Lestarkerfi í Frakklandi í lamasessi korteri fyrir EM Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júní 2016 13:58 Frá mótmælaaðgerðum í síðustu viku. Vísir/EPA Ótímabundnar verkfallsaðgerðir af hálfu lestarstarfsmanna í Frakklandi valda því að aðeins sextíu prósent hraðlesta og einhvers staðar á bilinu þriðjungur til helmingur af annarri lestarþjónustu ganga sem stendur. Verkalýðsfélög mótmæla breytingum á vinnutíma en verkfallið kemur á ólgutímum hjá verkamönnum í Frakklandi vegna fyrirhugaðra lagabreytinga. Verkfallsaðgerðirnar gætu haft áhrif á ferðalög þúsunda Íslendinga sem halda á næstu vikum til Frakklands þar sem Evrópumótið í knattspyrnu karla hefst þann 10. júní. Karlalandslið Íslands spilar í St. Etienne 14. júní, í Marseille 18. júní og loks í París 22. júní. Töluverðar fjarlægðir eru á milli borganna og því ljóst að aðgerðir lestarstarfsmanna og annarra verkamanna gæti haft áhrif á ferðalög EM-fara, íslenskra sem erlendra. Langar raðir hafa myndast á lestarstöðvum í Frakklandi.Vísir/EPA 35 klukkustunda vinnuvika Vinnuvikan í Frakklandi er 35 klukkustundir, starfsmenn eiga ekki að verja meiri tíma í vinnu en það samkvæmt lögum. Þá eiga allir rétt á 35 klukkustunda samfelldu fríi í vikunni, sem fellur oftast á helgi og ellefu klukkustunda hvíld á hverjum sólarhring. Til samanburðar er vinnuvikan 40 klukkustundir á Íslandi og hámarkslengd vinnuviku í Bretlandi er 48 klukkustundir. Meðalvinnutími Frakka reynist þó meiri en hann á að vera samkvæmt lögum. Þannig unnu Frakkar að meðaltali 37,5 klukkustundir á viku árið 2014 sem er meira en Bretar (36,1 klukkustund) og Þjóðverjar (35,3 klukkustundir) að því er segir í frétt BBC. Lögum samkvæmt ættu Frakkar að fá greidda yfirvinnu fyrir þann tíma sem þeir vinna umfram eða fá annars konar uppbót, svo sem í formi vaktafría. Það gildir ekki í Bretlandi og Þýskalandi. Francois Hollande Frakklandsforseti.Vísir/AFP Frumvarpið verður ekki stöðvað Breytingin sem verkamenn í Frakklandi eru ósáttir við snýr að því að vinnuveitendur geti beðið starfsmenn um að vinna allt að 46 klukkustunda vinnuviku og jafnvel 60 klukkustunda vinnuviku í undantekningartilfellum. Í staðinn fengju starfsmennirnir styttri vinnuvikur á móti þannig að útkoman yrði 35 klukkustunda löng meðalvika. Í tilfellum sumra verkamanna myndi það brjóta á reglunni um ellefu klukkustunda samfelldan hvíldartíma á hverjum sólarhring. Breytingarnar myndu líka auðvelda fyrirtækjum að segja upp starfsmönnum sem frönsk yfirvöld sjá sem jákvæðan hlut því það myndi auðvelda fyrirtækjum að ráða nýtt starfsfólk. Hafa margir áhyggjur af því að eldra fólk muni í auknum mæli missa vinnuna gangi breytingar í gegn. Verkamannalög í Frakklandi veita starfsmönnum umtalsverða vernd. Fyrirtækjum getur verið meinað að segja upp fólki ef fyrirtækið skilar hagnaði. Breytingarnar myndu gera fyrirtækjum, þar sem hagnaður hefur minnkað fjóra ársfjórðunga í röð, að reka fólk. Ný lög yrðu engu að síður vinsamlegri í garð verkamanna en í flestum öðrum Evrópulöndum. Atvinnuleysi í Frakklandi er um 10 prósent samanborið við um fimm prósent í nágannalöndunum Bretlandi og Þýskalandi. Francois Hollande Frakklandsforseti segir að lagafrumvarpið verði ekki dregið til baka þrátt fyrir mótmælaöldu undanfarna mánuði. Kom til átaka milli mótmælanda og lögreglu í síðustu viku. Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, gagnrýnir stefnu Hollande harðlega og segir hann hafa tekið ranglega á öllu því sem snertir fyrirhugaða löggjöf. Sjálfur sætir Sarkozy ákæru fyrir spillingu. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Europol: Mikil hryðjuverkaógn á EM í Frakklandi Yfirmaður Evrópulögreglunnar segir Evrópumótið í fótbolta augljóst skotmark íslamska ríkisins. 