Barkaígræðsla sögð siðferðislegt stórslys Sveinn Arnarsson skrifar 31. maí 2016 07:00 Tómas Þór Guðbjartsson læknir og Andamarian Beyene sumarið 2012. Barkaígræðslan er meðal annars rannsökuð af sænsku lögreglunni. vísir/vilhelm Siðfræðistofnun Háskóla Íslands segir engan vafa leika á að plastbarkamálið svokallaða, þar sem Íslendingar voru bæði leikendur og gerendur, sé eitt alvarlegasta siðferðisslys í heilbrigðisþjónustu á Norðurlöndum. Telur stofnunin mikilvægt að rannsóknarnefnd verði sett á laggirnar til þess að rannsaka hlut Íslands í málinu. „Það er okkar mat, eftir að hafa farið yfir málið og kynnt okkur það sem komið hefur fram, að æskilegt sé að koma upp rannsóknarnefnd hér á landi,“ segir Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands.Salvör Nordal„Rannsóknir Svía nægja ekki til að varpa ljósi á íslenska hluta málsins. Slíka rannsókn verðum við að gera sjálf. Því skiptir miklu máli að við rannsökum hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis og hvað af málinu megi læra. Svíar taka málið föstum tökum og við ættum að gera slíkt hið sama.“ Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði heilbrigðisráðherra að því í fyrirspurn á þingi í gær hvort honum hugnaðist að rannsaka hlut Íslands varðandi barkaígræðslu Paolos Macchiarini, læknis við Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi, á Andamarian Beyene sem lést stuttu eftir ígræðsluna.Kristján Þór JúlíussonKristján Þór Júlíusson taldi eðlilegt og æskilegt að Alþingi tæki til skoðunar að skipa sérstaka rannsóknarnefnd til þess að skoða þátt íslenskra sérfræðinga í málinu. Fram hefur komið að barkinn hafi aldrei verið lífvænlegur og það hafi dregið sjúklinginn til dauða. Til þess að rannsóknarnefnd verði að veruleika þarf Alþingi að samþykkja þingsályktun þess efnis. Tómas Guðbjartsson, sem tók þátt í rannsókninni á sínum tíma, vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið þegar eftir því var leitað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. maí Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Plastbarkamálið Tengdar fréttir Ítalski skurðlæknirinn lifði tvöföldu lífi Saga Paolo Macchiarini er svo ótrúleg að hún hljómar eins og handrit að kvikmynd. 15. febrúar 2016 20:55 Ráðherra telur rétt að Alþingi skoði að skipa sérstaka rannsóknarnefnd um barkaígræðslumál Íslenskir læknar höfðu milligöngu um að Erítreumaðurinn Andemariam Beyene undirgekkst barkaígræðslu í Svíþjóð. 30. maí 2016 15:22 Barkaskurðlæknirinn rekinn frá Karólínska Paolo Macchiarini hefur talsvert verið til umfjöllunar vegna plastbarkaígræðslna sinna. 23. mars 2016 13:07 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Siðfræðistofnun Háskóla Íslands segir engan vafa leika á að plastbarkamálið svokallaða, þar sem Íslendingar voru bæði leikendur og gerendur, sé eitt alvarlegasta siðferðisslys í heilbrigðisþjónustu á Norðurlöndum. Telur stofnunin mikilvægt að rannsóknarnefnd verði sett á laggirnar til þess að rannsaka hlut Íslands í málinu. „Það er okkar mat, eftir að hafa farið yfir málið og kynnt okkur það sem komið hefur fram, að æskilegt sé að koma upp rannsóknarnefnd hér á landi,“ segir Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands.Salvör Nordal„Rannsóknir Svía nægja ekki til að varpa ljósi á íslenska hluta málsins. Slíka rannsókn verðum við að gera sjálf. Því skiptir miklu máli að við rannsökum hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis og hvað af málinu megi læra. Svíar taka málið föstum tökum og við ættum að gera slíkt hið sama.“ Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði heilbrigðisráðherra að því í fyrirspurn á þingi í gær hvort honum hugnaðist að rannsaka hlut Íslands varðandi barkaígræðslu Paolos Macchiarini, læknis við Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi, á Andamarian Beyene sem lést stuttu eftir ígræðsluna.Kristján Þór JúlíussonKristján Þór Júlíusson taldi eðlilegt og æskilegt að Alþingi tæki til skoðunar að skipa sérstaka rannsóknarnefnd til þess að skoða þátt íslenskra sérfræðinga í málinu. Fram hefur komið að barkinn hafi aldrei verið lífvænlegur og það hafi dregið sjúklinginn til dauða. Til þess að rannsóknarnefnd verði að veruleika þarf Alþingi að samþykkja þingsályktun þess efnis. Tómas Guðbjartsson, sem tók þátt í rannsókninni á sínum tíma, vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið þegar eftir því var leitað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. maí
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Plastbarkamálið Tengdar fréttir Ítalski skurðlæknirinn lifði tvöföldu lífi Saga Paolo Macchiarini er svo ótrúleg að hún hljómar eins og handrit að kvikmynd. 15. febrúar 2016 20:55 Ráðherra telur rétt að Alþingi skoði að skipa sérstaka rannsóknarnefnd um barkaígræðslumál Íslenskir læknar höfðu milligöngu um að Erítreumaðurinn Andemariam Beyene undirgekkst barkaígræðslu í Svíþjóð. 30. maí 2016 15:22 Barkaskurðlæknirinn rekinn frá Karólínska Paolo Macchiarini hefur talsvert verið til umfjöllunar vegna plastbarkaígræðslna sinna. 23. mars 2016 13:07 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Ítalski skurðlæknirinn lifði tvöföldu lífi Saga Paolo Macchiarini er svo ótrúleg að hún hljómar eins og handrit að kvikmynd. 15. febrúar 2016 20:55
Ráðherra telur rétt að Alþingi skoði að skipa sérstaka rannsóknarnefnd um barkaígræðslumál Íslenskir læknar höfðu milligöngu um að Erítreumaðurinn Andemariam Beyene undirgekkst barkaígræðslu í Svíþjóð. 30. maí 2016 15:22
Barkaskurðlæknirinn rekinn frá Karólínska Paolo Macchiarini hefur talsvert verið til umfjöllunar vegna plastbarkaígræðslna sinna. 23. mars 2016 13:07