Hún fékk þá boltann inn á teignum, tók boltann á brjóstið, lærið, ristina og tók svo glæsilega hjólhestaspyrnu sem endaði í netinu.
Gutierrez skoraði tvö mörk í leiknum, en Þór/KA vann að lokum 6-0 sigur og verður í pottinum á mánudaginn þegar dregið verður í 8-liða úrslitin.
Sandra er mexíkósk, en hún er ein þriggja mexíkóskra leikmanna í liði Þór/KA. Einhverjir leiddu hugann strax til mark Steven Lennon fyrir FH gegn Leikni Reykjavík í Pepsi-deildinni í fyrra, en Lennon skoraði þá á afturendanum.
Markið stórglæsilega má sjá hér að neðan. Sjón er sögu ríkari.