Fyrir stundu voru björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Vesturlandi kallaðar út vegna hjartveiks manns við fossinn Glym.
Sá kenndi sér meins á göngu við fossinn og var haft samband við Neyðarlínu. Aðstæður voru erfiðar, það er að um langan burð er að ræða. Þyrla Landhelgisgæslu var því kölluð út og var maðurinn tekinn um borð í hana.
Er hann á leið á Landsspítala til aðhlynningar.

