Einkunnir gegn Ungverjalandi: Ragnar bestur 18. júní 2016 17:53 Ragnar í baráttunni við Adam Nagy í kvöld. vísir/getty Ísland gerði grátlegt jafntefli við Ungverjalandi í annari umferð F-riðils, en liði skildu jöfn 1-1 á Stade Vélodrome leikvanginum í Marseille. Ísland er því með tvö stig eftir fyrstu tvo leikina á Evrópumótinu í Frakklandi. Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi yfir með marki á 40. mínútu, en Birkir Már Sævarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum. Lokatölur 1-1. Hér að neðan má sjá einkunnagjöf Vísis úr leiknum, en Ragnar Sigurðsson var valinn maður leiksins með níu í einkunn. Næstir komu Kári Árnason, Gylfi Þór Sigurðsson, Birkir Bjarnason og Kolbeinn Sigþórsson allir með átta.Einkunnagjöf Íslands:Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 7 Virkaði óvenju óöruggur í markinu og missti bolta og fyrirgjafir frá sér. Engin afdrifarík mistök samt.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Skilaði sínu og gott betur. Engin mistök hjá Birki sem lenti stundum í veseni þegar Jóhann Berg gleymdi sér í varnarleiknum. Var afar óheppinn í sjálfsmarkinu.Kári Árnason, miðvörður 8 Traustur sem endranær, tók engar áhættur og þeir Ragnar að ná frábærlega saman í hjarta varnarinnar.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 9 Leiðtoginn í vörninni. Yfirvegaður og veitir félögum sínum mikið öryggi. Steig ekki feilspor og besti maður Íslands í kvöld.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 7 Var í erfiðu varnarhlutverki en leysti það oftast vel. Mark Ungverja kom þó frá hægri kantinum.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Fékk besta færi Íslands einn gegn Király í markinu en varið frá honum. Mesti skrekkurinn farinn úr honum eftir Portúgalsleikinn en fengum ekki nóg út úr hraða hans og leikni. Duglegur eins og aðrir.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 7 Fyrirliðinn barðist en var mistækur í fyrri hálfleiknum. Tapaði boltanum og átti skrýtnar sendingar. Blokkaði lykilskot í fyrri hálfleiknum. Sótti vítið sem mark Íslands kom úr.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8 Sást ekki fyrsta hálftímann en þegar hann fékk boltann fengu okkar menn trú, eitthvað gerðist fram á við. Skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 8 Lítið með framan af en færðist inn á miðjuna þegar Aron Einar fór útaf og lét vel til sín taka. Gríðarlega mikilvægt að eiga mann sem getur leyst Aron svo vel af hólmi.Jón Daði Böðvarsson, framherji 7 Gekk ekki jafnvel að koma sér inn í leikinn og gegn Portúgal enda allt öðruvísi leikur þar sem okkar menn sáu lítið af boltanum. Gekk illa að halda boltanum en barðist eins og ljón.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8 Hélt áfram vinnusemi sinni í háloftunum en eins og gegn Portúgal hafnaði seinni bolti nánast alltaf hjá mótherja.Varamenn:Emil Hallfreðsson 5 (Kom inn á fyrir Aron Einar á 66. mínútu) Kom inn á á kantinn þegar Aron Einar meiddist. Var skynsamur, fór ekki of framarlega en Íslendingar voru í nauðvörn nánast allan þann tíma sem Emil var inn á.Alfreð Finnbogason 6 (Kom inn á fyrir Jón Daða á 69. mínútu) Átti mjög klóka innkomu, vann boltann einu sinni í hættulegri aukaspyrnu Ungverja og hljóp úr sér lungun. Fórnaði sér með broti á mikilvægu augnabliki og missir af leiknum gegn Austurríki.Eiður Smári Guðjohnsen (Kom inn á fyrir Kolbein Sigþórsson á 84. mínútu) Spilaði ekki nóg til að fá einkunn en fékk sínar fyrstu mínútur á stórmóti með íslenska landsliðinu. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Fleiri fréttir Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Sjá meira
