Foreldrar Hauks Heiðars héldu EM-ferðinni leyndri fram að valinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júní 2016 11:00 Ragnheiður og Haukur við höfnina í Marseille í gær. Vísir/Vilhelm Þau voru hin hressustu og ekki lítið stolt, Ragnheiður Haraldsdóttir og Haukur Jóhannsson, foreldrar Hauks Heiðars Haukssonar landsliðsmanns þegar blaðamaður rakst á þau á göngu sinni í Marseille í gær. Þau voru enn í skýjunum eftir jafnteflið gegn Portúgal í Saint-Étienne. „Það kvöld er ógleymanlegt,“ segir Haukur. Sá landsleikur toppi alla hina sem hann sé búin að fara á og Ragnheiður er sama sinnis. Ragnheiður og Haukur eru Akureyringar, ekki nóg með það heldur einnig afreksfólk á sviði íþrótta. Haukur hefur keppt fyrir Íslandshönd í svigi á Ólympíuleikum og Ragnheiður er Íslandsmeistari í brids. „Liðinu gengur svo vel að við erum afar glöð. Svo ef strákuirnn kemur inn á verðum við ennþá glaðari,“ segir Ragnheiður. Haukur bætir við: „En þú skiptir ekki svo oft bakverði fyrir bakvörð,“ segir Haukur og tekur undir með blaðamanni að það sé ekki algeng skipting til að breyta gangi í leikjum. „Við hugsum auðvitað aðallega um liðið og úrslitin og erum mjög ánægð.“Spá 1-0 sigri okkar manna Haukur er bjartsýnn fyrir leikinn í dag gegn Ungverjum og spáir 1-0 sigri okkar mann. Það væri algjör draumur sem er í takt við ferðina þeirra, algjör draumur að sögn Ragnheiðar. Í ljós kemur að þau voru búin að bóka sér EM-ferð áður en ljóst var að Haukur Heiðar, sonur þeirra, yrði í landsliðshópnum. Þá átti bara að fara í þriggja daga ferð á leikinn í Saint-Étienne. „Við ætluðum bara heim strax en breyttum því þegar við vissum að strákurinn væri með í hópnum. Þá fór allt af stað,“ segir Ragnheiður. Þau ætla að sjá til hvað þau geri eftir leikinn á morgun en greinilegt er að þau eru alvarlega að hugsa um að framlengja ferðina fram yfir leikinn í París þann 22. júní. Haukur eldri ljóstrar þá upp leyndarmáli, eða því sem var leyndarmál þangað til í maí þegar 23 manna hópur Íslands var tilkynntur með Hauk Heiðar innanborðs. „Við bókuðum ferðina áður en Haukur var valinn í landsliðið. Ég vildi ekki láta strákinn vita af þessu,“ segir Haukur. Hann vildi ekki að það færi að angra son sinn eða setja auka pressu á hann. Haukur eldri hlær að því núna enda allir hressir með lífið og tilveruna í Frakklandi, Íslendingar hið minnsta.Dyraverðir til bjargar Haukur var klæddur í landsliðstreyju númer þrjú, merktri leiknum gegn Portúgal í Saint-Étienne. Ekki amalegur gripur það. „Heldurðu drengur? Hann náði að kasta þessu í mig eftir leikinn,“ segir Haukur og Ragnheiður útskýrir hvernig Haukur Heiðar náði í þau í gegnum síma skömmu eftir leik þegar þau voru komin útaf leikvanginum. Þau gátu ekki farið til baka vegna öryggisgæslu. Ekki strax. Til bjargar komu æðislegir dyraverðir að sögn Ragnheiðar og fengu þau stutta stund með stráknum sínum að leik loknum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslendingapartý í Marseille: Can´t walk away á repeat og geggjað stuð Gleðin var í fyrirrúmi en einn og einn fór aðeins of geyst í vínið og hafði lognast útaf á sófanum. 17. júní 2016 20:30 Svona var Íslendingapartýið í Marseille Hvað lag ætli hafi verið sungið oftast í veislunni? Vísbending, það heitir ekki Ferðalok. 18. júní 2016 07:00 Átti ekki að fá neinn bjór í Frakklandi nema hann myndi vinna KR Herra Fjölnir er mættur til Marseille þar sem hann getur fengið sér bjór með góðri samvisku. 17. júní 2016 22:00 Mest lesið Munur er á manviti og mannviti Menning Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Sjá meira
