Best klæddu bræðurnir í Leifsstöð með húsvískt blóð í æðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. júní 2016 22:30 Bræðurnir Aron og Arnar Unnarssynir hlakka til að fylgjast með strákunum okkar í Frakklandi. Vísir/Vilhelm Öllum gestum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í nótt, aðfaranótt laugardags, var ljóst hvert bræðurnir Aron og Arnar Unnarssynir væru á leiðinni. Kópavogsbúarnir efnilegu voru klæddir í íslenska landsliðsbúninginn frá toppi til táar og klárir í Evrópumótið í knattspyrnu með foreldrum sínum. Reyndar ekki bara foreldrum sínum heldur hópi um sextíu manns sem ætlar að halda til í kringum Avignon og ferðast saman í leikina gegn Portúgal í Saint-Étienne og Ungverjalandi í Marseille. Öll eiga þau rætur að rekja til Húsavíkur, eins og fleiri knattspyrnumenn. Nægir að nefna feðgana Arnór og Eið Smára Guðjohnsen sem dæmi. „Ég er mjög spenntur,“ seigr Aron sem æfir fótbolta með Breiðabliki og einnig handbolta með HK. Hann hefur góða trú á okkar mönnum. „Ég er bara nokkuð bjartsýnn. Ég held að við náum að standa okkur vel,“ segir Aron sem hefur farið á nokkra landsleiki á Laugardalsvelli. Báðir númer tíu Arnar sex ára, sem er skírður í höfuðið á afa sínum íþróttafréttamanninum Arnari Björnssyni, var þolinmóður í innritunarröðinni og eðlilega spenntur. Hann hefur einu sinni farið til útlanda áður, þá til Spánar, og klár í slaginn.Arnar var klæddur í treyju númer tíu og var fljótur til svars aðspurður hvers vegna tíu hefði orðið fyrir valinu: „Af því hann er númer tíu,“ segir Arnar og bendir á Aron stóra bróður. Hann æfir þó ekki fótbolta eins og stóri bróðir.„Ég æfði þegar ég var lítill en ég hætti,“ segir Arnar og svarar neitandi spurður hvort hann ætli ekki að byrja að æfa aftur. Aron stóri bróðir var ekki alveg að kaupa svarið hjá þeim yngri og greinilegt að ekkert er meitlað í stein varðandi framtíð þess sex ára í fótboltanum. Hann virkaði klár í landsleik í Leifsstöð því auk gallans var hann einnig kominn í gervigrasskóna. Allt klárt.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar: Sérsveitarmaður mætti með sniper-riffil með okkur í golf Fyrirliði landsliðsins fyllist öryggistilfinningu að vera með alla þessa gæslu í kringum strákana okkar. 11. júní 2016 17:02 Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy Það væsir ekki um okkar menn á Les Trésoms í Annecy eins og meðfylgjandi myndir sína. 11. júní 2016 16:30 Lars: Gistum aldrei á svona hóteli þegar ég þjálfaði Svíþjóð Landsliðsþjálfarinn er meira en kátur með liðshótel strákanna okkar í Annecy. 11. júní 2016 16:22 Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Öllum gestum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í nótt, aðfaranótt laugardags, var ljóst hvert bræðurnir Aron og Arnar Unnarssynir væru á leiðinni. Kópavogsbúarnir efnilegu voru klæddir í íslenska landsliðsbúninginn frá toppi til táar og klárir í Evrópumótið í knattspyrnu með foreldrum sínum. Reyndar ekki bara foreldrum sínum heldur hópi um sextíu manns sem ætlar að halda til í kringum Avignon og ferðast saman í leikina gegn Portúgal í Saint-Étienne og Ungverjalandi í Marseille. Öll eiga þau rætur að rekja til Húsavíkur, eins og fleiri knattspyrnumenn. Nægir að nefna feðgana Arnór og Eið Smára Guðjohnsen sem dæmi. „Ég er mjög spenntur,“ seigr Aron sem æfir fótbolta með Breiðabliki og einnig handbolta með HK. Hann hefur góða trú á okkar mönnum. „Ég er bara nokkuð bjartsýnn. Ég held að við náum að standa okkur vel,“ segir Aron sem hefur farið á nokkra landsleiki á Laugardalsvelli. Báðir númer tíu Arnar sex ára, sem er skírður í höfuðið á afa sínum íþróttafréttamanninum Arnari Björnssyni, var þolinmóður í innritunarröðinni og eðlilega spenntur. Hann hefur einu sinni farið til útlanda áður, þá til Spánar, og klár í slaginn.Arnar var klæddur í treyju númer tíu og var fljótur til svars aðspurður hvers vegna tíu hefði orðið fyrir valinu: „Af því hann er númer tíu,“ segir Arnar og bendir á Aron stóra bróður. Hann æfir þó ekki fótbolta eins og stóri bróðir.„Ég æfði þegar ég var lítill en ég hætti,“ segir Arnar og svarar neitandi spurður hvort hann ætli ekki að byrja að æfa aftur. Aron stóri bróðir var ekki alveg að kaupa svarið hjá þeim yngri og greinilegt að ekkert er meitlað í stein varðandi framtíð þess sex ára í fótboltanum. Hann virkaði klár í landsleik í Leifsstöð því auk gallans var hann einnig kominn í gervigrasskóna. Allt klárt.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar: Sérsveitarmaður mætti með sniper-riffil með okkur í golf Fyrirliði landsliðsins fyllist öryggistilfinningu að vera með alla þessa gæslu í kringum strákana okkar. 11. júní 2016 17:02 Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy Það væsir ekki um okkar menn á Les Trésoms í Annecy eins og meðfylgjandi myndir sína. 11. júní 2016 16:30 Lars: Gistum aldrei á svona hóteli þegar ég þjálfaði Svíþjóð Landsliðsþjálfarinn er meira en kátur með liðshótel strákanna okkar í Annecy. 11. júní 2016 16:22 Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Aron Einar: Sérsveitarmaður mætti með sniper-riffil með okkur í golf Fyrirliði landsliðsins fyllist öryggistilfinningu að vera með alla þessa gæslu í kringum strákana okkar. 11. júní 2016 17:02
Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy Það væsir ekki um okkar menn á Les Trésoms í Annecy eins og meðfylgjandi myndir sína. 11. júní 2016 16:30
Lars: Gistum aldrei á svona hóteli þegar ég þjálfaði Svíþjóð Landsliðsþjálfarinn er meira en kátur með liðshótel strákanna okkar í Annecy. 11. júní 2016 16:22
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp