Lífið

Ghetto Betur: Gunnar Bragi eyddi sönnunar­gögnunum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ein gömul og góð saga frá Gunna Sveins.
Ein gömul og góð saga frá Gunna Sveins. vísir
Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., fór af stað með nýjan þátt á Stöð 2 síðastliðið föstudagskvöld og ber þátturinn nafnið Ghetto Betur.

Um er að ræða spurningaþátt þar sem fulltrúar mismunandi bæjarfélaga keppa fyrir hönd þeirra. Hlín Einarsdóttir er dómari í þáttunum og sjálfur Kalli Bjarni stigavörður. Steindi er síðan spyrill.

Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skellti sér á rúntinn með Steinda og sagði honum skemmtilegar sögu frá Sauðárkrók.

Þar sagði Gunnar frá því þegar hann braust inni í sundlaugina á Króknum eftir eitt djammið og braut stól heima hjá sér í eftireftirpartýi og brenndi hann til að losa sig við sönnunargögnin.


Tengdar fréttir

Hlín og Kalli Bjarni í ghetto fíling

Þátturinn Ghetto betur hefur göngu sína á Stöð 2 í maí. Þáttaröðin er nýjasta afsprengi grínistans Steinþórs Hróars Steinþórssonar, eða Steinda Jr. eins og hann er oftast kallaður. Fréttablaðið sló á þráðinn til Steinda og fékk á hreint um hvað herlegheitin snúast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×