Þau voru hin hressustu og ekki lítið stolt, Ragnheiður Haraldsdóttir og Haukur Jóhannsson, foreldrar Hauks Heiðars Haukssonar landsliðsmanns þegar blaðamaður rakst á þau á göngu sinni í Marseille í gær. Þau voru enn í skýjunum eftir jafnteflið gegn Portúgal í Saint-Étienne. „Það kvöld er ógleymanlegt,“ segir Haukur. Sá landsleikur toppi alla hina sem hann sé búin að fara á og Ragnheiður er sama sinnis. Ragnheiður og Haukur eru Akureyringar, ekki nóg með það heldur einnig afreksfólk á sviði íþrótta. Haukur hefur keppt fyrir Íslandshönd í svigi á Ólympíuleikum og Ragnheiður er Íslandsmeistari í brids. „Liðinu gengur svo vel að við erum afar glöð. Svo ef strákuirnn kemur inn á verðum við ennþá glaðari,“ segir Ragnheiður. Haukur bætir við: „En þú skiptir ekki svo oft bakverði fyrir bakvörð,“ segir Haukur og tekur undir með blaðamanni að það sé ekki algeng skipting til að breyta gangi í leikjum. „Við hugsum auðvitað aðallega um liðið og úrslitin og erum mjög ánægð.“Spá 1-0 sigri okkar manna Haukur er bjartsýnn fyrir leikinn í dag gegn Ungverjum og spáir 1-0 sigri okkar mann. Það væri algjör draumur sem er í takt við ferðina þeirra, algjör draumur að sögn Ragnheiðar. Í ljós kemur að þau voru búin að bóka sér EM-ferð áður en ljóst var að Haukur Heiðar, sonur þeirra, yrði í landsliðshópnum. Þá átti bara að fara í þriggja daga ferð á leikinn í Saint-Étienne. „Við ætluðum bara heim strax en breyttum því þegar við vissum að strákurinn væri með í hópnum. Þá fór allt af stað,“ segir Ragnheiður. Þau ætla að sjá til hvað þau geri eftir leikinn á morgun en greinilegt er að þau eru alvarlega að hugsa um að framlengja ferðina fram yfir leikinn í París þann 22. júní. Haukur eldri ljóstrar þá upp leyndarmáli, eða því sem var leyndarmál þangað til í maí þegar 23 manna hópur Íslands var tilkynntur með Hauk Heiðar innanborðs. „Við bókuðum ferðina áður en Haukur var valinn í landsliðið. Ég vildi ekki láta strákinn vita af þessu,“ segir Haukur. Hann vildi ekki að það færi að angra son sinn eða setja auka pressu á hann. Haukur eldri hlær að því núna enda allir hressir með lífið og tilveruna í Frakklandi, Íslendingar hið minnsta.Dyraverðir til bjargar Haukur var klæddur í landsliðstreyju númer þrjú, merktri leiknum gegn Portúgal í Saint-Étienne. Ekki amalegur gripur það. „Heldurðu drengur? Hann náði að kasta þessu í mig eftir leikinn,“ segir Haukur og Ragnheiður útskýrir hvernig Haukur Heiðar náði í þau í gegnum síma skömmu eftir leik þegar þau voru komin útaf leikvanginum. Þau gátu ekki farið til baka vegna öryggisgæslu. Ekki strax. Til bjargar komu æðislegir dyraverðir að sögn Ragnheiðar og fengu þau stutta stund með stráknum sínum að leik loknum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslendingapartý í Marseille: Can´t walk away á repeat og geggjað stuð Gleðin var í fyrirrúmi en einn og einn fór aðeins of geyst í vínið og hafði lognast útaf á sófanum. 17. júní 2016 20:30 Svona var Íslendingapartýið í Marseille Hvað lag ætli hafi verið sungið oftast í veislunni? Vísbending, það heitir ekki Ferðalok. 18. júní 2016 07:00 Átti ekki að fá neinn bjór í Frakklandi nema hann myndi vinna KR Herra Fjölnir er mættur til Marseille þar sem hann getur fengið sér bjór með góðri samvisku. 17. júní 2016 22:00 Mest lesið Munur er á manviti og mannviti Menning Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Sjá meira
Íslendingapartý í Marseille: Can´t walk away á repeat og geggjað stuð Gleðin var í fyrirrúmi en einn og einn fór aðeins of geyst í vínið og hafði lognast útaf á sófanum. 17. júní 2016 20:30
Svona var Íslendingapartýið í Marseille Hvað lag ætli hafi verið sungið oftast í veislunni? Vísbending, það heitir ekki Ferðalok. 18. júní 2016 07:00
Átti ekki að fá neinn bjór í Frakklandi nema hann myndi vinna KR Herra Fjölnir er mættur til Marseille þar sem hann getur fengið sér bjór með góðri samvisku. 17. júní 2016 22:00