Secret-Solstice: Die Antwoord þurfti að endurskipuleggja tónleika kvöldsins vegna seinkunarinnar Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 19. júní 2016 20:25 Yolandi Visser alveg ótrúlega töff á tónleikum síðasta sumar. Vísir/EPA Tónleikum suður-afrísku hljómsveitarinnar Die Antwoord á Secret Solstice tónleikahátíðinni í kvöld var seinkað vegna tafa í flugsamgöngum til og frá landinu líkt og fram hefur komið á Vísi. Tónleikarnir munu hefjast klukkan 11 og fara fram innanhús í tónleikasalnum Hel. Hel tekur um fimm þúsund standandi gesti en um sjö þúsund höfðu sett tónleikana í sína eigin persónulegu dagskrá áður en þeir voru færðir frá aðalsviðinu sem kallast Valhalla. Því er ljóst að færri komast að en vilja. Ósk Gunnarsdóttir, einn skipuleggjenda hátíðarinnar, segir að verið sé að reyna gera það besta úr óviðráðanlegum aðstæðum. Ekki hefði verið um annan tónleikastað en Hel að ræða, ella hefði þurft að sleppa tónleikunum alveg sökum þess að leyfi til þess að hafa útitónleika gildir einungis til miðnættis.Yolandi Visser og félagar í Die Antwoord stíga á svið seinna en auglýst var.VísirMálið veldur nokkrum vandræðum fyrir hljómsveitina en hún þarf nú að endurskipuleggja fyrirhugaða tónleika sína hvað varðar ljós og annað. Þegar Vísir náði tali af Ósk voru hljómsveitarmeðlimir í svokölluðu sound-checki. Hljómsveitin hefur verið starfrækt frá árinu 2008 og því má fastlega gera ráð fyrir því að meðlimir láti málið ekki slá sig út af laginu. Nokkrar breytingar á dagskrá Ósk hvetur aðdáendur til þess að koma sér snemma fyrir í röð vilji þeir tryggja sér pláss á Die Antwoord. Hún bendir þó á að Of Monsters and Men verði á stóra sviðinu, Valhalla, á sama tíma og því ætti fólksfjöldinn að dreifast á þessi tvö stóru nöfn. „Þetta er bara eins og á Airwaves, tónleikagestir þurfa að velja hvað þeir vilja sjá. Stundum er ekki hægt að sjá allt,“ útskýrir hún. Hel verður opið í nótt eftir tónleika Die Antwoord en þá stígur á svið listamaðurinn Kerri Chandler. „Nokkrar breytingar á dagskránni voru nauðsynlegar til þess að láta nýjan tíma rappsveitarinnar ganga upp,“ segir í tilkynningu. „Plötusnúðurinn Apollonia hefur verið færður í danstjaldið Ask klukkan 23:00 og plötusnúðarnir Stephane Ghenacia og Voyeur hafa verið færðir síðar um nóttina í Hel. Kerri Chandler kemur fram klukkan 00:30 eftir að Die Antwoord hafa klárað. Breski plötusnúðurinn Artwork kemur fram klukkan 18:50 á stærsta sviði hátíðarinnar Valhalla á sama tíma og Die Antwoord áttu að koma fram.“ Airwaves Tengdar fréttir Tískan á Solstice Glamour x Secret Solstice 2016. 18. júní 2016 13:15 Brjáluð stemning á M.O.P. á Solstice: "Ísland. Ísland. Ísland!“ - myndband Rappdúóið tryllti lýðinn í Laugardalnum í gær. 19. júní 2016 10:30 Fólkið á Solstice: Hafa gefið saman fimmtíu pör yfir helgina Prestarnir á Solstice telja ekki hægt að skrá kærleikann í nokkra bók. Vísir fékk að fylgjast með athöfn. 18. júní 2016 15:00 Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fleiri fréttir „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Sjá meira
Tónleikum suður-afrísku hljómsveitarinnar Die Antwoord á Secret Solstice tónleikahátíðinni í kvöld var seinkað vegna tafa í flugsamgöngum til og frá landinu líkt og fram hefur komið á Vísi. Tónleikarnir munu hefjast klukkan 11 og fara fram innanhús í tónleikasalnum Hel. Hel tekur um fimm þúsund standandi gesti en um sjö þúsund höfðu sett tónleikana í sína eigin persónulegu dagskrá áður en þeir voru færðir frá aðalsviðinu sem kallast Valhalla. Því er ljóst að færri komast að en vilja. Ósk Gunnarsdóttir, einn skipuleggjenda hátíðarinnar, segir að verið sé að reyna gera það besta úr óviðráðanlegum aðstæðum. Ekki hefði verið um annan tónleikastað en Hel að ræða, ella hefði þurft að sleppa tónleikunum alveg sökum þess að leyfi til þess að hafa útitónleika gildir einungis til miðnættis.Yolandi Visser og félagar í Die Antwoord stíga á svið seinna en auglýst var.VísirMálið veldur nokkrum vandræðum fyrir hljómsveitina en hún þarf nú að endurskipuleggja fyrirhugaða tónleika sína hvað varðar ljós og annað. Þegar Vísir náði tali af Ósk voru hljómsveitarmeðlimir í svokölluðu sound-checki. Hljómsveitin hefur verið starfrækt frá árinu 2008 og því má fastlega gera ráð fyrir því að meðlimir láti málið ekki slá sig út af laginu. Nokkrar breytingar á dagskrá Ósk hvetur aðdáendur til þess að koma sér snemma fyrir í röð vilji þeir tryggja sér pláss á Die Antwoord. Hún bendir þó á að Of Monsters and Men verði á stóra sviðinu, Valhalla, á sama tíma og því ætti fólksfjöldinn að dreifast á þessi tvö stóru nöfn. „Þetta er bara eins og á Airwaves, tónleikagestir þurfa að velja hvað þeir vilja sjá. Stundum er ekki hægt að sjá allt,“ útskýrir hún. Hel verður opið í nótt eftir tónleika Die Antwoord en þá stígur á svið listamaðurinn Kerri Chandler. „Nokkrar breytingar á dagskránni voru nauðsynlegar til þess að láta nýjan tíma rappsveitarinnar ganga upp,“ segir í tilkynningu. „Plötusnúðurinn Apollonia hefur verið færður í danstjaldið Ask klukkan 23:00 og plötusnúðarnir Stephane Ghenacia og Voyeur hafa verið færðir síðar um nóttina í Hel. Kerri Chandler kemur fram klukkan 00:30 eftir að Die Antwoord hafa klárað. Breski plötusnúðurinn Artwork kemur fram klukkan 18:50 á stærsta sviði hátíðarinnar Valhalla á sama tíma og Die Antwoord áttu að koma fram.“
Airwaves Tengdar fréttir Tískan á Solstice Glamour x Secret Solstice 2016. 18. júní 2016 13:15 Brjáluð stemning á M.O.P. á Solstice: "Ísland. Ísland. Ísland!“ - myndband Rappdúóið tryllti lýðinn í Laugardalnum í gær. 19. júní 2016 10:30 Fólkið á Solstice: Hafa gefið saman fimmtíu pör yfir helgina Prestarnir á Solstice telja ekki hægt að skrá kærleikann í nokkra bók. Vísir fékk að fylgjast með athöfn. 18. júní 2016 15:00 Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fleiri fréttir „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Sjá meira
Brjáluð stemning á M.O.P. á Solstice: "Ísland. Ísland. Ísland!“ - myndband Rappdúóið tryllti lýðinn í Laugardalnum í gær. 19. júní 2016 10:30
Fólkið á Solstice: Hafa gefið saman fimmtíu pör yfir helgina Prestarnir á Solstice telja ekki hægt að skrá kærleikann í nokkra bók. Vísir fékk að fylgjast með athöfn. 18. júní 2016 15:00