Katrín Hall ráðin til Gautaborgaróperunnar Bjarki Ármannsson skrifar 8. júní 2016 14:11 Katrín var listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins á árunum 1996 til 2012. Vísir/GVA Katrín Hall, áður listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins til margra ára, hefur verið ráðin listrænn stjórnandi dansflokks Gautaborgaróperunnar í Svíþjóð. Hún segir ráðninguna áskorun og að ögrandi verkefni bíði framundan. „Þetta er mjög virtur dansflokkur og einn af þeim leiðandi í Evrópu,“ segir Katrín. „Þannig að sannarlega er þetta mikill heiður fyrir mig. Það eru alls konar tilfinningar sem blandast saman: Heiður, eftirvænting, spenna og svo veit ég að þetta verður mjög krefjandi verkefni.“ Við Gautaborgaróperuna eru ár hvert settar upp óperur, tónleikar og danssýningar. Dansflokkurinn sem Katrín mun veita listræna stjórn telur 38 dansara. Þegar er búið að skipuleggja næsta leikár hjá óperunni og lýst Katrínu vel á verkin sem taka á fyrir. „Leikárið sem framundan er er mjög spennandi og fyrrverandi stjórnandi dansflokksins var mjög metnaðarfullur í sínu verkefnavali,“ segir hún. „Ég get hundrað prósent staðið á bak við allt sem verður sýnt næsta leikár og það með stolti. Þetta eru nánast sömu danshöfundar og ég hef verið að vinna með og verið í samtali við varðandi verkefni þegar ég var hjá Íslenska dansflokknum. Þannig að þetta er bara í beinu framhaldi af því.“ Katrín tekur við starfinu þann 1. ágúst næstkomandi og hefur gert samning til fjögurra ára. Menning Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Katrín Hall, áður listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins til margra ára, hefur verið ráðin listrænn stjórnandi dansflokks Gautaborgaróperunnar í Svíþjóð. Hún segir ráðninguna áskorun og að ögrandi verkefni bíði framundan. „Þetta er mjög virtur dansflokkur og einn af þeim leiðandi í Evrópu,“ segir Katrín. „Þannig að sannarlega er þetta mikill heiður fyrir mig. Það eru alls konar tilfinningar sem blandast saman: Heiður, eftirvænting, spenna og svo veit ég að þetta verður mjög krefjandi verkefni.“ Við Gautaborgaróperuna eru ár hvert settar upp óperur, tónleikar og danssýningar. Dansflokkurinn sem Katrín mun veita listræna stjórn telur 38 dansara. Þegar er búið að skipuleggja næsta leikár hjá óperunni og lýst Katrínu vel á verkin sem taka á fyrir. „Leikárið sem framundan er er mjög spennandi og fyrrverandi stjórnandi dansflokksins var mjög metnaðarfullur í sínu verkefnavali,“ segir hún. „Ég get hundrað prósent staðið á bak við allt sem verður sýnt næsta leikár og það með stolti. Þetta eru nánast sömu danshöfundar og ég hef verið að vinna með og verið í samtali við varðandi verkefni þegar ég var hjá Íslenska dansflokknum. Þannig að þetta er bara í beinu framhaldi af því.“ Katrín tekur við starfinu þann 1. ágúst næstkomandi og hefur gert samning til fjögurra ára.
Menning Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“