Lars: Ber þessi úrslit saman við 5-0 sigurinn 2004 Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. júní 2016 20:00 Lars Lagerbäck hafði ekki tapað fyrsta leik á stórmóti síðan 2000 eða á fimm stórmótum í röð sem þjálfari og byrjaði ekki á því í gærkvöldi þegar strákarnir okkar náðu jafnteflinu gegn Portúgal á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Étienne í gær. Svíinn var eðlilega hress og kátur en þó, eins og alltaf, með fæturnar á jörðinni þegar hann ræddi við blaðamenn á æfingasvæði íslenska liðsins í Annecy í dag. Hann var eðlilega kátur með frammistöðu strákanna. „Þú getur kallað þetta að vera stoltur. Við bjuggumst við þessu af leikmönnunum. Ég er mjög ánægður með hvernig þeir spiluðu leikinn og hversu mikið þeir lögðu sig fram og héldu skipulagi. Þetta var ekki fullkomið en nokkuð gott þannig ég var mjög sáttur,“ sagði Lars við íþróttadeild á æfingu íslenska liðsins í dag. 8.000 Íslendingar voru á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Étienne í gærkvöldi og studdu vel við bakið á liðinu. Lars gat ekki hrósað þeim nóg. „Stuðningurinn var algjörlega frábær. Þetta er ekki bara í fyrsta skipti liðsins á stórmóti heldur stuðningsmannanna líka. Stuðningurinn var alveg magnaður. Ég gef þeim allt það hrós sem ég get gefið,“ sagði Lars. Lars er á sínu sjöunda stórmóti en áður stýrði hann Svíum á fimm stórmótum og Nígeríu síðast á HM 2014. Hann tapaði í fyrsta leik með Svíana á EM 2000 gegn Belgíu en síðan þá hefur hann ekki tapað í fyrsta leik. Tölfræðin: tveir sigrar og þrjú jafntefli með Svíþjóð, Nígeríu og Ísland. En hvar eru þessi úrslit á listanum hjá honum? „Ef ég á að bera þetta saman við eitthvað myndi ég segja þegar við spiluðum við Búlgaríu 2004 og unnum 5-0. Að fá svona byrjun gegn einu besta liðinu í mótinu er auðvitað algjörlega frábært.“ Allt viðtalið má sjá hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Mér er sama hvað Ronaldo segir "Frammstaða okkar byggðist á stolti, karakter en fyrst og fremst mikilli vinnusemi.“ 15. júní 2016 12:30 Lars um Ronaldo: Hann hélt að þetta yrði auðvelt og því skil ég að hann er mjög svekktur Landsliðsþjálfarinn vill að íslenska liðinu sé sýnd virðing inn á vellinum. 15. júní 2016 13:15 Kári um Ronaldo: Enn sætari sigur fyrst hann er svona tapsár Cristiano Ronaldo, einn besti fótboltamaður heims, var vægast sagt svekktur eftir að gera bara jafntefli gegn litla Íslandi í gærkvöldi. 15. júní 2016 12:00 Forsíður portúgölsku blaðanna: Norræn refsing og íslenskur veggur Portúgölsku blöðin voru ekki ánægð með jafntefli sinna manna gegn Íslandi í gær. 15. júní 2016 13:45 „Eiður Smári var í raun mikilvægasti maður leiksins“ Theodór Elmar Bjarnason, Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck lofa þátt Eiðs Smára Guðjohnsen í leiknum í gær þrátt fyrir að hann hafi ekki spilað. 15. júní 2016 14:15 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Lars Lagerbäck hafði ekki tapað fyrsta leik á stórmóti síðan 2000 eða á fimm stórmótum í röð sem þjálfari og byrjaði ekki á því í gærkvöldi þegar strákarnir okkar náðu jafnteflinu gegn Portúgal á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Étienne í gær. Svíinn var eðlilega hress og kátur en þó, eins og alltaf, með fæturnar á jörðinni þegar hann ræddi við blaðamenn á æfingasvæði íslenska liðsins í Annecy í dag. Hann var eðlilega kátur með frammistöðu strákanna. „Þú getur kallað þetta að vera stoltur. Við bjuggumst við þessu af leikmönnunum. Ég er mjög ánægður með hvernig þeir spiluðu leikinn og hversu mikið þeir lögðu sig fram og héldu skipulagi. Þetta var ekki fullkomið en nokkuð gott þannig ég var mjög sáttur,“ sagði Lars við íþróttadeild á æfingu íslenska liðsins í dag. 8.000 Íslendingar voru á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Étienne í gærkvöldi og studdu vel við bakið á liðinu. Lars gat ekki hrósað þeim nóg. „Stuðningurinn var algjörlega frábær. Þetta er ekki bara í fyrsta skipti liðsins á stórmóti heldur stuðningsmannanna líka. Stuðningurinn var alveg magnaður. Ég gef þeim allt það hrós sem ég get gefið,“ sagði Lars. Lars er á sínu sjöunda stórmóti en áður stýrði hann Svíum á fimm stórmótum og Nígeríu síðast á HM 2014. Hann tapaði í fyrsta leik með Svíana á EM 2000 gegn Belgíu en síðan þá hefur hann ekki tapað í fyrsta leik. Tölfræðin: tveir sigrar og þrjú jafntefli með Svíþjóð, Nígeríu og Ísland. En hvar eru þessi úrslit á listanum hjá honum? „Ef ég á að bera þetta saman við eitthvað myndi ég segja þegar við spiluðum við Búlgaríu 2004 og unnum 5-0. Að fá svona byrjun gegn einu besta liðinu í mótinu er auðvitað algjörlega frábært.“ Allt viðtalið má sjá hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Mér er sama hvað Ronaldo segir "Frammstaða okkar byggðist á stolti, karakter en fyrst og fremst mikilli vinnusemi.“ 15. júní 2016 12:30 Lars um Ronaldo: Hann hélt að þetta yrði auðvelt og því skil ég að hann er mjög svekktur Landsliðsþjálfarinn vill að íslenska liðinu sé sýnd virðing inn á vellinum. 15. júní 2016 13:15 Kári um Ronaldo: Enn sætari sigur fyrst hann er svona tapsár Cristiano Ronaldo, einn besti fótboltamaður heims, var vægast sagt svekktur eftir að gera bara jafntefli gegn litla Íslandi í gærkvöldi. 15. júní 2016 12:00 Forsíður portúgölsku blaðanna: Norræn refsing og íslenskur veggur Portúgölsku blöðin voru ekki ánægð með jafntefli sinna manna gegn Íslandi í gær. 15. júní 2016 13:45 „Eiður Smári var í raun mikilvægasti maður leiksins“ Theodór Elmar Bjarnason, Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck lofa þátt Eiðs Smára Guðjohnsen í leiknum í gær þrátt fyrir að hann hafi ekki spilað. 15. júní 2016 14:15 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Eiður Smári: Mér er sama hvað Ronaldo segir "Frammstaða okkar byggðist á stolti, karakter en fyrst og fremst mikilli vinnusemi.“ 15. júní 2016 12:30
Lars um Ronaldo: Hann hélt að þetta yrði auðvelt og því skil ég að hann er mjög svekktur Landsliðsþjálfarinn vill að íslenska liðinu sé sýnd virðing inn á vellinum. 15. júní 2016 13:15
Kári um Ronaldo: Enn sætari sigur fyrst hann er svona tapsár Cristiano Ronaldo, einn besti fótboltamaður heims, var vægast sagt svekktur eftir að gera bara jafntefli gegn litla Íslandi í gærkvöldi. 15. júní 2016 12:00
Forsíður portúgölsku blaðanna: Norræn refsing og íslenskur veggur Portúgölsku blöðin voru ekki ánægð með jafntefli sinna manna gegn Íslandi í gær. 15. júní 2016 13:45
„Eiður Smári var í raun mikilvægasti maður leiksins“ Theodór Elmar Bjarnason, Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck lofa þátt Eiðs Smára Guðjohnsen í leiknum í gær þrátt fyrir að hann hafi ekki spilað. 15. júní 2016 14:15