sína í úrslitakeppninni í ár og er 2-0 yfir á móti Toronto í baráttu um sæti í lokaúrslitunum. Cleveland vantar bara tvo sigra til að komast í úrslitin en það yrði þá í sjöunda skiptið sem LeBron James kæmist í úrslitaeinvígið um NBA-meistaratitilinn. LeBron James komst upp fyrir Shaquille O'Neal þegar hann skoraði körfu eftir stoðsendingu frá Kevin Love í þriðja leikhlutanum í sigrinum á Toronto í nótt en þá var hann búinn að skora 5251 stig í úrslitakeppni. Shaquille O'Neal skoraði á sínum tíma 5250 stig. LeBron Jame hefur nú skorað 5255 stig í úrslitakeppni sem skilar honum í fjórða sætið á listanum. Þeir þrír sem eru nú fyrir ofan hann eru Michael Jordan (5987 stig), Kareem Abdul-Jabbar (5762 stig) og Kobe Bryant (5640 stig). Svo skemmtilega vildi til að Kareem Abdul-Jabbar var meðal áhorfenda á leiknum í nótt en Abdul-Jabbar átti stigametið í úrslitakeppni áður en Jordan tók það af honum. LeBron James hefur alls spilað 187 leiki í úrslitakeppni og er því með 28,0 stig að meðaltali í þeim. Hann er einnig með 8,8 fráköst og 6,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá þegar LeBron James komst upp fyrir Shaquille O'Neal en í enda þess er líklega skemmtileg tafla með stigahæstu leikmönnum sögunnar í úrslitakeppni NBA.LeBron James has passed Shaq for 4th on the NBA all-time postseason scoring list. pic.twitter.com/XrCCAZc1Gy— NBA on ESPN (@ESPNNBA) May 20, 2016 NBA Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti Fleiri fréttir Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Sjá meira
LeBron James komst í nótt upp um eitt sæti á listanum yfir stigahæstu leikmennina í sögu úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. LeBron James var með þrennu í sigri Cleveland Cavaliers á Toronto Raptors, skoraði 23 stig, tók 11 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Cleveland-liðið hefur nú unnið fyrstu tíu leiki sína í úrslitakeppninni í ár og er 2-0 yfir á móti Toronto í baráttu um sæti í lokaúrslitunum. Cleveland vantar bara tvo sigra til að komast í úrslitin en það yrði þá í sjöunda skiptið sem LeBron James kæmist í úrslitaeinvígið um NBA-meistaratitilinn. LeBron James komst upp fyrir Shaquille O'Neal þegar hann skoraði körfu eftir stoðsendingu frá Kevin Love í þriðja leikhlutanum í sigrinum á Toronto í nótt en þá var hann búinn að skora 5251 stig í úrslitakeppni. Shaquille O'Neal skoraði á sínum tíma 5250 stig. LeBron Jame hefur nú skorað 5255 stig í úrslitakeppni sem skilar honum í fjórða sætið á listanum. Þeir þrír sem eru nú fyrir ofan hann eru Michael Jordan (5987 stig), Kareem Abdul-Jabbar (5762 stig) og Kobe Bryant (5640 stig). Svo skemmtilega vildi til að Kareem Abdul-Jabbar var meðal áhorfenda á leiknum í nótt en Abdul-Jabbar átti stigametið í úrslitakeppni áður en Jordan tók það af honum. LeBron James hefur alls spilað 187 leiki í úrslitakeppni og er því með 28,0 stig að meðaltali í þeim. Hann er einnig með 8,8 fráköst og 6,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá þegar LeBron James komst upp fyrir Shaquille O'Neal en í enda þess er líklega skemmtileg tafla með stigahæstu leikmönnum sögunnar í úrslitakeppni NBA.LeBron James has passed Shaq for 4th on the NBA all-time postseason scoring list. pic.twitter.com/XrCCAZc1Gy— NBA on ESPN (@ESPNNBA) May 20, 2016
NBA Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti Fleiri fréttir Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Sjá meira