Steve Kerr á frábærar minningar frá 13. júní | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júní 2016 21:54 Steve Kerr og Michael Jordan fagna saman NBA-titlinum fyrir 19 árum síðan. Vísir/Getty Steve Kerr er í dag þjálfari NBA-meistara Golden State Warriors og hann og strákana hans vantar nú aðeins einn sigur í viðbót til að verða NBA-meistarar annað árið í röð. Golden State Warriors getur tryggt sér titilinn með sigri í fimmta leiknum á móti Cleveland Cavaliers og takist það hlýtur 13. júní að vera orðinn uppáhaldsdagur Steve Kerr á árinu, jafnvel þótt að hann eigi afmæli 27. september. Á þessum sama degi fyrir nákvæmlega nítján árum skoraði Steve Kerr nefnilega úrslitakörfu í lokúrslitum NBA sem hefur lifað sem ein af þeim eftirminnilegustu í sögu deildarinnar. Steve Kerr tyggði þá Chicago Bulls NBA-titilinn 1997 með því að setja niður skot á úrslitastundu eftir að hafa fengið stoðsendingu frá Michael Jordan. Það sem gerir þessa körfu enn sögulegri eru samskipti Michael Jordan og Steve Kerr í leikhléinu fyrir þessa sókn. Jordan sagði við Kerr: "Vertu tilbúinn, Stockton mun fara frá þér." Kerr svaraði: "Ég verð tilbúinn, ég mun setja þetta skot niður." Steve Kerr stóð við sín orð, setti niður skotið og Chicago Bulls vann leikinn og titilinn. Það má lesa meira um þetta á nba.com. Chicago Bulls var þarna að vinna annað árið í röð eftir að Michael Jordan snéri aftur og í fimmta sinn alls. Þeir áttu síðan eftir að endurtaka leikinn árið eftir. Steve Kerr skoraði bara 9 stig í þessum leik en kringumstæðurnar urðu til þess að frægð hans varð mikil. Hann vann alls fimm NBA-titla sem leikmaður og á nú möguleika á því að vinna NBA-titilinn á tveimur fyrstu árum sínum sem þjálfari í NBA.Fimmti leikur Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers fer fram á heimavelli Golden State í nótt, hefst klukkan eitt eftir miðnætti og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fyrir þá sem vilja stytta tímann fram að leik er tilvalið að skoða þessa stórmerkilegu körfu Steve Kerr sem verður 19 ára gömul í kvöld.On this date in 1997, Steve Kerr's shot gave the Bulls a repeat.Can he repeat as a coach tonight? 9 ET on ABC.https://t.co/gz8327rfa0— ESPN (@espn) June 13, 2016 On this day 19 years ago, Steve Kerr helped secure the Bulls' fifth of six titles in 8 years. https://t.co/icNqpceHou— NBA on ESPN (@ESPNNBA) June 13, 2016 @SteveKerr clinches @ChicagoBulls '97 title (Game 6, June 13); Will his @Warriors do the same tonight? ABC 9 pm/ethttps://t.co/JVst1YHM9U— NBA History (@NBAHistory) June 13, 2016 NBA Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Sjá meira
Steve Kerr er í dag þjálfari NBA-meistara Golden State Warriors og hann og strákana hans vantar nú aðeins einn sigur í viðbót til að verða NBA-meistarar annað árið í röð. Golden State Warriors getur tryggt sér titilinn með sigri í fimmta leiknum á móti Cleveland Cavaliers og takist það hlýtur 13. júní að vera orðinn uppáhaldsdagur Steve Kerr á árinu, jafnvel þótt að hann eigi afmæli 27. september. Á þessum sama degi fyrir nákvæmlega nítján árum skoraði Steve Kerr nefnilega úrslitakörfu í lokúrslitum NBA sem hefur lifað sem ein af þeim eftirminnilegustu í sögu deildarinnar. Steve Kerr tyggði þá Chicago Bulls NBA-titilinn 1997 með því að setja niður skot á úrslitastundu eftir að hafa fengið stoðsendingu frá Michael Jordan. Það sem gerir þessa körfu enn sögulegri eru samskipti Michael Jordan og Steve Kerr í leikhléinu fyrir þessa sókn. Jordan sagði við Kerr: "Vertu tilbúinn, Stockton mun fara frá þér." Kerr svaraði: "Ég verð tilbúinn, ég mun setja þetta skot niður." Steve Kerr stóð við sín orð, setti niður skotið og Chicago Bulls vann leikinn og titilinn. Það má lesa meira um þetta á nba.com. Chicago Bulls var þarna að vinna annað árið í röð eftir að Michael Jordan snéri aftur og í fimmta sinn alls. Þeir áttu síðan eftir að endurtaka leikinn árið eftir. Steve Kerr skoraði bara 9 stig í þessum leik en kringumstæðurnar urðu til þess að frægð hans varð mikil. Hann vann alls fimm NBA-titla sem leikmaður og á nú möguleika á því að vinna NBA-titilinn á tveimur fyrstu árum sínum sem þjálfari í NBA.Fimmti leikur Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers fer fram á heimavelli Golden State í nótt, hefst klukkan eitt eftir miðnætti og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fyrir þá sem vilja stytta tímann fram að leik er tilvalið að skoða þessa stórmerkilegu körfu Steve Kerr sem verður 19 ára gömul í kvöld.On this date in 1997, Steve Kerr's shot gave the Bulls a repeat.Can he repeat as a coach tonight? 9 ET on ABC.https://t.co/gz8327rfa0— ESPN (@espn) June 13, 2016 On this day 19 years ago, Steve Kerr helped secure the Bulls' fifth of six titles in 8 years. https://t.co/icNqpceHou— NBA on ESPN (@ESPNNBA) June 13, 2016 @SteveKerr clinches @ChicagoBulls '97 title (Game 6, June 13); Will his @Warriors do the same tonight? ABC 9 pm/ethttps://t.co/JVst1YHM9U— NBA History (@NBAHistory) June 13, 2016
NBA Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn