Sjáðu öll viðtölin við strákana okkar hér Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. júní 2016 11:13 Fjölmiðlar fengu aðgang að nokkrum leikmönnum íslenska landsliðsins fyrir æfingu þess í Annecy í morgun og ræddi Vísi við góðan hóp manna. Aron Einar Gunnarsson fór yfir fyrstu dagana í Annecy, spennustigið í íslenska hópnum og stuðninginn frá fjölskyldu og vinum á Íslandi. Þá sagði Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara liðsins, að ýmis skipulagsmál hafi ekki verið í lagi hjá Frökkunum til þessa. Theodór Elmar Bjarnason hefur verið að glíma við smávægileg meiðsli en segist ekki hafa áhyggjur af því. Þá er Emil Hallfreðsson einnig að glíma við meiðsli.Hörður og Heimir skjóta á hvorn annan Hörður Björgvin Magnússon kann vel við að vera í smábæ eins og Annecy og segir það henta Íslendingum sérstaklega vel. „Við kunnum ekki á stórborgirnar og því erum við að fíla þetta í botn,“ sagði hann en strákarnir sungu fyrir Heimi á æfingunni í gær. Hann stóð skammt hjá í viðtalinu við Hörð sem gantaðist í „gamla“ manninum. „Hann hefur verið erfiður. Hann fékk að vísu köku frá hótelinu í gær en klapp á bakið frá okkur strákunum,“ segir hann.Hugsað um EM í hálft ár Theodór Elmar segir að hann hafi fengið fiðring við að horfa á opnunarleik EM í gær. „Það minnti mann á hvar maður er staddur. Maður er búinn að hugsa um þetta í hálft ár og varla náð að einbeita sér að sínu félagsliði.“ Arnór Ingvi Traustason segist vera hægt og rólega að átta sig á öllu saman í Frakklandi. „Það er allt rosalega stórt hér úti en það er fínt. Maður er bara spenntur,“ segir hann.Getum fengið þrjú stig gegn Portúgal Þá fór Ari Freyr Skúlason yfir leikinn gegn Portúgal og þá tilhugsun að mæta Cristiano Ronaldo. „Það er alltaf gaman að kljást við þá bestu,“ segir hann en bætir við að Ísland eigi góðan möguleika á að fá þrjú stig úr leiknum. „Ef við spilum okkar fótbolta, erum vel skipulagðir og duglegir að hlaupa hver fyrir aðra eins og við höfum gert í undankeppninni þá verður allt í góðu lagi.“ „Það er erfitt að brjóta okkur niður. Við erum með leikmenn sem geta hlaupið allan tímann og leikmenn sem geta unnið leikinn með einni aukaspyrnu eða einu horni. Við erum með styrkleika sem þeir ættu að varast.“Aron Einar Gunnarsson: Arnór Ingvi Traustason: Heimir Hallgrímsson: EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir um skipulagið: Ekki allt eins og við ætluðum okkur Landsliðsþjálfarinn tekur þá afstöðu að láta ekki litlu hlutina pirra starfslið íslenska landsliðsins í Frakklandi. 11. júní 2016 10:49 Emil og Elmar glíma við meiðsli "Ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari. 11. júní 2016 10:35 Aron Einar: Skipti mér ekki af því hvenær hún bókar flugið heim Aron Einar Gunnarsson kann vel að meta þann stuðning sem hann fær frá fjölskyldu sinni og íslensku þjóðinni. 11. júní 2016 10:06 Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Sjá meira
Fjölmiðlar fengu aðgang að nokkrum leikmönnum íslenska landsliðsins fyrir æfingu þess í Annecy í morgun og ræddi Vísi við góðan hóp manna. Aron Einar Gunnarsson fór yfir fyrstu dagana í Annecy, spennustigið í íslenska hópnum og stuðninginn frá fjölskyldu og vinum á Íslandi. Þá sagði Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara liðsins, að ýmis skipulagsmál hafi ekki verið í lagi hjá Frökkunum til þessa. Theodór Elmar Bjarnason hefur verið að glíma við smávægileg meiðsli en segist ekki hafa áhyggjur af því. Þá er Emil Hallfreðsson einnig að glíma við meiðsli.Hörður og Heimir skjóta á hvorn annan Hörður Björgvin Magnússon kann vel við að vera í smábæ eins og Annecy og segir það henta Íslendingum sérstaklega vel. „Við kunnum ekki á stórborgirnar og því erum við að fíla þetta í botn,“ sagði hann en strákarnir sungu fyrir Heimi á æfingunni í gær. Hann stóð skammt hjá í viðtalinu við Hörð sem gantaðist í „gamla“ manninum. „Hann hefur verið erfiður. Hann fékk að vísu köku frá hótelinu í gær en klapp á bakið frá okkur strákunum,“ segir hann.Hugsað um EM í hálft ár Theodór Elmar segir að hann hafi fengið fiðring við að horfa á opnunarleik EM í gær. „Það minnti mann á hvar maður er staddur. Maður er búinn að hugsa um þetta í hálft ár og varla náð að einbeita sér að sínu félagsliði.“ Arnór Ingvi Traustason segist vera hægt og rólega að átta sig á öllu saman í Frakklandi. „Það er allt rosalega stórt hér úti en það er fínt. Maður er bara spenntur,“ segir hann.Getum fengið þrjú stig gegn Portúgal Þá fór Ari Freyr Skúlason yfir leikinn gegn Portúgal og þá tilhugsun að mæta Cristiano Ronaldo. „Það er alltaf gaman að kljást við þá bestu,“ segir hann en bætir við að Ísland eigi góðan möguleika á að fá þrjú stig úr leiknum. „Ef við spilum okkar fótbolta, erum vel skipulagðir og duglegir að hlaupa hver fyrir aðra eins og við höfum gert í undankeppninni þá verður allt í góðu lagi.“ „Það er erfitt að brjóta okkur niður. Við erum með leikmenn sem geta hlaupið allan tímann og leikmenn sem geta unnið leikinn með einni aukaspyrnu eða einu horni. Við erum með styrkleika sem þeir ættu að varast.“Aron Einar Gunnarsson: Arnór Ingvi Traustason: Heimir Hallgrímsson:
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir um skipulagið: Ekki allt eins og við ætluðum okkur Landsliðsþjálfarinn tekur þá afstöðu að láta ekki litlu hlutina pirra starfslið íslenska landsliðsins í Frakklandi. 11. júní 2016 10:49 Emil og Elmar glíma við meiðsli "Ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari. 11. júní 2016 10:35 Aron Einar: Skipti mér ekki af því hvenær hún bókar flugið heim Aron Einar Gunnarsson kann vel að meta þann stuðning sem hann fær frá fjölskyldu sinni og íslensku þjóðinni. 11. júní 2016 10:06 Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Sjá meira
Heimir um skipulagið: Ekki allt eins og við ætluðum okkur Landsliðsþjálfarinn tekur þá afstöðu að láta ekki litlu hlutina pirra starfslið íslenska landsliðsins í Frakklandi. 11. júní 2016 10:49
Emil og Elmar glíma við meiðsli "Ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari. 11. júní 2016 10:35
Aron Einar: Skipti mér ekki af því hvenær hún bókar flugið heim Aron Einar Gunnarsson kann vel að meta þann stuðning sem hann fær frá fjölskyldu sinni og íslensku þjóðinni. 11. júní 2016 10:06