Ummæli þýsks stjórnmálamanns um Boateng vekja reiði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. maí 2016 12:30 vísir/getty Ummæli þýska stjórnmálamannsins Alexanders Gauland um landsliðsmanninn Jérome Boateng hafa vakið hörð viðbrögð. Gauland er varaformaður stjórnmálaflokksins AfD (Alternative für Deutschland) sem er með harða stefnu í málum innflytjenda. Hann lét hafa eftir sér að þótt fólk væri hrifið af Boateng sem fótboltamanni myndi það ekki vilja búa við hliðina á fólki eins og honum. Boateng, sem á þýska móður og ganverskan föður, vildi lítið tjá sig um þessi ummæli Gauland. „Í hreinskilni sagt hef ég ekkert um þetta að segja. Eina sem ég get gert er að hlæja að þessu,“ sagði Boateng sem hefur leikið 58 landsleiki fyrir Þýskaland. „Það hryggir mig að þetta skuli enn gerast,“ bætti varnarmaðurinn öflugi við. Gauland reyndi að klóra í bakkann og sendi frá sér tilkynningu þar sem hann þvertók fyrir að hafa ætlað að móðga Boateng og sagði orð hans hafa verið tekin úr samhengi. Frauke Petry, formaður AfD, baðst svo afsökunar á ummælum Gauland á Twitter í gær. Ýmsir hafa komið Boateng til varnar á Twitter, þ.á.m. Julia Klöckner hjá Kristilegum demókrötum sem sagðist frekar vilja hafa Boateng sem nágranna en Gauland.Lieber Boateng als Gauland als Nachbarn. Typisches Muster AfD: beleidigen, provozieren - später dann relativieren. https://t.co/vDhbCqSz6L — Julia Klöckner (@JuliaKloeckner) May 29, 2016Benedikt Höwedes, félagi Boatengs í vörn þýska landsliðsins, tók í sama streng þegar hann tísti: „Ef þú vilt vinna titla með Þýskalandi þarftu nágranna eins og hann.“Wenn du für Deutschland Titel gewinnen willst, brauchst du Nachbarn wie ihn. #Abwehr #pic.twitter.com/hXzsI5aCq2 — Benedikt Höwedes (@BeneHoewedes) May 29, 2016 EM 2016 í Frakklandi Þýski boltinn Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Ummæli þýska stjórnmálamannsins Alexanders Gauland um landsliðsmanninn Jérome Boateng hafa vakið hörð viðbrögð. Gauland er varaformaður stjórnmálaflokksins AfD (Alternative für Deutschland) sem er með harða stefnu í málum innflytjenda. Hann lét hafa eftir sér að þótt fólk væri hrifið af Boateng sem fótboltamanni myndi það ekki vilja búa við hliðina á fólki eins og honum. Boateng, sem á þýska móður og ganverskan föður, vildi lítið tjá sig um þessi ummæli Gauland. „Í hreinskilni sagt hef ég ekkert um þetta að segja. Eina sem ég get gert er að hlæja að þessu,“ sagði Boateng sem hefur leikið 58 landsleiki fyrir Þýskaland. „Það hryggir mig að þetta skuli enn gerast,“ bætti varnarmaðurinn öflugi við. Gauland reyndi að klóra í bakkann og sendi frá sér tilkynningu þar sem hann þvertók fyrir að hafa ætlað að móðga Boateng og sagði orð hans hafa verið tekin úr samhengi. Frauke Petry, formaður AfD, baðst svo afsökunar á ummælum Gauland á Twitter í gær. Ýmsir hafa komið Boateng til varnar á Twitter, þ.á.m. Julia Klöckner hjá Kristilegum demókrötum sem sagðist frekar vilja hafa Boateng sem nágranna en Gauland.Lieber Boateng als Gauland als Nachbarn. Typisches Muster AfD: beleidigen, provozieren - später dann relativieren. https://t.co/vDhbCqSz6L — Julia Klöckner (@JuliaKloeckner) May 29, 2016Benedikt Höwedes, félagi Boatengs í vörn þýska landsliðsins, tók í sama streng þegar hann tísti: „Ef þú vilt vinna titla með Þýskalandi þarftu nágranna eins og hann.“Wenn du für Deutschland Titel gewinnen willst, brauchst du Nachbarn wie ihn. #Abwehr #pic.twitter.com/hXzsI5aCq2 — Benedikt Höwedes (@BeneHoewedes) May 29, 2016
EM 2016 í Frakklandi Þýski boltinn Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira