Þingið farið í sumarfrí: Meiri bjór úr fríhöfninni, dekkjakurlið burt og hætt við innra eftirlit lögreglu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. júní 2016 13:45 Fjölmörg mál runnu í gegnum þingið í gær og síðustu daga. vísir/samsett Það var handagangur í öskjunni í gær á síðasta starfsdegi Alþingis áður en sumarleyfi þingmanna hófst. Á síðustu þremur dögunum áður en þingstörfum lauk urðu 24 frumvörp að lögum og fjórtán þingsályktanir voru samþykktar. Þingið er sjaldan eins skilvirkt og á síðustu dögum fyrir frí. Til marks um það má nefnda frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á lögum um gjaldeyrismál, um meðferð krónueigna háðum sérstökum takmörkunum og lögum um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki.Sjá einnig: Þverpólitísk sátt náðist fyrir sumarfrí Alþingis Frumvarpið var lagt fram í gær, tekið inn með afbrigðum og hófst umræða um það klukkan hálfátta í gærkvöld. Önnur og þriðja umræða fóru fram á fimmtán mínútna tímabili á ellefta tímanum en í millitíðinni hafði frumvarpið gengið til efnahags- og viðskiptanefndar. Klukkan 22.37 var frumvarpið orðið að lögum. Meðal annarra frumvarpa sem urðu að lögum má nefna Airbnb-frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra, nýja heildarlöggjöf um útlendinga frá innanríkisráðherra og ákvæðum um starfsemi einkarekinna grunnskóla var fjölgað og rammi um hana skýrður. Þá var þrjátíu manns veittur íslenskur ríkisborgararéttur og frumvarp frá meirihluta allsherjar- og menntamálanefndar, um tónlistarnám og jöfnun á aðstöðumun nema, var samþykkt óbreytt.Frumvarp fjármálaráðherra, sem er liður í afnámi hafta, varð að lögum á rétt rúmum þremur klukkustundum.vísir/vilhelmInnra eftirliti lögreglu vísað aftur til ráðuneytisins Ákvæðum var bætt við lögreglulög sem kemur á fót þriggja manna stjórnsýslunefnd sem hefur eftirlit með störfum lögreglu. Nefndin tekur við kvörtunum frá borgurum vegna starfshátta lögreglu og greina hvort þar sé um að ræða kvörtun vegna starfshátta eða kæru vegna brota lögreglu. Þá var lögreglunám fært inn á háskólastig og kennslufyrirkomulagi þess breytt. Tillaga þess efnis að Ríkislögreglustjóri myndi starfrækja innra eftirlit með störfum lögreglunnar var hins vegar felld út í meðförum þingsins, meðal annars í kjölfar athugasemda frá embætti Héraðssaksóknara og Lögreglustjórafélagi Íslands. Í nefndaráliti allsherjar- og menntamálanefndar var þeim tilmælum beint til ráðuneytisins ráðuneytið útfærði málið betur og þá hvort heppilegt væri að eftirlitið yrði staðsett undir Ríkislögreglustjóra. Þá var frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á lögum um gjald af áfengi og tóbaki samþykkt en hún felur í sér breytingu á hve mikið magn af tollfrjálsu áfengi má koma með inn í landið. Breytingunni hafði verið mótmælt af hálfu ÁTVR og ISAVIA.Sjá einnig: Heimilt að taka meiri tollfrjálsan bjór með úr fríhöfninni Húsnæðismálafrumvörp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, urðu að lögum en þau fela í sér talsverðar breytingar á lögum um almennar íbúðir, húsaleigulögum og húsnæðisbótalögum. Nokkrar breytingar urðu á tillögunum í meðferð þingsins. Skógrækt ríkisins fær nýtt heiti og sameinast landshlutaverkefnum í skógrækt. Frá og með næstu mánaðarmótum mun stofnunin bera heitið Skógræktin. Auk þess voru fernar reglur frá EES og ESB lögfestar á ýmsum sviðum og samþykkt var að veita Vegagerðinni heimild til að bjóða út nýja Vestmannaeyjaferju fyrir árslok 2017. Ferjan má kosta allt að 4,8 milljarða króna.Willum Þór Þórsson var fyrsti flutningarmaður tillögu um að dekkjakurl skuli af gervigrasvöllum.vísir/daníelLýðháskólar, loftlagsráð, mjólkurfræði og dekkjakurlið burt Þá ályktaði Alþingi í fjórtán málum. Að tillögu Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, auk annarra, var samþykkt að gera áhættumat fyrir landið með tilliti til ferðamennsku. Tillaga um aðgerðarhóp gegn súrnun sjávar á norðurslóðum, þar sem Elín Hirst var fyrsti flutningsmaður, var samþykkt sem og tillaga hluta þingflokks Vinstri grænna um að Alþingi styðji að koma á alþjóðlegu banni gegn sjálfvirkum vígvélum. Einnig var samþykkt tillaga þess efnis að Alþingi skuli koma á fót loftslagsráði sem hafi það meginhlutverk að gera ráðstafanir til að draga úr losun gróðurhúslofttegunda hér á landi. Fyrsti flutningsmaður var Katrín Jakobsdóttir en þrír aðrir úr þingflokki Vinstri grænna stóðu að henni. Alþingi ber síðan, í samvinnu við Umhverfisstofnum og Samband íslenskra sveitarfélaga, að vinna að því að dekkjakurl skuli af gervigrasvöllum landsins fyrir árslok. Tillagan kom frá Willum Þór Þórssyni. Tillaga Brynhildar Pétursdóttur og Bjartrar framtíðar, þess efnis að menntamálaráðherra skuli leggja fram frumvarp um lýðheilsuháskóla og starfsemi þeirra hér landi, var samþykkt og sömu sögu er að segja af tillögu Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, Framsóknarflokki, að stefnt skuli að því að hér á landi verði boðið upp á nám í mjólkurfræðum. Áætlað er að nefndastarf þingsins hefjist á nýjan leik 10. ágúst og að þingfundir hefjist á ný 15. ágúst næstkomandi. Alþingi Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan stöðvar LÍN-frumvarp Illuga: „Ráðherrar verða að vinna vinnuna sína betur“ „Búinn að halda þessu leyndu og reyna að moka þessu í gegn í tímaþröng á síðustu stundu.“ 1. júní 2016 16:11 Vilja sækja um aðild Íslands að evrópsku geimvísindastofnuninni Þrettán þingmenn, úr öllum flokkum nema Framsókn, standa að tillögunni. 1. júní 2016 23:17 Píratar leggja til uppsögn samnings kirkjunnar og ríkisins Samkomulag Þjóðkirkjunnar og ríkisins frá 1997 kostar ríkið um 1,5 milljarð á ári. 2. júní 2016 15:06 Vinna við frumvarp gegn fjármagnsinnflæði tefst "Við sögðum að þetta þyrfti að koma fyrir almenna losun hafta og kannski æskilegt að það hefði verið í kringum útboðið. 2. júní 2016 07:00 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Sjá meira
Það var handagangur í öskjunni í gær á síðasta starfsdegi Alþingis áður en sumarleyfi þingmanna hófst. Á síðustu þremur dögunum áður en þingstörfum lauk urðu 24 frumvörp að lögum og fjórtán þingsályktanir voru samþykktar. Þingið er sjaldan eins skilvirkt og á síðustu dögum fyrir frí. Til marks um það má nefnda frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á lögum um gjaldeyrismál, um meðferð krónueigna háðum sérstökum takmörkunum og lögum um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki.Sjá einnig: Þverpólitísk sátt náðist fyrir sumarfrí Alþingis Frumvarpið var lagt fram í gær, tekið inn með afbrigðum og hófst umræða um það klukkan hálfátta í gærkvöld. Önnur og þriðja umræða fóru fram á fimmtán mínútna tímabili á ellefta tímanum en í millitíðinni hafði frumvarpið gengið til efnahags- og viðskiptanefndar. Klukkan 22.37 var frumvarpið orðið að lögum. Meðal annarra frumvarpa sem urðu að lögum má nefna Airbnb-frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra, nýja heildarlöggjöf um útlendinga frá innanríkisráðherra og ákvæðum um starfsemi einkarekinna grunnskóla var fjölgað og rammi um hana skýrður. Þá var þrjátíu manns veittur íslenskur ríkisborgararéttur og frumvarp frá meirihluta allsherjar- og menntamálanefndar, um tónlistarnám og jöfnun á aðstöðumun nema, var samþykkt óbreytt.Frumvarp fjármálaráðherra, sem er liður í afnámi hafta, varð að lögum á rétt rúmum þremur klukkustundum.vísir/vilhelmInnra eftirliti lögreglu vísað aftur til ráðuneytisins Ákvæðum var bætt við lögreglulög sem kemur á fót þriggja manna stjórnsýslunefnd sem hefur eftirlit með störfum lögreglu. Nefndin tekur við kvörtunum frá borgurum vegna starfshátta lögreglu og greina hvort þar sé um að ræða kvörtun vegna starfshátta eða kæru vegna brota lögreglu. Þá var lögreglunám fært inn á háskólastig og kennslufyrirkomulagi þess breytt. Tillaga þess efnis að Ríkislögreglustjóri myndi starfrækja innra eftirlit með störfum lögreglunnar var hins vegar felld út í meðförum þingsins, meðal annars í kjölfar athugasemda frá embætti Héraðssaksóknara og Lögreglustjórafélagi Íslands. Í nefndaráliti allsherjar- og menntamálanefndar var þeim tilmælum beint til ráðuneytisins ráðuneytið útfærði málið betur og þá hvort heppilegt væri að eftirlitið yrði staðsett undir Ríkislögreglustjóra. Þá var frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á lögum um gjald af áfengi og tóbaki samþykkt en hún felur í sér breytingu á hve mikið magn af tollfrjálsu áfengi má koma með inn í landið. Breytingunni hafði verið mótmælt af hálfu ÁTVR og ISAVIA.Sjá einnig: Heimilt að taka meiri tollfrjálsan bjór með úr fríhöfninni Húsnæðismálafrumvörp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, urðu að lögum en þau fela í sér talsverðar breytingar á lögum um almennar íbúðir, húsaleigulögum og húsnæðisbótalögum. Nokkrar breytingar urðu á tillögunum í meðferð þingsins. Skógrækt ríkisins fær nýtt heiti og sameinast landshlutaverkefnum í skógrækt. Frá og með næstu mánaðarmótum mun stofnunin bera heitið Skógræktin. Auk þess voru fernar reglur frá EES og ESB lögfestar á ýmsum sviðum og samþykkt var að veita Vegagerðinni heimild til að bjóða út nýja Vestmannaeyjaferju fyrir árslok 2017. Ferjan má kosta allt að 4,8 milljarða króna.Willum Þór Þórsson var fyrsti flutningarmaður tillögu um að dekkjakurl skuli af gervigrasvöllum.vísir/daníelLýðháskólar, loftlagsráð, mjólkurfræði og dekkjakurlið burt Þá ályktaði Alþingi í fjórtán málum. Að tillögu Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, auk annarra, var samþykkt að gera áhættumat fyrir landið með tilliti til ferðamennsku. Tillaga um aðgerðarhóp gegn súrnun sjávar á norðurslóðum, þar sem Elín Hirst var fyrsti flutningsmaður, var samþykkt sem og tillaga hluta þingflokks Vinstri grænna um að Alþingi styðji að koma á alþjóðlegu banni gegn sjálfvirkum vígvélum. Einnig var samþykkt tillaga þess efnis að Alþingi skuli koma á fót loftslagsráði sem hafi það meginhlutverk að gera ráðstafanir til að draga úr losun gróðurhúslofttegunda hér á landi. Fyrsti flutningsmaður var Katrín Jakobsdóttir en þrír aðrir úr þingflokki Vinstri grænna stóðu að henni. Alþingi ber síðan, í samvinnu við Umhverfisstofnum og Samband íslenskra sveitarfélaga, að vinna að því að dekkjakurl skuli af gervigrasvöllum landsins fyrir árslok. Tillagan kom frá Willum Þór Þórssyni. Tillaga Brynhildar Pétursdóttur og Bjartrar framtíðar, þess efnis að menntamálaráðherra skuli leggja fram frumvarp um lýðheilsuháskóla og starfsemi þeirra hér landi, var samþykkt og sömu sögu er að segja af tillögu Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, Framsóknarflokki, að stefnt skuli að því að hér á landi verði boðið upp á nám í mjólkurfræðum. Áætlað er að nefndastarf þingsins hefjist á nýjan leik 10. ágúst og að þingfundir hefjist á ný 15. ágúst næstkomandi.
Alþingi Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan stöðvar LÍN-frumvarp Illuga: „Ráðherrar verða að vinna vinnuna sína betur“ „Búinn að halda þessu leyndu og reyna að moka þessu í gegn í tímaþröng á síðustu stundu.“ 1. júní 2016 16:11 Vilja sækja um aðild Íslands að evrópsku geimvísindastofnuninni Þrettán þingmenn, úr öllum flokkum nema Framsókn, standa að tillögunni. 1. júní 2016 23:17 Píratar leggja til uppsögn samnings kirkjunnar og ríkisins Samkomulag Þjóðkirkjunnar og ríkisins frá 1997 kostar ríkið um 1,5 milljarð á ári. 2. júní 2016 15:06 Vinna við frumvarp gegn fjármagnsinnflæði tefst "Við sögðum að þetta þyrfti að koma fyrir almenna losun hafta og kannski æskilegt að það hefði verið í kringum útboðið. 2. júní 2016 07:00 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Sjá meira
Stjórnarandstaðan stöðvar LÍN-frumvarp Illuga: „Ráðherrar verða að vinna vinnuna sína betur“ „Búinn að halda þessu leyndu og reyna að moka þessu í gegn í tímaþröng á síðustu stundu.“ 1. júní 2016 16:11
Vilja sækja um aðild Íslands að evrópsku geimvísindastofnuninni Þrettán þingmenn, úr öllum flokkum nema Framsókn, standa að tillögunni. 1. júní 2016 23:17
Píratar leggja til uppsögn samnings kirkjunnar og ríkisins Samkomulag Þjóðkirkjunnar og ríkisins frá 1997 kostar ríkið um 1,5 milljarð á ári. 2. júní 2016 15:06
Vinna við frumvarp gegn fjármagnsinnflæði tefst "Við sögðum að þetta þyrfti að koma fyrir almenna losun hafta og kannski æskilegt að það hefði verið í kringum útboðið. 2. júní 2016 07:00