LeBron svaraði skvettubróður en fékk í staðinn skot frá konu Curry Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júní 2016 21:00 Það hafa skot gengið á milli herbúða NBA-liðanna Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers eftir að lykilmaður Warriors-liðsins, Draymond Green, var dæmdur í eins leiks bann. Draymond Green fékk bannið eftir viðskipti sín við LeBron James hjá Cleveland Cavaliers í leik fjögur en þeim lenti þar saman. LeBron James talaði um það eftir leikinn að hann hefði verið mjög ósáttur við það sem Draymond Green sagði við hann því þar hafi Green hreinlega farið langt yfir strikið. Draymond Green mátti ekki fá refsistig í viðbót og af því að NBA-deildin dæmdi á hann óíþróttamannslega villu eftir samskipti hans og LeBrons þá var Green kominn í bann í leik fimm þar sem Golden State Warriors getur tryggt sér NBA-titilinn á heimavelli. Fimmti leikurinn er einmitt í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst klukkan eitt eftir miðnætti. Eftir tvo stórsigra í fyrstu tveimur leikjunum og risasigur Cavs í leik þrjú hefur verið meiri hiti í mönnum eftir fjórða leikinn sem var mun jafnari. Atvikið milli LeBron James og Draymond Green hefur reyndar eignað sér fyrirsagnirnar enda gæti það komið Cleveland Cavaliers aftur inn í einvígið nú þegar Golden State Warriors er án eins síns mikilvægasta leikmanns. Klay Thompson gerði lítið úr viðbrögðum LeBron James eftir að ljóst var að Draymond Green væri kominn í bann. ESPN sagði frá. Klay sagðist vera í sjokki að menn í NBA tækju orðum mótherja síns svona bókstaflega og létu orð þeirra særa sig. Að hans mati er mjög mikið um rusltal í NBA-deildinni og leikmenn eins og LeBron James ættu fyrir löngu að vera orðnir vanir því. „Þetta er deild fyrir karlmenn. Ég hef heyrt margt ljótt í gegnum tíðina en við erum allt keppnismenn. Ég giska á það að honum hafi bara sárnað svona," sagði Klay. LeBron James svaraði þessu skoti frá Klay með því að segja að hann ætlaði ekki að blanda sér í þetta orðastríð en að það væri mjög erfitt að halda haus og láta þetta ekki hafa áhrif á sig. LeBron sagðist hafa verið að gera það í þrettán ár og að það væri mjög erfitt. LeBron notaði orðið „high road“ og það fór ekki vel í fólkið hjá Golden State Warriors. Það voru þó ekki viðbrögð Stephen Curry sem vöktu mesta athygli heldur svar eiginkonu hans, Ayesha Curry, sem skellti sér á Twitter til að tjá sig um orð LeBron James. Ayesha Curry gerði lítið úr orðum LeBron James með því að benda á það að hann hafi stigið yfir Draymond Green þegar önnur leið var auðveldari. Svar Ayesha Curry á Twitter má sjá hér fyrir neðan.High Road. invisible bridge used to step over said person when open floor is available left to right.— Ayesha Curry (@ayeshacurry) June 12, 2016 NBA Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Keflavík - Ármann | Ná nýliðarnir líka að hrella Keflvíkinga? Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Sjá meira
Það hafa skot gengið á milli herbúða NBA-liðanna Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers eftir að lykilmaður Warriors-liðsins, Draymond Green, var dæmdur í eins leiks bann. Draymond Green fékk bannið eftir viðskipti sín við LeBron James hjá Cleveland Cavaliers í leik fjögur en þeim lenti þar saman. LeBron James talaði um það eftir leikinn að hann hefði verið mjög ósáttur við það sem Draymond Green sagði við hann því þar hafi Green hreinlega farið langt yfir strikið. Draymond Green mátti ekki fá refsistig í viðbót og af því að NBA-deildin dæmdi á hann óíþróttamannslega villu eftir samskipti hans og LeBrons þá var Green kominn í bann í leik fimm þar sem Golden State Warriors getur tryggt sér NBA-titilinn á heimavelli. Fimmti leikurinn er einmitt í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst klukkan eitt eftir miðnætti. Eftir tvo stórsigra í fyrstu tveimur leikjunum og risasigur Cavs í leik þrjú hefur verið meiri hiti í mönnum eftir fjórða leikinn sem var mun jafnari. Atvikið milli LeBron James og Draymond Green hefur reyndar eignað sér fyrirsagnirnar enda gæti það komið Cleveland Cavaliers aftur inn í einvígið nú þegar Golden State Warriors er án eins síns mikilvægasta leikmanns. Klay Thompson gerði lítið úr viðbrögðum LeBron James eftir að ljóst var að Draymond Green væri kominn í bann. ESPN sagði frá. Klay sagðist vera í sjokki að menn í NBA tækju orðum mótherja síns svona bókstaflega og létu orð þeirra særa sig. Að hans mati er mjög mikið um rusltal í NBA-deildinni og leikmenn eins og LeBron James ættu fyrir löngu að vera orðnir vanir því. „Þetta er deild fyrir karlmenn. Ég hef heyrt margt ljótt í gegnum tíðina en við erum allt keppnismenn. Ég giska á það að honum hafi bara sárnað svona," sagði Klay. LeBron James svaraði þessu skoti frá Klay með því að segja að hann ætlaði ekki að blanda sér í þetta orðastríð en að það væri mjög erfitt að halda haus og láta þetta ekki hafa áhrif á sig. LeBron sagðist hafa verið að gera það í þrettán ár og að það væri mjög erfitt. LeBron notaði orðið „high road“ og það fór ekki vel í fólkið hjá Golden State Warriors. Það voru þó ekki viðbrögð Stephen Curry sem vöktu mesta athygli heldur svar eiginkonu hans, Ayesha Curry, sem skellti sér á Twitter til að tjá sig um orð LeBron James. Ayesha Curry gerði lítið úr orðum LeBron James með því að benda á það að hann hafi stigið yfir Draymond Green þegar önnur leið var auðveldari. Svar Ayesha Curry á Twitter má sjá hér fyrir neðan.High Road. invisible bridge used to step over said person when open floor is available left to right.— Ayesha Curry (@ayeshacurry) June 12, 2016
NBA Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Keflavík - Ármann | Ná nýliðarnir líka að hrella Keflvíkinga? Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Sjá meira