Varamennirnir breyttu öllu fyrir enska liðið í sigri á Wales | Sjáðu mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2016 14:45 Daniel Sturridge fagnar sigurmarkinu sínu. Vísir/Getty Varamennirnir Daniel Sturridge og Jamie Vardy tryggði Englendingum 2-1 sigur á Wales og þar með toppsætið í B-riðlinum á Evrópumótinu í Frakklandi. Gareth Bale kom Wales yfir í fyrri hálfleik með marki beint úr aukaspyrnu af 32 metra færi en Roy Hodgson, þjálfari enska liðsins, skipti bæði Daniel Sturridge og Jamie Vardy inná í hálfleik og það bar árangur því þeir skoruðu báðir. Jamie Vardy var ekki lengi að jafna metin og Daniel Sturridge skoraði síðan sigurmarkið í uppbótartíma leiksins. Englendingar eru því komnir með 4 stig og á toppinn í riðlinum en Wales og Slóvakía eru með 3 stig. England mætir Slóvakíu í lokaumferðinni en Wales spilar við Rússland. Gareth Bale kom Wales í 1-0 í lok fyrri hálfleiks með skoti beint úr aukaspyrnu en hann hefur þar með skorað aukaspyrnumark í tveimur fyrstu leikjum velska liðsins á EM. Englendingar voru miklu betri í fyrri hálfleiknum og Raheem Sterling fékk besta færið. Það var hinsvegar Wales sem skoraði eina markið úr aukaspyrnu af um 32 metra færi en Joe Hart átti að gera þar betur. Gareth Bale er skeinuhættur skotmaður og markvörður Manchester City réði ekki við skotið hans þrátt fyrir að það hafi verið af mjög löngu færi. Roy Hodgson, þjálfari enska liðsins, skipti bæði Daniel Sturridge og Jamie Vardy inná í hálfleik og Vardy var ekki lengi að jafna metin. Hann fékk þá boltann frá Ashley Williams, fyrirliði Wales, og skoraði úr markteignum. Það héldu allir að Vardy væri rangstæður enda langt fyrir innan en síðan kom í ljós að hann fékk boltann frá varnarmanni Wales en ekki samherja. Enska liðið hélt áfram að sækja og markið kom ekki fyrr en í uppbótartímanum. Daniel Sturridge skoraði þá eftir tilviljunarkennt en árangursríkt samspil ensku landsliðmannanna inn í teig. Sturridge fékk boltann á endanum frá Deli Alli og kom boltanum í markið. Ensku leikmennirnir fögnuðu gríðarlega í leikslok enda þetta var afar mikilvægur sigur fyrir liðið ekki síst eftir vonbrigðin í lokin á móti Rússum. Nú var lukkan hinsvegar í liðið með þeim ensku í uppbótartímanum.Bale kemur Wales í 1-0 Bale með ótrúlegt mark beint úr aukaspyrnu! Wales, sem hefur ekki sigrað England í 32 ár, leiðir í hálfleik. 1-0. pic.twitter.com/bZz8uVVtgd— Síminn (@siminn) June 16, 2016 Vardy jafnar metin Rangstaða. Rangstaða. Rangstaða. EKKI RANGSTAÐA! Vardy skorar fyrir England! 1-1 pic.twitter.com/t2oCuiE2p4— Síminn (@siminn) June 16, 2016 Daniel Sturridge skorar sigurmarkið Daniel Sturridge í uppbótartíma! 2-1 fyrir Englandi gegn Wales! pic.twitter.com/DS60awHyG1— Síminn (@siminn) June 16, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Sjá meira
Varamennirnir Daniel Sturridge og Jamie Vardy tryggði Englendingum 2-1 sigur á Wales og þar með toppsætið í B-riðlinum á Evrópumótinu í Frakklandi. Gareth Bale kom Wales yfir í fyrri hálfleik með marki beint úr aukaspyrnu af 32 metra færi en Roy Hodgson, þjálfari enska liðsins, skipti bæði Daniel Sturridge og Jamie Vardy inná í hálfleik og það bar árangur því þeir skoruðu báðir. Jamie Vardy var ekki lengi að jafna metin og Daniel Sturridge skoraði síðan sigurmarkið í uppbótartíma leiksins. Englendingar eru því komnir með 4 stig og á toppinn í riðlinum en Wales og Slóvakía eru með 3 stig. England mætir Slóvakíu í lokaumferðinni en Wales spilar við Rússland. Gareth Bale kom Wales í 1-0 í lok fyrri hálfleiks með skoti beint úr aukaspyrnu en hann hefur þar með skorað aukaspyrnumark í tveimur fyrstu leikjum velska liðsins á EM. Englendingar voru miklu betri í fyrri hálfleiknum og Raheem Sterling fékk besta færið. Það var hinsvegar Wales sem skoraði eina markið úr aukaspyrnu af um 32 metra færi en Joe Hart átti að gera þar betur. Gareth Bale er skeinuhættur skotmaður og markvörður Manchester City réði ekki við skotið hans þrátt fyrir að það hafi verið af mjög löngu færi. Roy Hodgson, þjálfari enska liðsins, skipti bæði Daniel Sturridge og Jamie Vardy inná í hálfleik og Vardy var ekki lengi að jafna metin. Hann fékk þá boltann frá Ashley Williams, fyrirliði Wales, og skoraði úr markteignum. Það héldu allir að Vardy væri rangstæður enda langt fyrir innan en síðan kom í ljós að hann fékk boltann frá varnarmanni Wales en ekki samherja. Enska liðið hélt áfram að sækja og markið kom ekki fyrr en í uppbótartímanum. Daniel Sturridge skoraði þá eftir tilviljunarkennt en árangursríkt samspil ensku landsliðmannanna inn í teig. Sturridge fékk boltann á endanum frá Deli Alli og kom boltanum í markið. Ensku leikmennirnir fögnuðu gríðarlega í leikslok enda þetta var afar mikilvægur sigur fyrir liðið ekki síst eftir vonbrigðin í lokin á móti Rússum. Nú var lukkan hinsvegar í liðið með þeim ensku í uppbótartímanum.Bale kemur Wales í 1-0 Bale með ótrúlegt mark beint úr aukaspyrnu! Wales, sem hefur ekki sigrað England í 32 ár, leiðir í hálfleik. 1-0. pic.twitter.com/bZz8uVVtgd— Síminn (@siminn) June 16, 2016 Vardy jafnar metin Rangstaða. Rangstaða. Rangstaða. EKKI RANGSTAÐA! Vardy skorar fyrir England! 1-1 pic.twitter.com/t2oCuiE2p4— Síminn (@siminn) June 16, 2016 Daniel Sturridge skorar sigurmarkið Daniel Sturridge í uppbótartíma! 2-1 fyrir Englandi gegn Wales! pic.twitter.com/DS60awHyG1— Síminn (@siminn) June 16, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Sjá meira