Stelpurnar ætla að reyna að búa til gott partí í Dalnum í kvöld Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. júní 2016 06:00 Sara Björk Gunnarsdóttir létt og kát á æfignu liðsins í gær. vísir/hanna „Við erum komnar niður á jörðina núna. Við verðum að gera það,“ segir landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir en hún verður í lykilhlutverki hjá stelpunum í kvöld er þær spila gegn Makedóníu. Stelpurnar fóru á kostum gegn Skotum á föstudaginn er þær unnu stórsigur, 0-4, í einum besta landsleik sem menn hafa séð hjá stelpunum. Þessi sigur gerði það að verkum að liðinu dugar stig gegn Makedóníu í kvöld til þess að tryggja sætið á EM á næsta ári. „Þetta var klárlega einn besti leikur sem við höfum spilað, þarna úti í Skotlandi. Allir leikmennirnir áttu toppleik. Undirbúningurinn fyrir leikinn var frábær og við vissum að við yrðum að eiga mjög góðan leik til þess að vinna. Það gengur ekki alltaf þannig að allir eigi toppleik en þarna small allt saman og við spiluðum einn okkar besta leik frá upphafi,“ segir Sara Björk. En var einhver sérstök ástæða fyrir því að hlutirnir smullu svona vel? „Markmiðin hjá okkur eru mjög skýr og undirbúningurinn var fáránlega flottur. Allt síðasta ár hefur verið gott og fókusinn hefur verið mjög góður alla undankeppnina. Við höfðum verið að bíða eftir þessum Skotaleik því þar voru að mætast tvö sterkustu lið riðilsins. Þær höfðu verið með yfirlýsingar um að þær ætluðu að vinna riðilinn og ég held að þær hafi vanmetið okkur svakalega mikið. Við sýndum aftur á móti að við erum klárlega sterkasta liðið í riðlinum.“Stelpurnar mæta á æfingu í Kaplakrika í gær.vísir/hannaGetum bætt sóknarleikinn Það er ekki bara að stelpurnar séu búnar að vinna alla fimm leiki sína í riðlinum heldur hafa þær ekki fengið á sig eitt einasta mark í leikjunum fimm. Á móti hafa þær skorað 21 mark. „Varnarleikurinn hefur verið rosalega skipulagður og sóknarleikurinn ágætur. Mér finnst við alltaf geta bætt sóknarleikinn okkar. Svo að þora að halda boltanum á móti sterku liðunum eins og við gerðum svo vel í Skotlandi. Mér fannst vera mikið hugrekki í liðinu í Skotlandi og við spiluðum fram á við. Þetta var okkar besti sóknarleikur líka til þessa,“ segir Sara en svo virðist vera sem liðið sé að taka stórt stökk upp á við. „Ég er sammála því. Við erum sterkt lið sem gefur ekkert eftir. Okkar veikleiki hefur verið að halda bolta og spila fram á við. Þarna eru miklar framfarir hjá okkur. Við þorum meira enda er miklu meira sjálfstraust í hópnum. Liðið er að fá meira frá hverjum einasta leikmanni og það er auðvitað frábært. Sjálfstraustið hefur alltaf verið gott en mér finnst hópurinn óvenju sterkur núna og þjálfararnir eru að standa sig vel og þeir gera vel í að framkalla sjálfstraust hjá leikmönnunum. Undirbúningurinn er alltaf góður og svo höfum við verið lengi saman. Ég veit ekki alveg af hverju við tókum skrefið fram á við í þessum leik en vonandi getum við haldið svona áfram.“ Það er vissulega langt í EM en ef allt gengur að óskum og stelpurnar fara þangað er þá innistæða fyrir því að gera góða hluti í lokakeppninni? „Við erum með tvö stórmót á bakinu og reynslan hjálpar auðvitað. Við fórum í átta liða úrslit 2013 en að sjálfsögðu viljum við alltaf fara lengra.“Ungar stúlkur voru mættar í Krikann í gær til að berja goðin sín augum.vísir/hannaKúnst að spila svona leiki Það er mjög eðlileg krafa að stelpurnar klári þennan leik í kvöld. Þær eru á toppnum en lið Makedóníu er stigalaust í neðsta sætinu. Hefur aðeins skorað tvö mörk en fengið á sig 37. Þar af töpuðu þær síðasta leik 9-0 á heimavelli. Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson viðurkenndi eftir Skotaleikinn að makedónska liðið væri hreinlega lélegt. „Það er alltaf smá kúnst að gíra sig upp í svona leiki. Maður veit aldrei hvernig svona lið mun spila. Þær hafa verið að tapa stórt og maður gæti haldið að það væri auðvelt að vinna svona leiki. Þær eiga eftir að liggja mjög aftarlega og það verður krefjandi að brjóta þær niður. Við þurfum að vera þolinmóðar en þegar fyrsta markið kemur þá náum við kannski að brjóta þær og búa til einhverja veislu í kjölfarið,“ segir Sara Björk en hún gerir sér vel grein fyrir því að fólk er að koma á völlinn til þess að sjá veislu hjá íslenska liðinu og síðan á að fagna EM-sæti í kjölfarið. „Við vitum að þær eru lélegri en við og við verðum að hugsa um okkar leik. Við munum reyna okkar besta til þess að búa til gott partí fyrir fólkið sem kemur.“ EM 2017 í Hollandi Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Sjá meira
„Við erum komnar niður á jörðina núna. Við verðum að gera það,“ segir landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir en hún verður í lykilhlutverki hjá stelpunum í kvöld er þær spila gegn Makedóníu. Stelpurnar fóru á kostum gegn Skotum á föstudaginn er þær unnu stórsigur, 0-4, í einum besta landsleik sem menn hafa séð hjá stelpunum. Þessi sigur gerði það að verkum að liðinu dugar stig gegn Makedóníu í kvöld til þess að tryggja sætið á EM á næsta ári. „Þetta var klárlega einn besti leikur sem við höfum spilað, þarna úti í Skotlandi. Allir leikmennirnir áttu toppleik. Undirbúningurinn fyrir leikinn var frábær og við vissum að við yrðum að eiga mjög góðan leik til þess að vinna. Það gengur ekki alltaf þannig að allir eigi toppleik en þarna small allt saman og við spiluðum einn okkar besta leik frá upphafi,“ segir Sara Björk. En var einhver sérstök ástæða fyrir því að hlutirnir smullu svona vel? „Markmiðin hjá okkur eru mjög skýr og undirbúningurinn var fáránlega flottur. Allt síðasta ár hefur verið gott og fókusinn hefur verið mjög góður alla undankeppnina. Við höfðum verið að bíða eftir þessum Skotaleik því þar voru að mætast tvö sterkustu lið riðilsins. Þær höfðu verið með yfirlýsingar um að þær ætluðu að vinna riðilinn og ég held að þær hafi vanmetið okkur svakalega mikið. Við sýndum aftur á móti að við erum klárlega sterkasta liðið í riðlinum.“Stelpurnar mæta á æfingu í Kaplakrika í gær.vísir/hannaGetum bætt sóknarleikinn Það er ekki bara að stelpurnar séu búnar að vinna alla fimm leiki sína í riðlinum heldur hafa þær ekki fengið á sig eitt einasta mark í leikjunum fimm. Á móti hafa þær skorað 21 mark. „Varnarleikurinn hefur verið rosalega skipulagður og sóknarleikurinn ágætur. Mér finnst við alltaf geta bætt sóknarleikinn okkar. Svo að þora að halda boltanum á móti sterku liðunum eins og við gerðum svo vel í Skotlandi. Mér fannst vera mikið hugrekki í liðinu í Skotlandi og við spiluðum fram á við. Þetta var okkar besti sóknarleikur líka til þessa,“ segir Sara en svo virðist vera sem liðið sé að taka stórt stökk upp á við. „Ég er sammála því. Við erum sterkt lið sem gefur ekkert eftir. Okkar veikleiki hefur verið að halda bolta og spila fram á við. Þarna eru miklar framfarir hjá okkur. Við þorum meira enda er miklu meira sjálfstraust í hópnum. Liðið er að fá meira frá hverjum einasta leikmanni og það er auðvitað frábært. Sjálfstraustið hefur alltaf verið gott en mér finnst hópurinn óvenju sterkur núna og þjálfararnir eru að standa sig vel og þeir gera vel í að framkalla sjálfstraust hjá leikmönnunum. Undirbúningurinn er alltaf góður og svo höfum við verið lengi saman. Ég veit ekki alveg af hverju við tókum skrefið fram á við í þessum leik en vonandi getum við haldið svona áfram.“ Það er vissulega langt í EM en ef allt gengur að óskum og stelpurnar fara þangað er þá innistæða fyrir því að gera góða hluti í lokakeppninni? „Við erum með tvö stórmót á bakinu og reynslan hjálpar auðvitað. Við fórum í átta liða úrslit 2013 en að sjálfsögðu viljum við alltaf fara lengra.“Ungar stúlkur voru mættar í Krikann í gær til að berja goðin sín augum.vísir/hannaKúnst að spila svona leiki Það er mjög eðlileg krafa að stelpurnar klári þennan leik í kvöld. Þær eru á toppnum en lið Makedóníu er stigalaust í neðsta sætinu. Hefur aðeins skorað tvö mörk en fengið á sig 37. Þar af töpuðu þær síðasta leik 9-0 á heimavelli. Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson viðurkenndi eftir Skotaleikinn að makedónska liðið væri hreinlega lélegt. „Það er alltaf smá kúnst að gíra sig upp í svona leiki. Maður veit aldrei hvernig svona lið mun spila. Þær hafa verið að tapa stórt og maður gæti haldið að það væri auðvelt að vinna svona leiki. Þær eiga eftir að liggja mjög aftarlega og það verður krefjandi að brjóta þær niður. Við þurfum að vera þolinmóðar en þegar fyrsta markið kemur þá náum við kannski að brjóta þær og búa til einhverja veislu í kjölfarið,“ segir Sara Björk en hún gerir sér vel grein fyrir því að fólk er að koma á völlinn til þess að sjá veislu hjá íslenska liðinu og síðan á að fagna EM-sæti í kjölfarið. „Við vitum að þær eru lélegri en við og við verðum að hugsa um okkar leik. Við munum reyna okkar besta til þess að búa til gott partí fyrir fólkið sem kemur.“
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti