Ólympíufarinn Irina Sazonova: Var svo hrifin af Íslandi að ég vildi ekki fara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2016 12:30 Irina Sazonova. Vísir/Ernir Irina Sazonova verður í ágúst fyrsta íslenska konan sem keppir í fimleikum á Ólympíuleikum en hún tryggði sér á dögunum farseðilinn til Ríó. Irina Sazonova var í tekin í viðtal fyrir erlenda fimleikblaðið International Gymnast Magazine í tilefni af tímamótunum. „Ég trúi því varla ennþá að ég sé að fara að keppa á Ólympíuleikunum og á móti bestu fimleikakonum heimsins. Þetta hefur verið draumur minn síðan í æsku," sagði Irina Sazonova. Irina Sazonova var spurð út í gengi hennar á nýloknu Evrópumóti í Bern. „Bern var eitt prófið í viðbót fyrir mig. Ég er sátt við frammistöðuna en það er mikið verk eftir ennþá til að koma mér þangað sem ég vil vera á leikunum," sagði Irina sem er á leiðinni í æfingabúðir í Stuttgart. „Ég mun fara seinna í þessum mánuði til Stuttgart þar sem ég mun geta einbeitt mér að æfingunum og gera æfingarnar mínar erfiðari. Það verður á sinn átt lokaæfingin mín fyrir Ólympíuleikana," sagði Irina en hvernig stendur á því að hún er kominn til Íslands „Ég hóf ferillinn minn í Vologda en fór fimmtán ára til Sankti Pétursborgar. Hjónin Svetlana Kolomenskaya og Yury Kolomensky þjálfuðu mig þar en núna þjálfar mig landi minn Vladimir Antonov. Svetlana Kolomenskaya var að þjálfa á Íslandi og tók mig með sér. Ég vildi prófa eitthvað nýtt," sagði Irina.Ólympíufarinn Irina Sazonova.Vísir/Ernir„Svetlana fór fljótlega heim en ég ákvað að vera áfram á Íslandi. Ég var svo hrifin af þessu landi að ég vildi ekki fara. Ísland varð því mitt heimili. Ég keppti fyrst bara fyrir Ármann en ég fékk ríkisborgararétt 13. ágúst 2015 og gat því farið að keppa fyrir Ísland í kjölfarið," sagði Irina. „Ég get ekki borið saman líf mitt í Rússlandi og hvernig ég bý hér á Íslandi. Það er allt öðruvísi. Ég var líka krakki í Rússlandi en er nú orðin fullorðin. Ég er ekki bara að æfa sjálf á Íslandi því ég hef einnig fengið tækifæri til að hefja þjálfaraferil minn," sagði Irina. „Íslenska tungumáli er erfitt en ég tel samt að ég nái fljótlega tökum á því," sagði Irina og hún sér fram á það að halda áfram á fullu í fimleikunum. „Fyrstu Ólympíuleikarnir mínir verða í Ríó en ég vona að þeir verði ekki síðustu leikarnir mínir líka. Ég stefni á það að æfa áfram á fullu og komast líka á leikana í Tókýó 2020," sagði Irina en það er hægt að lesa allt viðtalið við hana hér. Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Sjá meira
Irina Sazonova verður í ágúst fyrsta íslenska konan sem keppir í fimleikum á Ólympíuleikum en hún tryggði sér á dögunum farseðilinn til Ríó. Irina Sazonova var í tekin í viðtal fyrir erlenda fimleikblaðið International Gymnast Magazine í tilefni af tímamótunum. „Ég trúi því varla ennþá að ég sé að fara að keppa á Ólympíuleikunum og á móti bestu fimleikakonum heimsins. Þetta hefur verið draumur minn síðan í æsku," sagði Irina Sazonova. Irina Sazonova var spurð út í gengi hennar á nýloknu Evrópumóti í Bern. „Bern var eitt prófið í viðbót fyrir mig. Ég er sátt við frammistöðuna en það er mikið verk eftir ennþá til að koma mér þangað sem ég vil vera á leikunum," sagði Irina sem er á leiðinni í æfingabúðir í Stuttgart. „Ég mun fara seinna í þessum mánuði til Stuttgart þar sem ég mun geta einbeitt mér að æfingunum og gera æfingarnar mínar erfiðari. Það verður á sinn átt lokaæfingin mín fyrir Ólympíuleikana," sagði Irina en hvernig stendur á því að hún er kominn til Íslands „Ég hóf ferillinn minn í Vologda en fór fimmtán ára til Sankti Pétursborgar. Hjónin Svetlana Kolomenskaya og Yury Kolomensky þjálfuðu mig þar en núna þjálfar mig landi minn Vladimir Antonov. Svetlana Kolomenskaya var að þjálfa á Íslandi og tók mig með sér. Ég vildi prófa eitthvað nýtt," sagði Irina.Ólympíufarinn Irina Sazonova.Vísir/Ernir„Svetlana fór fljótlega heim en ég ákvað að vera áfram á Íslandi. Ég var svo hrifin af þessu landi að ég vildi ekki fara. Ísland varð því mitt heimili. Ég keppti fyrst bara fyrir Ármann en ég fékk ríkisborgararétt 13. ágúst 2015 og gat því farið að keppa fyrir Ísland í kjölfarið," sagði Irina. „Ég get ekki borið saman líf mitt í Rússlandi og hvernig ég bý hér á Íslandi. Það er allt öðruvísi. Ég var líka krakki í Rússlandi en er nú orðin fullorðin. Ég er ekki bara að æfa sjálf á Íslandi því ég hef einnig fengið tækifæri til að hefja þjálfaraferil minn," sagði Irina. „Íslenska tungumáli er erfitt en ég tel samt að ég nái fljótlega tökum á því," sagði Irina og hún sér fram á það að halda áfram á fullu í fimleikunum. „Fyrstu Ólympíuleikarnir mínir verða í Ríó en ég vona að þeir verði ekki síðustu leikarnir mínir líka. Ég stefni á það að æfa áfram á fullu og komast líka á leikana í Tókýó 2020," sagði Irina en það er hægt að lesa allt viðtalið við hana hér.
Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Sjá meira