Jón Daði: Tímaspursmál hvenær mörkin koma Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. júní 2016 13:15 „Við höfum aðallega nýtt síðustu daga í endurheimt til að gera okkur klára fyrir Liechtenstein,“ sagði Jón Daði Böðvarsson fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvellinum í morgun. Íslenska liðið átti ekki góðan dag gegn Norðmönnum í Osló á miðvikudaginn en strákarnir ætla sér að komast aftur á réttan kjöl eftir magurt gengi í undanförnum vináttulandsleikjum. „Við töluðum um Noregsleikinn og fórum í gegnum það sem fór úrskeiðis og hvað við getum gert betur. Það er búið núna og við einbeitum okkur bara að næsta verkefni,“ sagði Jón Daði en íslenska liðið mætir Liechtenstein í síðasta leiknum fyrir EM á mánudaginn. Selfyssingurinn skoraði fyrsta mark Íslands í undankeppni EM 2016, í 3-0 sigrinum á Tyrklandi. Jón Daði hefur hins vegar ekki skorað síðan þá, í 17 landsleikjum. Hann viðurkennir að biðin eftir öðru landsliðsmarkinu sé orðin full löng. „Auðvitað vil ég skora annað mark, sérstaklega þar sem ég er framherji. Þá gerirðu væntingar til sjálfs þíns að þú skorir,“ sagði Jón Daði. Þrátt fyrir markaleysið finnur hann fyrir trausti frá landsliðsþjálfurunum, enda gegnir framherjinn mikilvægu hlutverki í íslenska liðinu, ekki síst í varnarleiknum. „Já, ég finn fyrir því og líka frá leikmönnum. Þetta snýst um að vinna vel fyrir liðið. Mörkin koma, það er bara tímaspursmál,“ sagði Jón Daði. Hann segist koma vel undan vetri en hann leikur með Kaiserslautern í þýsku B-deildinni. „Ég er í toppformi og engin meiðsli að hrjá mig,“ sagði Jón Daði sem skoraði tvö mörk í 15 deildarleikjum fyrir Kaiserslautern í vetur. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Sjá meira
„Við höfum aðallega nýtt síðustu daga í endurheimt til að gera okkur klára fyrir Liechtenstein,“ sagði Jón Daði Böðvarsson fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvellinum í morgun. Íslenska liðið átti ekki góðan dag gegn Norðmönnum í Osló á miðvikudaginn en strákarnir ætla sér að komast aftur á réttan kjöl eftir magurt gengi í undanförnum vináttulandsleikjum. „Við töluðum um Noregsleikinn og fórum í gegnum það sem fór úrskeiðis og hvað við getum gert betur. Það er búið núna og við einbeitum okkur bara að næsta verkefni,“ sagði Jón Daði en íslenska liðið mætir Liechtenstein í síðasta leiknum fyrir EM á mánudaginn. Selfyssingurinn skoraði fyrsta mark Íslands í undankeppni EM 2016, í 3-0 sigrinum á Tyrklandi. Jón Daði hefur hins vegar ekki skorað síðan þá, í 17 landsleikjum. Hann viðurkennir að biðin eftir öðru landsliðsmarkinu sé orðin full löng. „Auðvitað vil ég skora annað mark, sérstaklega þar sem ég er framherji. Þá gerirðu væntingar til sjálfs þíns að þú skorir,“ sagði Jón Daði. Þrátt fyrir markaleysið finnur hann fyrir trausti frá landsliðsþjálfurunum, enda gegnir framherjinn mikilvægu hlutverki í íslenska liðinu, ekki síst í varnarleiknum. „Já, ég finn fyrir því og líka frá leikmönnum. Þetta snýst um að vinna vel fyrir liðið. Mörkin koma, það er bara tímaspursmál,“ sagði Jón Daði. Hann segist koma vel undan vetri en hann leikur með Kaiserslautern í þýsku B-deildinni. „Ég er í toppformi og engin meiðsli að hrjá mig,“ sagði Jón Daði sem skoraði tvö mörk í 15 deildarleikjum fyrir Kaiserslautern í vetur.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Sjá meira