Munum sýna á okkur aðra hlið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. júní 2016 09:00 Það var sannkölluð þjóðhátíðarstemmning í Marseille í gær. vísir/vilhelm „Nú fáum við tækifæri til að sýna aðra hlið á okkur,“ sagði Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, á blaðamannafundi í Marseille í gær. Vísaði hann til þess að Ísland hafi verið í miklu varnarhlutverki gegn Portúgal á þriðjudag en að leikurinn gegn Ungverjalandi í dag yrði allt annars eðlis. Hann er lykilleikur fyrir bæði lið upp á framhaldið að gera. Sigur myndi svo gott sem tryggja áframhaldandi þátttöku og líklegt er að Ungverjum myndi duga jafntefli til þess. Ísland má búast við því að það stjórni leiknum meira en strákarnir gerðu gegn Portúgal, að sögn Heimis. „Ég reikna með því að við fáum að hafa boltann meira og spurning hversu vel okkur tekst að nýa það. Það verður að hafa í huga að Ungverjar voru afar klókir í að vinna boltann af Austurríkismönnum.“ Ungverjar hafa komið einna liða mest á óvart á mótinu með því að skella Austurríki, sem margir reiknuðu með að yrði sterkt á EM í Frakklandi, 2-0 á þriðjudag. „Frammistaða Ungverjalands kom mér ekki á óvart,“ sagði Lars Lagerbäck, meðþjálfari Heimis. „Við höfum séð að Ungverjaland er á uppleið og við berum að minnsta kosti einhverja virðingu fyrir þeim. Það sem kom mér helst á óvart er að Ungverjaland lét Austurríki ekki líta nógu vel út. Við eigum von á góðum leik og við þurfum að spila vel sem lið,“ sagði Svíinn enn fremur.Engar áhyggjur af meiðslum Aron Einar Gunnarsson var tæpur í nára fyrir leikinn gegn Portúgal en segir að það hafi í raun aldrei komið til greina hjá honum að missa af leiknum. Aðrir hefðu verið stressaðri en hann. „Það var bara spurning um hversu lengi ég myndi endast en ég fann ekki fyrir þessu. Ég er betri núna en áður og er ég jákvæður á framhaldið,“ sagði fyrirliðinn sem reiknar með að leikurinn á morgun verði viðureign tveggja jafnra liða. „Þetta verður stál í stál. Ungverjaland er með virkilega sterkt lið og er hugarfarið þeirra svipað og hjá okkur. Þetta er bara spurning um hvernig við komum til leiks og mætum þeim. Ég stórefa að Ungverjar muni spila upp á jafntefli,“ sagði Aron Einar í gær. Heimir og Aron voru sammála um að þetta yrði slagur tveggja sterkra varnarliða og að leikurinn myndi bera keim af því. „Þetta verður erfiður leikur. Eitt mark gæti klárað og það er vonandi að það detti okkar megin,“ sagði Aron Einar.Ætlum okkur þrjú stig Kolbeinn Sigþórsson segir að sjálfstraustið í íslenska liðinu sé gott eftir jafnteflið gegn Portúgal. „Það var gott að ná að koma til baka eftir að hafa lent 1-0 undir gegn jafn sterku liði og Portúgal,“ segir Kolbeinn sem segir þó engan vafa á því hvað Ísland ætlar sér að gera í leiknum. „Bara svo það sé alveg á hreinu þá ætlum við að fara í leikinn til að ná í öll þrjú stigin. Bæði lið munu hugsa þannig og við erum við öllu búnir.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
„Nú fáum við tækifæri til að sýna aðra hlið á okkur,“ sagði Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, á blaðamannafundi í Marseille í gær. Vísaði hann til þess að Ísland hafi verið í miklu varnarhlutverki gegn Portúgal á þriðjudag en að leikurinn gegn Ungverjalandi í dag yrði allt annars eðlis. Hann er lykilleikur fyrir bæði lið upp á framhaldið að gera. Sigur myndi svo gott sem tryggja áframhaldandi þátttöku og líklegt er að Ungverjum myndi duga jafntefli til þess. Ísland má búast við því að það stjórni leiknum meira en strákarnir gerðu gegn Portúgal, að sögn Heimis. „Ég reikna með því að við fáum að hafa boltann meira og spurning hversu vel okkur tekst að nýa það. Það verður að hafa í huga að Ungverjar voru afar klókir í að vinna boltann af Austurríkismönnum.“ Ungverjar hafa komið einna liða mest á óvart á mótinu með því að skella Austurríki, sem margir reiknuðu með að yrði sterkt á EM í Frakklandi, 2-0 á þriðjudag. „Frammistaða Ungverjalands kom mér ekki á óvart,“ sagði Lars Lagerbäck, meðþjálfari Heimis. „Við höfum séð að Ungverjaland er á uppleið og við berum að minnsta kosti einhverja virðingu fyrir þeim. Það sem kom mér helst á óvart er að Ungverjaland lét Austurríki ekki líta nógu vel út. Við eigum von á góðum leik og við þurfum að spila vel sem lið,“ sagði Svíinn enn fremur.Engar áhyggjur af meiðslum Aron Einar Gunnarsson var tæpur í nára fyrir leikinn gegn Portúgal en segir að það hafi í raun aldrei komið til greina hjá honum að missa af leiknum. Aðrir hefðu verið stressaðri en hann. „Það var bara spurning um hversu lengi ég myndi endast en ég fann ekki fyrir þessu. Ég er betri núna en áður og er ég jákvæður á framhaldið,“ sagði fyrirliðinn sem reiknar með að leikurinn á morgun verði viðureign tveggja jafnra liða. „Þetta verður stál í stál. Ungverjaland er með virkilega sterkt lið og er hugarfarið þeirra svipað og hjá okkur. Þetta er bara spurning um hvernig við komum til leiks og mætum þeim. Ég stórefa að Ungverjar muni spila upp á jafntefli,“ sagði Aron Einar í gær. Heimir og Aron voru sammála um að þetta yrði slagur tveggja sterkra varnarliða og að leikurinn myndi bera keim af því. „Þetta verður erfiður leikur. Eitt mark gæti klárað og það er vonandi að það detti okkar megin,“ sagði Aron Einar.Ætlum okkur þrjú stig Kolbeinn Sigþórsson segir að sjálfstraustið í íslenska liðinu sé gott eftir jafnteflið gegn Portúgal. „Það var gott að ná að koma til baka eftir að hafa lent 1-0 undir gegn jafn sterku liði og Portúgal,“ segir Kolbeinn sem segir þó engan vafa á því hvað Ísland ætlar sér að gera í leiknum. „Bara svo það sé alveg á hreinu þá ætlum við að fara í leikinn til að ná í öll þrjú stigin. Bæði lið munu hugsa þannig og við erum við öllu búnir.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira