Sport

Lyfjaeftirlitsmönnum hótað í Rússlandi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lyfjapróf.
Lyfjapróf. vísir/getty

Enn berast neikvæðar fréttir af lyfjaeftirlitsmálum í Rússlandi.

Það eru aðeins tveir dagar þangað til ákveðið verður hvort rússneskir íþróttamenn fái að taka þátt á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar.

Alþjóða lyfjaeftilitsstofnunin, WADA, heldur því fram í dag að lyfjaeftirlitsmönnum í Rússlandi sé hótað og að þeir fái ekki að taka lyfjapróf er þeim hentar.

Þessar fréttir hjálpa Rússum klárlega ekki og ef þær eru réttar geta þær endanlega séð til þess að Rússar verði ekki með í Ríó.

Samkvæmt WADA þá voru 736 próf voru ekki tekin þar sem íþróttamaðurinn mætti ekki í prófið. 23 lyfjapróf gufuðu síðan upp og enginn veit hvar þau eru. Svona mætti áfram telja.

Íþróttamenn létu sig hverfa sem áttu að koma í próf og lyfjaeftirlitsmönnunum síðan hótað ef þeir færu lengra með málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×