1. júní 2016 13:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Ótímabundnar verkfallsaðgerðir af hálfu lestarstarfsmanna í Frakklandi valda því að aðeins sextíu prósent hraðlesta og einhvers staðar á bilinu þriðjungur til helmingur af annarri lestarþjónustu ganga sem stendur. Verkalýðsfélög mótmæla breytingum á vinnutíma en verkfallið kemur á ólgutímum hjá verkamönnum í Frakklandi vegna fyrirhugaðra lagabreytinga. Verkfallsaðgerðirnar gætu haft áhrif á ferðalög þúsunda Íslendinga sem halda á næstu vikum til Frakklands þar sem Evrópumótið í knattspyrnu karla hefst þann 10. júní. Karlalandslið Íslands spilar í St. Etienne 14. júní, í Marseille 18. júní og loks í París 22. júní. Töluverðar fjarlægðir eru á milli borganna og því ljóst að aðgerðir lestarstarfsmanna og annarra verkamanna gæti haft áhrif á ferðalög EM-fara, íslenskra sem erlendra. Langar raðir hafa myndast á lestarstöðvum í Frakklandi.Vísir/EPA 35 klukkustunda vinnuvika Vinnuvikan í Frakklandi er 35 klukkustundir, starfsmenn eiga ekki að verja meiri tíma í vinnu en það samkvæmt lögum. Þá eiga allir rétt á 35 klukkustunda samfelldu fríi í vikunni, sem fellur oftast á helgi og ellefu klukkustunda hvíld á hverjum sólarhring. Til samanburðar er vinnuvikan 40 klukkustundir á Íslandi og hámarkslengd vinnuviku í Bretlandi er 48 klukkustundir. Meðalvinnutími Frakka reynist þó meiri en hann á að vera samkvæmt lögum. Þannig unnu Frakkar að meðaltali 37,5 klukkustundir á viku árið 2014 sem er meira en Bretar (36,1 klukkustund) og Þjóðverjar (35,3 klukkustundir) að því er segir í frétt BBC. Lögum samkvæmt ættu Frakkar að fá greidda yfirvinnu fyrir þann tíma sem þeir vinna umfram eða fá annars konar uppbót, svo sem í formi vaktafría. Það gildir ekki í Bretlandi og Þýskalandi. Francois Hollande Frakklandsforseti.Vísir/AFP Frumvarpið verður ekki stöðvað Breytingin sem verkamenn í Frakklandi eru ósáttir við snýr að því að vinnuveitendur geti beðið starfsmenn um að vinna allt að 46 klukkustunda vinnuviku og jafnvel 60 klukkustunda vinnuviku í undantekningartilfellum. Í staðinn fengju starfsmennirnir styttri vinnuvikur á móti þannig að útkoman yrði 35 klukkustunda löng meðalvika. Í tilfellum sumra verkamanna myndi það brjóta á reglunni um ellefu klukkustunda samfelldan hvíldartíma á hverjum sólarhring. Breytingarnar myndu líka auðvelda fyrirtækjum að segja upp starfsmönnum sem frönsk yfirvöld sjá sem jákvæðan hlut því það myndi auðvelda fyrirtækjum að ráða nýtt starfsfólk. Hafa margir áhyggjur af því að eldra fólk muni í auknum mæli missa vinnuna gangi breytingar í gegn. Verkamannalög í Frakklandi veita starfsmönnum umtalsverða vernd. Fyrirtækjum getur verið meinað að segja upp fólki ef fyrirtækið skilar hagnaði. Breytingarnar myndu gera fyrirtækjum, þar sem hagnaður hefur minnkað fjóra ársfjórðunga í röð, að reka fólk. Ný lög yrðu engu að síður vinsamlegri í garð verkamanna en í flestum öðrum Evrópulöndum. Atvinnuleysi í Frakklandi er um 10 prósent samanborið við um fimm prósent í nágannalöndunum Bretlandi og Þýskalandi. Francois Hollande Frakklandsforseti segir að lagafrumvarpið verði ekki dregið til baka þrátt fyrir mótmælaöldu undanfarna mánuði. Kom til átaka milli mótmælanda og lögreglu í síðustu viku. Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, gagnrýnir stefnu Hollande harðlega og segir hann hafa tekið ranglega á öllu því sem snertir fyrirhugaða löggjöf. Sjálfur sætir Sarkozy ákæru fyrir spillingu.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Europol: Mikil hryðjuverkaógn á EM í Frakklandi Yfirmaður Evrópulögreglunnar segir Evrópumótið í fótbolta augljóst skotmark íslamska ríkisins. 1. júní 2016 13:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Europol: Mikil hryðjuverkaógn á EM í Frakklandi Yfirmaður Evrópulögreglunnar segir Evrópumótið í fótbolta augljóst skotmark íslamska ríkisins. 1. júní 2016 13:00