Gísli Pálmi opnaði sig á Stöð 2 í gær: „Kominn langt út af brautinni og var á kolvitlausum stað“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. maí 2016 11:00 Gísli Pálmi talaði opinskátt um neyslu sína og lífstíl í gær. vísir Gísli Pálmi, einn allra heitasti rapparinn á Íslandi í dag, var meðal gesta í lokaþætti Rapp í Reykjavík sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. Gísli sagði nokkrar merkilegar sögur í þættinum og hafa þær vakið mikla athygli. „Ég tala bara um mitt líf og mína reynslu,“ segir Gísli í samtali við Dóra DNA um textann við lög Gísla. „Það er kannski ástæðan fyrir því að fólk tengir við mig, fólk finnur að ég er ekkert að tala um hluti sem ég veit ekki neitt um.“ Gísli segist ekki rappa mikið um stelpur og ástina. „Það er bara ekki ég, ég er ekkert í því og er ekki beint rómantíska týpan,“ segir Gísli sem komst í fjölmiðla um allan heim á síðasta ári þegar hann lenti í útistöðum við Bam Margera á tónlistarhátíðinni Secret Solstice.Gísli og Bam Margera eru ekki vinir í dag.„Það horfðu fimm milljón manns á þetta videó á einni viku. Ég vil ekki vera með neitt ofbeldi, ég er ekki ofbeldismaður.“ Gísli sagði frá því þegar lögreglumaður hjá fíkniefnadeildinni bað hann um að koma afsíðis á Secret Solstice í fyrra. „Ég sagði bara nei nei, hvað er eiginlega málið? Þeir taka mig til hliðar og ég spyr af hverju þeir séu að taka mig algjörlega af handahófi svona til hliðar. Þeir spurðu mig þá til baka af hverju ég héldi að þeir væru að taka mig svona afsíðis,“ segir Gísli og bætir við að hann hafi þá spurt þá til baka hvort ástæðan væri að hann væri með húðflúr á hausnum. „Þeir sögðu, já það gæti verið það og það gæti líka verið að þú rappar um fíkniefnaneyslu í öllum lögunum þínum. Þeir hafa ekkert á mig og það hefur ekkert vafasamt komið upp í kringum mig í mörg ár.“ Gísli segir einnig frá því þegar hann var tekinn og settur inn í lögreglubíl.Gísli Pálmi.„Þá voru þeir að syngja lagið mitt inni í bílnum, bara til að fokka í mér. Ég get tekið fram að þessir gaurar voru ógeðslega fyndnir og ógeðslega góðir við mig. Þeir reyndar böstuðu mig alveg harkalega fyrir eitthvað drasl en þeir voru ógeðslega góðir,“ segir Gísli og bætir við að hann hafi byrjað að leita í óhefðbundinn lífstíl þegar hann var ellefu ára. „Maður er löngu kominn á þann stað að vera fíkill. Maður er búinn að brjótast inn út um allt og maður var að fjármagna neysluna sína með allskonar hætti. Með innbrotsþýfi og stolnu dóti. Maður lærði þetta af eldri gaurum og svona endist maður í þessu. Þegar ég var 15-16 ára gamall var ég kominn langt út af brautinni og var á kolvitlausum stað.“ Rapparinn segir að maður þurfi að lenda í sársauka til að geta tjáð sig um svona hluti. „Til að geta sagt frá svona sársauka, þá þarf maður að upplifa hann. Ég er ógeðslega þakklátur fyrir það að geta sagt frá þessu, ég þarf stundum að koma þessu frá mér. Ef ég væri ekki að þessu þá væri ég vonandi að vinna í félagsmiðstöð og á meðferðarheimilum til að gera eitthvað gott úr þessu og vinna eitthvað með þessa reynslu sem maður hefur.“ Umræðan á Twitter undir kassamerkinu #rappírvk #rappírvk Tweets Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira
Gísli Pálmi, einn allra heitasti rapparinn á Íslandi í dag, var meðal gesta í lokaþætti Rapp í Reykjavík sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. Gísli sagði nokkrar merkilegar sögur í þættinum og hafa þær vakið mikla athygli. „Ég tala bara um mitt líf og mína reynslu,“ segir Gísli í samtali við Dóra DNA um textann við lög Gísla. „Það er kannski ástæðan fyrir því að fólk tengir við mig, fólk finnur að ég er ekkert að tala um hluti sem ég veit ekki neitt um.“ Gísli segist ekki rappa mikið um stelpur og ástina. „Það er bara ekki ég, ég er ekkert í því og er ekki beint rómantíska týpan,“ segir Gísli sem komst í fjölmiðla um allan heim á síðasta ári þegar hann lenti í útistöðum við Bam Margera á tónlistarhátíðinni Secret Solstice.Gísli og Bam Margera eru ekki vinir í dag.„Það horfðu fimm milljón manns á þetta videó á einni viku. Ég vil ekki vera með neitt ofbeldi, ég er ekki ofbeldismaður.“ Gísli sagði frá því þegar lögreglumaður hjá fíkniefnadeildinni bað hann um að koma afsíðis á Secret Solstice í fyrra. „Ég sagði bara nei nei, hvað er eiginlega málið? Þeir taka mig til hliðar og ég spyr af hverju þeir séu að taka mig algjörlega af handahófi svona til hliðar. Þeir spurðu mig þá til baka af hverju ég héldi að þeir væru að taka mig svona afsíðis,“ segir Gísli og bætir við að hann hafi þá spurt þá til baka hvort ástæðan væri að hann væri með húðflúr á hausnum. „Þeir sögðu, já það gæti verið það og það gæti líka verið að þú rappar um fíkniefnaneyslu í öllum lögunum þínum. Þeir hafa ekkert á mig og það hefur ekkert vafasamt komið upp í kringum mig í mörg ár.“ Gísli segir einnig frá því þegar hann var tekinn og settur inn í lögreglubíl.Gísli Pálmi.„Þá voru þeir að syngja lagið mitt inni í bílnum, bara til að fokka í mér. Ég get tekið fram að þessir gaurar voru ógeðslega fyndnir og ógeðslega góðir við mig. Þeir reyndar böstuðu mig alveg harkalega fyrir eitthvað drasl en þeir voru ógeðslega góðir,“ segir Gísli og bætir við að hann hafi byrjað að leita í óhefðbundinn lífstíl þegar hann var ellefu ára. „Maður er löngu kominn á þann stað að vera fíkill. Maður er búinn að brjótast inn út um allt og maður var að fjármagna neysluna sína með allskonar hætti. Með innbrotsþýfi og stolnu dóti. Maður lærði þetta af eldri gaurum og svona endist maður í þessu. Þegar ég var 15-16 ára gamall var ég kominn langt út af brautinni og var á kolvitlausum stað.“ Rapparinn segir að maður þurfi að lenda í sársauka til að geta tjáð sig um svona hluti. „Til að geta sagt frá svona sársauka, þá þarf maður að upplifa hann. Ég er ógeðslega þakklátur fyrir það að geta sagt frá þessu, ég þarf stundum að koma þessu frá mér. Ef ég væri ekki að þessu þá væri ég vonandi að vinna í félagsmiðstöð og á meðferðarheimilum til að gera eitthvað gott úr þessu og vinna eitthvað með þessa reynslu sem maður hefur.“ Umræðan á Twitter undir kassamerkinu #rappírvk #rappírvk Tweets
Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira