Óttast að íbúar séu myrtir og pyntaðir af stjórnarliðum Samúel Karl Ólason skrifar 7. júní 2016 09:54 Talið er að um 50 þúsund súnnítar sitji fastir í Fallujah og séu notaðir til að skýla vígamönnum. Svo virðist sem að flótti sé ekki það besta í stöðunni fyrir fólkið. Vísir/AFP Talið er að hundruð almennra borgara Fallujah, sem tilheyri súnnítum, hafi verið pyntaðir og myrtir af vopnuðum sveitum sjíta sem berjast með her Írak við borgina. Borgararnir eru sagðir hafa verið á flótta frá Fallujah sem er í haldi Íslamska ríkisins. Einnig hafa borist fréttir af því að vígamenn ISIS hafi skotið fólk sem reyni að flýja frá borginni. Í samtali við Telegraph staðfesta embættismenn í Anbar héraði að vopnaðar sveitir sjíta hafi handsamað um 600 súnníta í einu þorpi nærri Fallujah og tugi þar að auki sem flúið hafi frá borginni. Einn embættismaður segir fólkið hafa verið flutt til nærliggjandi herstöðvar þar sem menn hafi verið pyntaðir grimmilega. Hjúkrunarfræðingur sem blaðamenn Telegraph ræddi við segir tugi alvarlega meiddra manna hafi verið flutt á nærliggjandi sjúkrahús. Þar að auki hafi nokkur „brotin“ lík verið flutt þangað. Miklar áhyggjur hafa verið uppi um að svona atvik gætu komið upp og hafa þessar vopnuðu sveitir sjíta, sem kallast Popular Mobilistation Units, einungis fengið að berjast við jaðar borgarinnar. Íbúar Fallujah eru að miklum meirihluta súnnítar. Talið er að um 50 þúsund manns séu í Fallujah. Áðurnefndur hjúkrunarfræðingur segir að mennirnir sem hann hafi hlúð af, hafi trúað því að stjórnarliðar myndu koma þeim til aðstoðar við að komast í öryggi. Blaðamenn Telegraph hafa skoðað myndir af fólkinu sem virðist hafa verið pyntað. Í umfjöllun þeirra er tekið fram að meiðsl fólksins séu margskonar en einn maður virðist hafa verið húðflettur að hluta.PMF sveitirnar hafa margsinnis verið sakaðar um að beita súnníta ofbeldi frá því að sókn Íraka gegn ISIS hófst. Yfirvöld hafa ávalt neitað slíkum ásökunum, en þrátt fyrir það hefur verið ákveðið að sveitirnar munu ekki koma að sókninni inn í Fallujah. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Vígamenn sagðir skjóta á borgara á flótta Herinn telur tuga borgara hafa fallið frá því að árásin gegn borginni hófst fyrir um tveimur vikum. 6. júní 2016 13:56 Íraksher reynir að endurheimta Fallúdsja Daish-samtökin hafa haft Fallúdsja í Írak á sínu valdi í meira en tvö ár. Búist er við langvinnum átökum sem bitni hart á um 50 þúsund íbúum borgarinnar. 31. maí 2016 07:00 Sýrlenskar hersveitir nálgast höfuðborg ISIS Ljóst er að mjög er nú sótt að ISIS úr öllum áttum. 4. júní 2016 13:48 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Talið er að hundruð almennra borgara Fallujah, sem tilheyri súnnítum, hafi verið pyntaðir og myrtir af vopnuðum sveitum sjíta sem berjast með her Írak við borgina. Borgararnir eru sagðir hafa verið á flótta frá Fallujah sem er í haldi Íslamska ríkisins. Einnig hafa borist fréttir af því að vígamenn ISIS hafi skotið fólk sem reyni að flýja frá borginni. Í samtali við Telegraph staðfesta embættismenn í Anbar héraði að vopnaðar sveitir sjíta hafi handsamað um 600 súnníta í einu þorpi nærri Fallujah og tugi þar að auki sem flúið hafi frá borginni. Einn embættismaður segir fólkið hafa verið flutt til nærliggjandi herstöðvar þar sem menn hafi verið pyntaðir grimmilega. Hjúkrunarfræðingur sem blaðamenn Telegraph ræddi við segir tugi alvarlega meiddra manna hafi verið flutt á nærliggjandi sjúkrahús. Þar að auki hafi nokkur „brotin“ lík verið flutt þangað. Miklar áhyggjur hafa verið uppi um að svona atvik gætu komið upp og hafa þessar vopnuðu sveitir sjíta, sem kallast Popular Mobilistation Units, einungis fengið að berjast við jaðar borgarinnar. Íbúar Fallujah eru að miklum meirihluta súnnítar. Talið er að um 50 þúsund manns séu í Fallujah. Áðurnefndur hjúkrunarfræðingur segir að mennirnir sem hann hafi hlúð af, hafi trúað því að stjórnarliðar myndu koma þeim til aðstoðar við að komast í öryggi. Blaðamenn Telegraph hafa skoðað myndir af fólkinu sem virðist hafa verið pyntað. Í umfjöllun þeirra er tekið fram að meiðsl fólksins séu margskonar en einn maður virðist hafa verið húðflettur að hluta.PMF sveitirnar hafa margsinnis verið sakaðar um að beita súnníta ofbeldi frá því að sókn Íraka gegn ISIS hófst. Yfirvöld hafa ávalt neitað slíkum ásökunum, en þrátt fyrir það hefur verið ákveðið að sveitirnar munu ekki koma að sókninni inn í Fallujah.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Vígamenn sagðir skjóta á borgara á flótta Herinn telur tuga borgara hafa fallið frá því að árásin gegn borginni hófst fyrir um tveimur vikum. 6. júní 2016 13:56 Íraksher reynir að endurheimta Fallúdsja Daish-samtökin hafa haft Fallúdsja í Írak á sínu valdi í meira en tvö ár. Búist er við langvinnum átökum sem bitni hart á um 50 þúsund íbúum borgarinnar. 31. maí 2016 07:00 Sýrlenskar hersveitir nálgast höfuðborg ISIS Ljóst er að mjög er nú sótt að ISIS úr öllum áttum. 4. júní 2016 13:48 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Vígamenn sagðir skjóta á borgara á flótta Herinn telur tuga borgara hafa fallið frá því að árásin gegn borginni hófst fyrir um tveimur vikum. 6. júní 2016 13:56
Íraksher reynir að endurheimta Fallúdsja Daish-samtökin hafa haft Fallúdsja í Írak á sínu valdi í meira en tvö ár. Búist er við langvinnum átökum sem bitni hart á um 50 þúsund íbúum borgarinnar. 31. maí 2016 07:00
Sýrlenskar hersveitir nálgast höfuðborg ISIS Ljóst er að mjög er nú sótt að ISIS úr öllum áttum. 4. júní 2016 13:48