Hæstiréttur hafnaði flýtimeðferð dómsmáls um búvörusamning Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. júní 2016 20:12 vísir/stefán Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur að dómsmál Félags atvinnurekenda gegn íslenska ríkinu og Bændasamtökunum fái ekki flýtimeðferð fyrir dómi. Félag atvinnurekenda hyggst höfða mál á hendur áðurnefndum aðilum til viðurkenningar á því að samningur þeirra um starfsskilyrði nautgriparæktar, frá febrúar í ár, sé ólögmætur. Til vara er þess krafist að greinar samningsins um verðupplagsfærslu, verðlagningu og tollvernd verði dæmdar ólögmætar. Nýr búvörusamningur var undirritaður í febrúar en samningurinn hefur ekki enn verið samþykktur af Alþingi. Í bréfi lögmanns Félags atvinnurekenda virðist hafa verið byggt á því að búvörusamningurinn yrði samþykktur fyrir sumarleyfi þingsins en svo var ekki. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að enn sé óvíst hver afdrif frumvarps um breytingar á búvörulögum verða og samhliða því afdrif samningsins sem undirritaður var af ríkinu „fyrirvara um nauðsynlegar lagaheimildir Alþingis“. „Sóknaraðili er ekki aðili að þeim samningi sem fyrirhuguð málsókn hans lýtur að. Að teknu tilliti til þess og annarra málsatvika hefur sóknaraðili ekki lögvarða hagsmuni af því að fá úrlausn dómstóla um þær kröfur sem hann hyggst tefla fram í fyrirhuguðu dómsmáli.“ Meðal annars af þeim sökum taldi dómurinn skilyrði flýtimeðferðar, samkvæmt lögum um meðferð einkamála, ekki uppfyllt. Dóminn má lesa í heild sinni hér. Búvörusamningar Tengdar fréttir Búvörusamningur Sigurðar Inga sagður fara langt út fyrir lagaheimildir Félag atvinnurekenda telur fyrirliggjandi að frumvarp um búvörusamning standist enga skoðun. 27. maí 2016 16:31 Vill víðtækari sátt um búvörusamning Formaður atvinnuveganefndar segir að nefndin muni leggja til breytingar á frumvarpi um samþykki Alþingis á búvörusamningum. 6. júní 2016 09:45 Nauðsynlegt að gera breytingar á búvörusamningum Lilja Rafney Magnúsdóttir varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir nauðsynlegt að gera verulega breytingar á búvörusamningum til að hægt verði að skapa sátt um málið. Hún vill fresta gildistöku á sauðfjárhlutanum, endurskoða tollamál og styrkja endurskoðunarákvæði samninganna. 7. júní 2016 18:45 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur að dómsmál Félags atvinnurekenda gegn íslenska ríkinu og Bændasamtökunum fái ekki flýtimeðferð fyrir dómi. Félag atvinnurekenda hyggst höfða mál á hendur áðurnefndum aðilum til viðurkenningar á því að samningur þeirra um starfsskilyrði nautgriparæktar, frá febrúar í ár, sé ólögmætur. Til vara er þess krafist að greinar samningsins um verðupplagsfærslu, verðlagningu og tollvernd verði dæmdar ólögmætar. Nýr búvörusamningur var undirritaður í febrúar en samningurinn hefur ekki enn verið samþykktur af Alþingi. Í bréfi lögmanns Félags atvinnurekenda virðist hafa verið byggt á því að búvörusamningurinn yrði samþykktur fyrir sumarleyfi þingsins en svo var ekki. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að enn sé óvíst hver afdrif frumvarps um breytingar á búvörulögum verða og samhliða því afdrif samningsins sem undirritaður var af ríkinu „fyrirvara um nauðsynlegar lagaheimildir Alþingis“. „Sóknaraðili er ekki aðili að þeim samningi sem fyrirhuguð málsókn hans lýtur að. Að teknu tilliti til þess og annarra málsatvika hefur sóknaraðili ekki lögvarða hagsmuni af því að fá úrlausn dómstóla um þær kröfur sem hann hyggst tefla fram í fyrirhuguðu dómsmáli.“ Meðal annars af þeim sökum taldi dómurinn skilyrði flýtimeðferðar, samkvæmt lögum um meðferð einkamála, ekki uppfyllt. Dóminn má lesa í heild sinni hér.
Búvörusamningar Tengdar fréttir Búvörusamningur Sigurðar Inga sagður fara langt út fyrir lagaheimildir Félag atvinnurekenda telur fyrirliggjandi að frumvarp um búvörusamning standist enga skoðun. 27. maí 2016 16:31 Vill víðtækari sátt um búvörusamning Formaður atvinnuveganefndar segir að nefndin muni leggja til breytingar á frumvarpi um samþykki Alþingis á búvörusamningum. 6. júní 2016 09:45 Nauðsynlegt að gera breytingar á búvörusamningum Lilja Rafney Magnúsdóttir varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir nauðsynlegt að gera verulega breytingar á búvörusamningum til að hægt verði að skapa sátt um málið. Hún vill fresta gildistöku á sauðfjárhlutanum, endurskoða tollamál og styrkja endurskoðunarákvæði samninganna. 7. júní 2016 18:45 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Búvörusamningur Sigurðar Inga sagður fara langt út fyrir lagaheimildir Félag atvinnurekenda telur fyrirliggjandi að frumvarp um búvörusamning standist enga skoðun. 27. maí 2016 16:31
Vill víðtækari sátt um búvörusamning Formaður atvinnuveganefndar segir að nefndin muni leggja til breytingar á frumvarpi um samþykki Alþingis á búvörusamningum. 6. júní 2016 09:45
Nauðsynlegt að gera breytingar á búvörusamningum Lilja Rafney Magnúsdóttir varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir nauðsynlegt að gera verulega breytingar á búvörusamningum til að hægt verði að skapa sátt um málið. Hún vill fresta gildistöku á sauðfjárhlutanum, endurskoða tollamál og styrkja endurskoðunarákvæði samninganna. 7. júní 2016 18:45