Landsfundur Samfylkingarinnar var settur með ræðu fráfarandi formanns, Árna Páls Árnasonar, á Grand Hótel í dag. Framundan er formannskosning en fjórir berjast um að gegna formennsku flokksins. Í framboði eru Guðmundur Ari Sigurjónsson, Helgi Hjörvar, Magnús Orri Schram og Oddý Harðardóttir.
Bein útsending verður frá landsfundinum frá setningarathöfninni klukkan 17 og þar til nýr formaður flokksins flytur sína fyrstu ræðu í nýju hlutverki á sjöunda tímanum. Greint verður frá úrslitunum í formannskjörinu klukkan 18.
Að neðan má sjá beina útsendingu sem hefst klukkan 17.
Innlent