Aron Einar: Skipti mér ekki af því hvenær hún bókar flugið heim Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. júní 2016 10:06 Það var létt yfir landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni á æfingu íslenska landsliðsins í Annecy í morgun en nú eru aðeins þrír dagar í að Ísland spili sinn fyrsta leik á EM. Strákarnir hafa nú verið í Frakklandi í fjóra daga og var æfing gærdagsins opin fyrir fjölmiðla og stuðningsmenn. „Það var gaman. Maður hefur ekki upplifað það áður. Það var reyndar svolítið heitt í gær. Þú hefur ekki brunnið, er það nokkuð?“ spurði hann blaðamann í léttum dúr. Sjá einnig: Íslensk fjölskylda í Annecy: Hér styðja allir Ísland Aron Einar lenti í smá samstuði á æfingunni en segir að það hafi ekki verið alvarlegt. „Menn taka á því á æfingu og svo fer allur dagurinn í endurheimt. Það er ekkert til að hafa áhyggjur af.“ Fyrirliðinn hefur verið að glíma við ökklameiðsli en í ökklanum er beinflís sem hefur verið að valda honum erfiðleikum. Hann segist sem betur fer ekkert finna fyrir henni „Það tekur að vísu á að hafa ekki náð að æfa nógu mikið áður en ég mætti hingað út. Það tekur á aðra vöðva og þess háttar. En þá er gott að hafa þessa sjúkraþjálfara sem eru ýmsu vanir.“ Sjá einnig: Þú þekkir mig betur en það Hann hefur ekki áhyggjur af því að það komi bakslag þegar út í alvöruna er komið. „Ég held að adrenalínið verði það hátt að maður finni ekki fyrir því. Svo tjaslar maður sér saman næsta dag. Það er helst spurning með hausinn og hugarfarið. Ef það er 100 prósent þá er ekkert að fara að stöðva mig.“ Það gekk mikið á þegar íslenska landsliðið flaug til Frakklands, eins og þjóðin öll tók eftir. Aron Einar segir að það hafi verið gott að komast upp á hótel og núllstilla sig. „Nú sé ég að menn eru afslappaðir og fullir tilhlökkunar. Það er góð blanda,“ segir hann. Kristbjörg Jónasdóttir, kærasta Arons Einars, var í hópi þeirra sem var í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins í dag en í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði hún að hún væri ekki einu sinni búin að bóka flug heim - hún hafði það mikla trú á íslenska liðinu. Sjá einnig: Hefur svo mikla trú á strákunum að hún er ekki búin að bóka flug heim „Stuðningur fjölskyldunnar er partur af þessu og maður kann að meta það. En ég læt þau alfarið sjá um hvenær þau bóka flug heim. Það er ekki undir mér komið,“ segir hann í léttum dúr. „Auðvitað er virkilega gaman að sjá allan þann áhuga sem er heima á Íslandi fyrir keppninni. Þjóðin hefur fylgst með EM í gegnum tíðina og það er gaman hún fái nú sitt lið á mótið.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Sjá meira
Það var létt yfir landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni á æfingu íslenska landsliðsins í Annecy í morgun en nú eru aðeins þrír dagar í að Ísland spili sinn fyrsta leik á EM. Strákarnir hafa nú verið í Frakklandi í fjóra daga og var æfing gærdagsins opin fyrir fjölmiðla og stuðningsmenn. „Það var gaman. Maður hefur ekki upplifað það áður. Það var reyndar svolítið heitt í gær. Þú hefur ekki brunnið, er það nokkuð?“ spurði hann blaðamann í léttum dúr. Sjá einnig: Íslensk fjölskylda í Annecy: Hér styðja allir Ísland Aron Einar lenti í smá samstuði á æfingunni en segir að það hafi ekki verið alvarlegt. „Menn taka á því á æfingu og svo fer allur dagurinn í endurheimt. Það er ekkert til að hafa áhyggjur af.“ Fyrirliðinn hefur verið að glíma við ökklameiðsli en í ökklanum er beinflís sem hefur verið að valda honum erfiðleikum. Hann segist sem betur fer ekkert finna fyrir henni „Það tekur að vísu á að hafa ekki náð að æfa nógu mikið áður en ég mætti hingað út. Það tekur á aðra vöðva og þess háttar. En þá er gott að hafa þessa sjúkraþjálfara sem eru ýmsu vanir.“ Sjá einnig: Þú þekkir mig betur en það Hann hefur ekki áhyggjur af því að það komi bakslag þegar út í alvöruna er komið. „Ég held að adrenalínið verði það hátt að maður finni ekki fyrir því. Svo tjaslar maður sér saman næsta dag. Það er helst spurning með hausinn og hugarfarið. Ef það er 100 prósent þá er ekkert að fara að stöðva mig.“ Það gekk mikið á þegar íslenska landsliðið flaug til Frakklands, eins og þjóðin öll tók eftir. Aron Einar segir að það hafi verið gott að komast upp á hótel og núllstilla sig. „Nú sé ég að menn eru afslappaðir og fullir tilhlökkunar. Það er góð blanda,“ segir hann. Kristbjörg Jónasdóttir, kærasta Arons Einars, var í hópi þeirra sem var í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins í dag en í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði hún að hún væri ekki einu sinni búin að bóka flug heim - hún hafði það mikla trú á íslenska liðinu. Sjá einnig: Hefur svo mikla trú á strákunum að hún er ekki búin að bóka flug heim „Stuðningur fjölskyldunnar er partur af þessu og maður kann að meta það. En ég læt þau alfarið sjá um hvenær þau bóka flug heim. Það er ekki undir mér komið,“ segir hann í léttum dúr. „Auðvitað er virkilega gaman að sjá allan þann áhuga sem er heima á Íslandi fyrir keppninni. Þjóðin hefur fylgst með EM í gegnum tíðina og það er gaman hún fái nú sitt lið á mótið.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Sjá meira