Ólympíufarinn Irina Sazonova: Var svo hrifin af Íslandi að ég vildi ekki fara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2016 12:30 Irina Sazonova. Vísir/Ernir Irina Sazonova verður í ágúst fyrsta íslenska konan sem keppir í fimleikum á Ólympíuleikum en hún tryggði sér á dögunum farseðilinn til Ríó. Irina Sazonova var í tekin í viðtal fyrir erlenda fimleikblaðið International Gymnast Magazine í tilefni af tímamótunum. „Ég trúi því varla ennþá að ég sé að fara að keppa á Ólympíuleikunum og á móti bestu fimleikakonum heimsins. Þetta hefur verið draumur minn síðan í æsku," sagði Irina Sazonova. Irina Sazonova var spurð út í gengi hennar á nýloknu Evrópumóti í Bern. „Bern var eitt prófið í viðbót fyrir mig. Ég er sátt við frammistöðuna en það er mikið verk eftir ennþá til að koma mér þangað sem ég vil vera á leikunum," sagði Irina sem er á leiðinni í æfingabúðir í Stuttgart. „Ég mun fara seinna í þessum mánuði til Stuttgart þar sem ég mun geta einbeitt mér að æfingunum og gera æfingarnar mínar erfiðari. Það verður á sinn átt lokaæfingin mín fyrir Ólympíuleikana," sagði Irina en hvernig stendur á því að hún er kominn til Íslands „Ég hóf ferillinn minn í Vologda en fór fimmtán ára til Sankti Pétursborgar. Hjónin Svetlana Kolomenskaya og Yury Kolomensky þjálfuðu mig þar en núna þjálfar mig landi minn Vladimir Antonov. Svetlana Kolomenskaya var að þjálfa á Íslandi og tók mig með sér. Ég vildi prófa eitthvað nýtt," sagði Irina.Ólympíufarinn Irina Sazonova.Vísir/Ernir„Svetlana fór fljótlega heim en ég ákvað að vera áfram á Íslandi. Ég var svo hrifin af þessu landi að ég vildi ekki fara. Ísland varð því mitt heimili. Ég keppti fyrst bara fyrir Ármann en ég fékk ríkisborgararétt 13. ágúst 2015 og gat því farið að keppa fyrir Ísland í kjölfarið," sagði Irina. „Ég get ekki borið saman líf mitt í Rússlandi og hvernig ég bý hér á Íslandi. Það er allt öðruvísi. Ég var líka krakki í Rússlandi en er nú orðin fullorðin. Ég er ekki bara að æfa sjálf á Íslandi því ég hef einnig fengið tækifæri til að hefja þjálfaraferil minn," sagði Irina. „Íslenska tungumáli er erfitt en ég tel samt að ég nái fljótlega tökum á því," sagði Irina og hún sér fram á það að halda áfram á fullu í fimleikunum. „Fyrstu Ólympíuleikarnir mínir verða í Ríó en ég vona að þeir verði ekki síðustu leikarnir mínir líka. Ég stefni á það að æfa áfram á fullu og komast líka á leikana í Tókýó 2020," sagði Irina en það er hægt að lesa allt viðtalið við hana hér. Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Fleiri fréttir Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sutton snýr aftur á Krókinn Sinner búinn að fyrirgefa sjúkraþjálfaranum sem setti hann í bann Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Sú næstelsta til þess að vinna alvöru leik Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sjá meira
Irina Sazonova verður í ágúst fyrsta íslenska konan sem keppir í fimleikum á Ólympíuleikum en hún tryggði sér á dögunum farseðilinn til Ríó. Irina Sazonova var í tekin í viðtal fyrir erlenda fimleikblaðið International Gymnast Magazine í tilefni af tímamótunum. „Ég trúi því varla ennþá að ég sé að fara að keppa á Ólympíuleikunum og á móti bestu fimleikakonum heimsins. Þetta hefur verið draumur minn síðan í æsku," sagði Irina Sazonova. Irina Sazonova var spurð út í gengi hennar á nýloknu Evrópumóti í Bern. „Bern var eitt prófið í viðbót fyrir mig. Ég er sátt við frammistöðuna en það er mikið verk eftir ennþá til að koma mér þangað sem ég vil vera á leikunum," sagði Irina sem er á leiðinni í æfingabúðir í Stuttgart. „Ég mun fara seinna í þessum mánuði til Stuttgart þar sem ég mun geta einbeitt mér að æfingunum og gera æfingarnar mínar erfiðari. Það verður á sinn átt lokaæfingin mín fyrir Ólympíuleikana," sagði Irina en hvernig stendur á því að hún er kominn til Íslands „Ég hóf ferillinn minn í Vologda en fór fimmtán ára til Sankti Pétursborgar. Hjónin Svetlana Kolomenskaya og Yury Kolomensky þjálfuðu mig þar en núna þjálfar mig landi minn Vladimir Antonov. Svetlana Kolomenskaya var að þjálfa á Íslandi og tók mig með sér. Ég vildi prófa eitthvað nýtt," sagði Irina.Ólympíufarinn Irina Sazonova.Vísir/Ernir„Svetlana fór fljótlega heim en ég ákvað að vera áfram á Íslandi. Ég var svo hrifin af þessu landi að ég vildi ekki fara. Ísland varð því mitt heimili. Ég keppti fyrst bara fyrir Ármann en ég fékk ríkisborgararétt 13. ágúst 2015 og gat því farið að keppa fyrir Ísland í kjölfarið," sagði Irina. „Ég get ekki borið saman líf mitt í Rússlandi og hvernig ég bý hér á Íslandi. Það er allt öðruvísi. Ég var líka krakki í Rússlandi en er nú orðin fullorðin. Ég er ekki bara að æfa sjálf á Íslandi því ég hef einnig fengið tækifæri til að hefja þjálfaraferil minn," sagði Irina. „Íslenska tungumáli er erfitt en ég tel samt að ég nái fljótlega tökum á því," sagði Irina og hún sér fram á það að halda áfram á fullu í fimleikunum. „Fyrstu Ólympíuleikarnir mínir verða í Ríó en ég vona að þeir verði ekki síðustu leikarnir mínir líka. Ég stefni á það að æfa áfram á fullu og komast líka á leikana í Tókýó 2020," sagði Irina en það er hægt að lesa allt viðtalið við hana hér.
Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Fleiri fréttir Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sutton snýr aftur á Krókinn Sinner búinn að fyrirgefa sjúkraþjálfaranum sem setti hann í bann Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Sú næstelsta til þess að vinna alvöru leik Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sjá meira