Alfreð: Sjálfstraust er ekki eitthvað sem maður tínir upp af götunni Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júní 2016 13:00 Birkir Bjarnason og Alfreð Finnbogason koma báðir sjóðheitir á EM. vísir/vilhelm Alfreð Finnbogason og Birkir Bjarnason sögðust báðir vera fullir sjálfstrausts fyrir komandi átök á EM í fótbolta en íslenska liðið mætir Portúgal í fyrsta leik í St. Étienne á þriðjudagskvöldið. Leikmennirnir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins í Annecy í dag ásamt Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfara. Báðum gekk vel með félagsliðum sínum í aðdraganda mótsins og það skiptir máli.Sjá einnig:EM í dag: Hótelhittingur og bullurnar í Marseille Birkir gekk í raðir Basel síðasta sumar frá Pescara á Ítalíu og spilaði stórvel. Hann skoraði tíu mörk af miðjunni í 29 deildarleikjum og þrettán mörk í heildina. „Það er gott fyrir sjálfstraustið að mæta á svona mót eftir góða leiktíð. Það gefur manni mikið,“ sagði Birkir Bjarnason sem varð svissneskur meistari með Basel á síðustu leiktíð. Alfreð komst aftur almennilega á skrið á sínum ferli eftir áramót þegar hann var keyptur til þýska liðsins Augsburg. Eftir erfitt hálft annað ár hjá Real Sociedad og Olympiacos byrjaði Alfreð að raða inn mörkunum á nýjan leik. Hann skoraði sjö mörk í fjórtán leikjum og var ein helsta ástæða þess að Augsburg hélt sæti sínu í þýsku 1. deildinni. Alfreð skoraði ekki bara mörk heldur mikilvæg mörk sem tryggði Augsburg mikilvæg stig í fallbaráttunni. „Ég tek undir með Birki að það gefur manni sjálfstraust að koma inn á svona mót eftir góða leiktíð,“ sagði Alfreð. „Sjálfstraust er ekki eitthvað sem maður tínir upp af götunni. Ef ég tala bara fyrir sjálfan mig þá líður mér mjög vel og ég hef verið að skora mörk,“ sagði Alfreð Finnbogason.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir „Ronaldo verður upp á sitt besta á EM - bara ekki gegn Íslandi“ Lars Lagerbäck skilur vel þá ákvörðun að gefa Cristiano Ronaldo vikufrí frá undirbúningi portúgalska landsliðsins á EM. 12. júní 2016 13:30 Lars: Ég gerði mistök fyrir leikinn í Zagreb "Með svo stuttan tíma gáfum við röngum hlutum forgang,“ sagði Lars. 12. júní 2016 10:30 EM dagbók: Spræt er ekki sprít og fjörutíu er ekki fjórtán Tómas Þór Þórðarson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 12. júní 2016 10:00 Svona var blaðamannafundur strákanna okkar í dag | Myndband Vísir var með beina textalýsingu frá blaðamannafundi íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í fótbolta. 12. júní 2016 09:15 Alfreð: Höfum talað um U-21 mótið í Danmörku Margir úr íslenska landsliðinu muna vel eftir fyrsta leiknum á EM U-21 mótinu í Danmörku. 12. júní 2016 09:00 Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Sjá meira
Alfreð Finnbogason og Birkir Bjarnason sögðust báðir vera fullir sjálfstrausts fyrir komandi átök á EM í fótbolta en íslenska liðið mætir Portúgal í fyrsta leik í St. Étienne á þriðjudagskvöldið. Leikmennirnir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins í Annecy í dag ásamt Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfara. Báðum gekk vel með félagsliðum sínum í aðdraganda mótsins og það skiptir máli.Sjá einnig:EM í dag: Hótelhittingur og bullurnar í Marseille Birkir gekk í raðir Basel síðasta sumar frá Pescara á Ítalíu og spilaði stórvel. Hann skoraði tíu mörk af miðjunni í 29 deildarleikjum og þrettán mörk í heildina. „Það er gott fyrir sjálfstraustið að mæta á svona mót eftir góða leiktíð. Það gefur manni mikið,“ sagði Birkir Bjarnason sem varð svissneskur meistari með Basel á síðustu leiktíð. Alfreð komst aftur almennilega á skrið á sínum ferli eftir áramót þegar hann var keyptur til þýska liðsins Augsburg. Eftir erfitt hálft annað ár hjá Real Sociedad og Olympiacos byrjaði Alfreð að raða inn mörkunum á nýjan leik. Hann skoraði sjö mörk í fjórtán leikjum og var ein helsta ástæða þess að Augsburg hélt sæti sínu í þýsku 1. deildinni. Alfreð skoraði ekki bara mörk heldur mikilvæg mörk sem tryggði Augsburg mikilvæg stig í fallbaráttunni. „Ég tek undir með Birki að það gefur manni sjálfstraust að koma inn á svona mót eftir góða leiktíð,“ sagði Alfreð. „Sjálfstraust er ekki eitthvað sem maður tínir upp af götunni. Ef ég tala bara fyrir sjálfan mig þá líður mér mjög vel og ég hef verið að skora mörk,“ sagði Alfreð Finnbogason.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir „Ronaldo verður upp á sitt besta á EM - bara ekki gegn Íslandi“ Lars Lagerbäck skilur vel þá ákvörðun að gefa Cristiano Ronaldo vikufrí frá undirbúningi portúgalska landsliðsins á EM. 12. júní 2016 13:30 Lars: Ég gerði mistök fyrir leikinn í Zagreb "Með svo stuttan tíma gáfum við röngum hlutum forgang,“ sagði Lars. 12. júní 2016 10:30 EM dagbók: Spræt er ekki sprít og fjörutíu er ekki fjórtán Tómas Þór Þórðarson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 12. júní 2016 10:00 Svona var blaðamannafundur strákanna okkar í dag | Myndband Vísir var með beina textalýsingu frá blaðamannafundi íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í fótbolta. 12. júní 2016 09:15 Alfreð: Höfum talað um U-21 mótið í Danmörku Margir úr íslenska landsliðinu muna vel eftir fyrsta leiknum á EM U-21 mótinu í Danmörku. 12. júní 2016 09:00 Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Sjá meira
„Ronaldo verður upp á sitt besta á EM - bara ekki gegn Íslandi“ Lars Lagerbäck skilur vel þá ákvörðun að gefa Cristiano Ronaldo vikufrí frá undirbúningi portúgalska landsliðsins á EM. 12. júní 2016 13:30
Lars: Ég gerði mistök fyrir leikinn í Zagreb "Með svo stuttan tíma gáfum við röngum hlutum forgang,“ sagði Lars. 12. júní 2016 10:30
EM dagbók: Spræt er ekki sprít og fjörutíu er ekki fjórtán Tómas Þór Þórðarson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 12. júní 2016 10:00
Svona var blaðamannafundur strákanna okkar í dag | Myndband Vísir var með beina textalýsingu frá blaðamannafundi íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í fótbolta. 12. júní 2016 09:15
Alfreð: Höfum talað um U-21 mótið í Danmörku Margir úr íslenska landsliðinu muna vel eftir fyrsta leiknum á EM U-21 mótinu í Danmörku. 12. júní 2016 09:00