Sjálfsmark Íra færði Svíum stig | Sjáðu mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júní 2016 11:20 Svíar fagna hér jöfnunarmarkinu. Vísir/Getty Írland og Svíþjóð gerðu 1-1 jafntefli í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Frakklandi en þetta var fyrsti leikurinn í E-riðlinum. Belgar og Ítalir, hin liðin í riðlinum, spila seinna í kvöld. Írar komust sanngjarnt yfir í upphafi seinni hálfleiksins eftir að hafa verið mun betra liðið í þeim fyrri en Svíar vöknuðu eftir það mark og tókst að jafna tuttugu mínútum fyrir leikslok. Sænska liðið fékk þó góða hjálp því Írar urðu fyrir því óláni að senda boltann í eigið net. Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic náði ekki að skora í leiknum en hann lagði upp jöfnunarmarkið.Það er hægt að sjá bæði mörkin í leiknum hér fyrir neðan. Írarnir voru mun betri í fyrri hálfleiknum og óheppnir að vera ekki yfir í hálfleik á móti kraftlitlum Svíum. Jeff Hendrick komst næst því að skora þegar hann átti þrumuskot í slána á 32. mínútu leiksins. Jeff Hendrick átti einnig færi í upphafi leiksins þegar Andreas Isaksson varði vel frá honum í horn. Skömmu fyrir sláarskotið átti Robbie Brady líka gott skot rétt yfir markið. Markið leit ekki dagsins ljós í fyrri hálfleiknum en það var ekki mikið liðið af seinni hálfleiknum þegar boltinn lá í marki Svía. Wes Hoolahan skoraði markið á 48. mínútu með góðu viðstöðulausu skoti úr teignum eftir frábæran undirbúning frá Seamus Coleman. Algjörlega óverjandi. Svíarnir tóku mikinn kipp eftir markið og fengu algjört dauðafæri tveimur mínútum eftir markið. Tvö færi í röð eftir hornspyrnu en Írar sluppu með skrekkinn. Zlatan Ibrahimovic fékk líka sitt fyrsta alvöru færi eftir klukkutíma leik en skot hans fór framhjá. Hann var hinsvegar ekki búinn að segja sitt síðasta orð. Zlatan Ibrahimovic átti mikinn þátt í jöfnunarmarkinu á 71. mínútu. Hann átti þá fyrirgjöf fyrir markið og Ciaran Clark varð fyrir því að skora í eigið mark. Fleiri mörk voru ekki skoruð og liðin sættust á skiptan hlut. Svíar mæta Ítölum næst en Írar spila við Belga.Wes Hoolahan kemur Írum í 1-0. MARK! Glæislegt mark hjá Hoolahan! Meira að segja Zlatan klappar.1-0 fyrir Írlandi.#SWE #IRL #EMÍsland pic.twitter.com/KLUbMnTX2D— Síminn (@siminn) June 13, 2016 Svíar jafna metin Zlatan.Sjálfsmark. En samt Zlatan. 1-1.#SWE #IRL #EMÍsland pic.twitter.com/4S15aFE0sk— Síminn (@siminn) June 13, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Sjá meira
Írland og Svíþjóð gerðu 1-1 jafntefli í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Frakklandi en þetta var fyrsti leikurinn í E-riðlinum. Belgar og Ítalir, hin liðin í riðlinum, spila seinna í kvöld. Írar komust sanngjarnt yfir í upphafi seinni hálfleiksins eftir að hafa verið mun betra liðið í þeim fyrri en Svíar vöknuðu eftir það mark og tókst að jafna tuttugu mínútum fyrir leikslok. Sænska liðið fékk þó góða hjálp því Írar urðu fyrir því óláni að senda boltann í eigið net. Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic náði ekki að skora í leiknum en hann lagði upp jöfnunarmarkið.Það er hægt að sjá bæði mörkin í leiknum hér fyrir neðan. Írarnir voru mun betri í fyrri hálfleiknum og óheppnir að vera ekki yfir í hálfleik á móti kraftlitlum Svíum. Jeff Hendrick komst næst því að skora þegar hann átti þrumuskot í slána á 32. mínútu leiksins. Jeff Hendrick átti einnig færi í upphafi leiksins þegar Andreas Isaksson varði vel frá honum í horn. Skömmu fyrir sláarskotið átti Robbie Brady líka gott skot rétt yfir markið. Markið leit ekki dagsins ljós í fyrri hálfleiknum en það var ekki mikið liðið af seinni hálfleiknum þegar boltinn lá í marki Svía. Wes Hoolahan skoraði markið á 48. mínútu með góðu viðstöðulausu skoti úr teignum eftir frábæran undirbúning frá Seamus Coleman. Algjörlega óverjandi. Svíarnir tóku mikinn kipp eftir markið og fengu algjört dauðafæri tveimur mínútum eftir markið. Tvö færi í röð eftir hornspyrnu en Írar sluppu með skrekkinn. Zlatan Ibrahimovic fékk líka sitt fyrsta alvöru færi eftir klukkutíma leik en skot hans fór framhjá. Hann var hinsvegar ekki búinn að segja sitt síðasta orð. Zlatan Ibrahimovic átti mikinn þátt í jöfnunarmarkinu á 71. mínútu. Hann átti þá fyrirgjöf fyrir markið og Ciaran Clark varð fyrir því að skora í eigið mark. Fleiri mörk voru ekki skoruð og liðin sættust á skiptan hlut. Svíar mæta Ítölum næst en Írar spila við Belga.Wes Hoolahan kemur Írum í 1-0. MARK! Glæislegt mark hjá Hoolahan! Meira að segja Zlatan klappar.1-0 fyrir Írlandi.#SWE #IRL #EMÍsland pic.twitter.com/KLUbMnTX2D— Síminn (@siminn) June 13, 2016 Svíar jafna metin Zlatan.Sjálfsmark. En samt Zlatan. 1-1.#SWE #IRL #EMÍsland pic.twitter.com/4S15aFE0sk— Síminn (@siminn) June 13, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Sjá meira