NBA: Golden State komið í 2-0 eftir stórsigur í nótt | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2016 07:02 Lið Golden State Warriors átti ekki í miklum vandræðum með Cleveland Cavaliers í nótt og er komið í 2-0 í útslitaeinvígi liðanna um NBA-meistaratitilinn í körfubolta eftir 110-77 sigur í Oakland. Golden State hefur nú unnið tvo fyrstu leikina sannfærandi á heimavelli sínum en næstu tveir eru í Cleveland. Annan leikinn í röð voru það samt ekki Skvettubræðurnir, Stephen Curry og Klay Thompson, sem voru að fara illa með lið Cleveland því aðalmaðurinn í nótt var hinn fjölhæfi Draymond Green. Draymond Green endaði leikinn með 28 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar en hann hitti úr 5 af 8 þriggja stiga körfur og skoraði fleiri þrista en bæði Stephen Curry og Klay Thompson. Eftir leikinn voru menn að grínast með það að Draymond Green fengi inngöngu í klúbb þeirra Skvettubræðra. „Hættið þessu," var svar Draymond Green. „Í kvöld var hann einn af okkur," sagði Klay Thompson. Stephen Curry var með 18 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar og Klay Thompson bætti við 17 stigum og 5 stoðsendingum. Báðir hittu þeir Skvettubræður úr 4 af 8 þriggja stiga skotum sínum. „Það er engin ástæða til að fagna einhverju núna eða monta sig af þessu. Okkur vantar ennþá tvo sigra til að vinna titilinn og við þurfum að ná í þá. Við værum að ganga í gildru ef við höldum að við séum búnir að finna réttu lausnina til að vinna Cleveland og að þeir eigi ekki möguleika í einvíginu. Svoleiðis megum við ekki hugsa," sagði Stephen Curry varkár eftir leikinn. Þetta var stærsti sigur Golden State Warriors í lokaúrslitum en liðið hefur nú unnið tvo fyrstu leikina í úrslitaeinvíginu með samtal 48 stiga mun sem eru rosalegir yfirburðir á þessu stigi í keppninni. „Ég er hissa á því hversu stór sigurinn var. Það mun allt hinsvegar breytast þegar við förum til Cleveland og við vitum það," sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State. Golden State var 3-1 undir í seríunni á móti Oklahoma City Thunder en vann þrjá síðustu leikina og hefur nú unnið tvo fyrstu leikina á móti Cleveland. Golden State er þar með búið að vinna fimm leiki í röð og er á góðri leið að tryggja sér sinn sess í sögubókunum.LeBron James var stigahæstur hjá Cleveland Cavaliers með 19 stig, 8 fráköst og 9 stoðsendingar en hann var fyrir leikinn búinn að skora 20 stig eða meira í 25 leikjum í röð í úrslitakeppni. „Þeir bara unnu okkur. Við höfðum hvergi betur. Við vorum ekki betri en þeir í neinum hluta leiksins," sagði svekktur LeBron James eftir leikinn. Hann skoraði 14 af 19 stigum sínum í seinni hálfleiknum en tapaði líka 7 boltum. Lið með LeBron James innanborðs höfðu unnið leik tvö níu sinnum í röð eftir tap í fyrsta leik. Kevin Love fékk þungt höfuðhögg í leiknum og kláraði hann ekki. Love var með 5 stig og 3 fráköst á 21 mínútu. Það er óvíst hvort hann verði með í næsta leik. Richard Jefferson var næststigahæstur hjá Cleveland með 12 stig og Kyrie Irving skoraði 10 stig. Þetta mikla þrista lið skoraði tíu færri þriggja stiga körfur en lið Golden State Warriors og hitti aðeins úr 22 prósent skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna. Þetta var 87. sigur Golden State Warriors á tímabilinu og liðið hefur nú jafnað heildarfjölda sigurleikja hjá liði Chicago Bulls frá 1995-96. Golden State hafði áður bætt met Chicago Bulls með því að vinna 73 leiki í deildarkeppninni. NBA Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Í beinni: Ísland - Grænhöfðaeyjar | Strákarnir okkar hefja leik Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannar slást og minnast Ölla Í beinni: KR - Þór Þ. | Hörkuleikur í Vesturbæ Í beinni: Valur - Álftanes | Lið í harðri baráttu um dýrmætt sæti Í beinni: Höttur - Grindavík | Komast heimamenn úr fallsæti? Í beinni: ÍR - Stjarnan | Toppliðið í Breiðholti Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Sjá meira
Lið Golden State Warriors átti ekki í miklum vandræðum með Cleveland Cavaliers í nótt og er komið í 2-0 í útslitaeinvígi liðanna um NBA-meistaratitilinn í körfubolta eftir 110-77 sigur í Oakland. Golden State hefur nú unnið tvo fyrstu leikina sannfærandi á heimavelli sínum en næstu tveir eru í Cleveland. Annan leikinn í röð voru það samt ekki Skvettubræðurnir, Stephen Curry og Klay Thompson, sem voru að fara illa með lið Cleveland því aðalmaðurinn í nótt var hinn fjölhæfi Draymond Green. Draymond Green endaði leikinn með 28 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar en hann hitti úr 5 af 8 þriggja stiga körfur og skoraði fleiri þrista en bæði Stephen Curry og Klay Thompson. Eftir leikinn voru menn að grínast með það að Draymond Green fengi inngöngu í klúbb þeirra Skvettubræðra. „Hættið þessu," var svar Draymond Green. „Í kvöld var hann einn af okkur," sagði Klay Thompson. Stephen Curry var með 18 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar og Klay Thompson bætti við 17 stigum og 5 stoðsendingum. Báðir hittu þeir Skvettubræður úr 4 af 8 þriggja stiga skotum sínum. „Það er engin ástæða til að fagna einhverju núna eða monta sig af þessu. Okkur vantar ennþá tvo sigra til að vinna titilinn og við þurfum að ná í þá. Við værum að ganga í gildru ef við höldum að við séum búnir að finna réttu lausnina til að vinna Cleveland og að þeir eigi ekki möguleika í einvíginu. Svoleiðis megum við ekki hugsa," sagði Stephen Curry varkár eftir leikinn. Þetta var stærsti sigur Golden State Warriors í lokaúrslitum en liðið hefur nú unnið tvo fyrstu leikina í úrslitaeinvíginu með samtal 48 stiga mun sem eru rosalegir yfirburðir á þessu stigi í keppninni. „Ég er hissa á því hversu stór sigurinn var. Það mun allt hinsvegar breytast þegar við förum til Cleveland og við vitum það," sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State. Golden State var 3-1 undir í seríunni á móti Oklahoma City Thunder en vann þrjá síðustu leikina og hefur nú unnið tvo fyrstu leikina á móti Cleveland. Golden State er þar með búið að vinna fimm leiki í röð og er á góðri leið að tryggja sér sinn sess í sögubókunum.LeBron James var stigahæstur hjá Cleveland Cavaliers með 19 stig, 8 fráköst og 9 stoðsendingar en hann var fyrir leikinn búinn að skora 20 stig eða meira í 25 leikjum í röð í úrslitakeppni. „Þeir bara unnu okkur. Við höfðum hvergi betur. Við vorum ekki betri en þeir í neinum hluta leiksins," sagði svekktur LeBron James eftir leikinn. Hann skoraði 14 af 19 stigum sínum í seinni hálfleiknum en tapaði líka 7 boltum. Lið með LeBron James innanborðs höfðu unnið leik tvö níu sinnum í röð eftir tap í fyrsta leik. Kevin Love fékk þungt höfuðhögg í leiknum og kláraði hann ekki. Love var með 5 stig og 3 fráköst á 21 mínútu. Það er óvíst hvort hann verði með í næsta leik. Richard Jefferson var næststigahæstur hjá Cleveland með 12 stig og Kyrie Irving skoraði 10 stig. Þetta mikla þrista lið skoraði tíu færri þriggja stiga körfur en lið Golden State Warriors og hitti aðeins úr 22 prósent skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna. Þetta var 87. sigur Golden State Warriors á tímabilinu og liðið hefur nú jafnað heildarfjölda sigurleikja hjá liði Chicago Bulls frá 1995-96. Golden State hafði áður bætt met Chicago Bulls með því að vinna 73 leiki í deildarkeppninni.
NBA Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Í beinni: Ísland - Grænhöfðaeyjar | Strákarnir okkar hefja leik Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannar slást og minnast Ölla Í beinni: KR - Þór Þ. | Hörkuleikur í Vesturbæ Í beinni: Valur - Álftanes | Lið í harðri baráttu um dýrmætt sæti Í beinni: Höttur - Grindavík | Komast heimamenn úr fallsæti? Í beinni: ÍR - Stjarnan | Toppliðið í Breiðholti Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Sjá meira