Ísland gerði grátlegt jafntefli við Ungverjalandi í annari umferð F-riðils, en liði skildu jöfn 1-1 á Stade Vélodrome leikvanginum í Marseille. Ísland er því með tvö stig eftir fyrstu tvo leikina á Evrópumótinu í Frakklandi. Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi yfir með marki á 40. mínútu, en Birkir Már Sævarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum. Lokatölur 1-1. Hér að neðan má sjá einkunnagjöf Vísis úr leiknum, en Ragnar Sigurðsson var valinn maður leiksins með níu í einkunn. Næstir komu Kári Árnason, Gylfi Þór Sigurðsson, Birkir Bjarnason og Kolbeinn Sigþórsson allir með átta.Einkunnagjöf Íslands:Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 7 Virkaði óvenju óöruggur í markinu og missti bolta og fyrirgjafir frá sér. Engin afdrifarík mistök samt.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Skilaði sínu og gott betur. Engin mistök hjá Birki sem lenti stundum í veseni þegar Jóhann Berg gleymdi sér í varnarleiknum. Var afar óheppinn í sjálfsmarkinu.Kári Árnason, miðvörður 8 Traustur sem endranær, tók engar áhættur og þeir Ragnar að ná frábærlega saman í hjarta varnarinnar.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 9 Leiðtoginn í vörninni. Yfirvegaður og veitir félögum sínum mikið öryggi. Steig ekki feilspor og besti maður Íslands í kvöld.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 7 Var í erfiðu varnarhlutverki en leysti það oftast vel. Mark Ungverja kom þó frá hægri kantinum.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Fékk besta færi Íslands einn gegn Király í markinu en varið frá honum. Mesti skrekkurinn farinn úr honum eftir Portúgalsleikinn en fengum ekki nóg út úr hraða hans og leikni. Duglegur eins og aðrir.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 7 Fyrirliðinn barðist en var mistækur í fyrri hálfleiknum. Tapaði boltanum og átti skrýtnar sendingar. Blokkaði lykilskot í fyrri hálfleiknum. Sótti vítið sem mark Íslands kom úr.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8 Sást ekki fyrsta hálftímann en þegar hann fékk boltann fengu okkar menn trú, eitthvað gerðist fram á við. Skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 8 Lítið með framan af en færðist inn á miðjuna þegar Aron Einar fór útaf og lét vel til sín taka. Gríðarlega mikilvægt að eiga mann sem getur leyst Aron svo vel af hólmi.Jón Daði Böðvarsson, framherji 7 Gekk ekki jafnvel að koma sér inn í leikinn og gegn Portúgal enda allt öðruvísi leikur þar sem okkar menn sáu lítið af boltanum. Gekk illa að halda boltanum en barðist eins og ljón.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8 Hélt áfram vinnusemi sinni í háloftunum en eins og gegn Portúgal hafnaði seinni bolti nánast alltaf hjá mótherja.Varamenn:Emil Hallfreðsson 5 (Kom inn á fyrir Aron Einar á 66. mínútu) Kom inn á á kantinn þegar Aron Einar meiddist. Var skynsamur, fór ekki of framarlega en Íslendingar voru í nauðvörn nánast allan þann tíma sem Emil var inn á.Alfreð Finnbogason 6 (Kom inn á fyrir Jón Daða á 69. mínútu) Átti mjög klóka innkomu, vann boltann einu sinni í hættulegri aukaspyrnu Ungverja og hljóp úr sér lungun. Fórnaði sér með broti á mikilvægu augnabliki og missir af leiknum gegn Austurríki.Eiður Smári Guðjohnsen (Kom inn á fyrir Kolbein Sigþórsson á 84. mínútu) Spilaði ekki nóg til að fá einkunn en fékk sínar fyrstu mínútur á stórmóti með íslenska landsliðinu.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Fleiri fréttir Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45