Gestgjafarnir með söguna með sér í liði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júní 2016 06:00 Didier Deschamps van HM 1998 og EM 2000 og er nú þjálfari Frakka. vísir/getty Klukkan 19.00 í kvöld mun ungverski dómarinn Viktor Kassai flauta til leiks í opnunarleik EM 2016 þar sem Frakkland og Rúmenía mætast á Stade de France. Frakkar höfðu betur í baráttu við Tyrkland og Ítalíu þegar gestgjafar fyrir þetta fyrsta 24 þjóða Evrópumót voru valdir. Vegna þessara átta viðbótarþjóða fjölgar leikjunum úr 31 í 51 en þeir fara fram á tíu leikvöngum víðsvegar um Frakkland. Samkvæmt veðbönkum eru Frakkar líklegastir til að verða Evrópumeistarar en fyrirfram er talið að baráttan um Henry Delaunay bikarinn standi á milli Frakklands, heimsmeistara Þýskalands og Evrópumeistara Spánar. Sagan er allavega að hluta til með Frökkum í liði. Á síðustu 18 heims- og Evrópumeistaramótum hafa gestgjafarnir aðeins unnið tvisvar. Og í bæði skiptin voru það Frakkar, á EM 1984 og HM 1998. „Ég var mjög ungur en ég man eftir úrslitaleiknum; mörkunum tveimur frá [Zinedine] Zidane og einu frá [Emmanuel] Petit. Þetta eru dásamlegar minningar og vonandi get ég búið til svipaðar minningar fyrir krakkana í dag,“ sagði Paul Pogba, skærasta stjarna franska liðsins, nýlega í viðtali. Pogba var fimm ára þegar Didier Deschamps lyfti heimsmeistarabikarnum árið 1998. Nú 18 árum síðar er Deschamps þjálfari Pogba og félaga hans í franska landsliðinu.vísir/graphic newsDeschamps var einnig fyrirliði Frakka þegar þeir urðu Evrópumeistarar 2000 og er mikill sigurvegari. Og hann virðist vera á réttri leið með franska liðið sem hefur litið afar vel út í aðdraganda mótsins og unnið níu af síðustu tíu leikjum sínum. Eina tapið var gegn Englandi, nokkrum dögum eftir hryðjuverkin í París í fyrra. Bjartsýnin heima fyrir er mikil þrátt fyrir að sterka leikmenn vanti í franska liðið. Karim Benzema, leikmaður Real Madrid, er í banni frá landsliðinu vegna fjárkúgunarmálsins fræga, Mamadou Sakho átti að hafa fallið á lyfjaprófi og þá eru Lassana Diarra, Raphaël Varane, Jérémy Mathieu og Kurt Zouma allir meiddir. Frakkar eru með mikla breidd og góða blöndu yngri og eldri leikmanna. Leikmenn eins og Antoine Griezmann, Dimitri Payet og N’Golo Kanté áttu frábært tímabil og Anthony Martial og Kingsley Coman eru tveir af mest spennandi ungu leikmönnunum í bransanum. Og svo er Pogba alltaf að verða betri. Þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára hefur miðjumaðurinn öflugi fjórum sinnum orðið ítalskur meistari með Juventus, spilað í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu og verið valinn besti ungi leikmaðurinn á HM 2014. En hann vill verða enn betri. „Draumur minn er að verða goðsögn,“ sagði Pogba sem viðurkennir þó að hann eigi enn langt í land. „Mér finnst ég ekki vera frábær. Mér finnst ég ekki hafa gert neitt. Ég hef unnið deildartitla en ég hef ekki unnið Meistaradeildina, HM eða EM. Það væri ekki slæmt að vinna EM á heimavelli.“ Pogba er á hraðri leið á toppinn og hann dreymir um að endurtaka leik Michels Platini frá 1984 og Deschamps og félaga frá 1998 og leiða Frakka til sigurs á stórmóti á heimavelli. Núna er sviðið hans. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Sjá meira
Klukkan 19.00 í kvöld mun ungverski dómarinn Viktor Kassai flauta til leiks í opnunarleik EM 2016 þar sem Frakkland og Rúmenía mætast á Stade de France. Frakkar höfðu betur í baráttu við Tyrkland og Ítalíu þegar gestgjafar fyrir þetta fyrsta 24 þjóða Evrópumót voru valdir. Vegna þessara átta viðbótarþjóða fjölgar leikjunum úr 31 í 51 en þeir fara fram á tíu leikvöngum víðsvegar um Frakkland. Samkvæmt veðbönkum eru Frakkar líklegastir til að verða Evrópumeistarar en fyrirfram er talið að baráttan um Henry Delaunay bikarinn standi á milli Frakklands, heimsmeistara Þýskalands og Evrópumeistara Spánar. Sagan er allavega að hluta til með Frökkum í liði. Á síðustu 18 heims- og Evrópumeistaramótum hafa gestgjafarnir aðeins unnið tvisvar. Og í bæði skiptin voru það Frakkar, á EM 1984 og HM 1998. „Ég var mjög ungur en ég man eftir úrslitaleiknum; mörkunum tveimur frá [Zinedine] Zidane og einu frá [Emmanuel] Petit. Þetta eru dásamlegar minningar og vonandi get ég búið til svipaðar minningar fyrir krakkana í dag,“ sagði Paul Pogba, skærasta stjarna franska liðsins, nýlega í viðtali. Pogba var fimm ára þegar Didier Deschamps lyfti heimsmeistarabikarnum árið 1998. Nú 18 árum síðar er Deschamps þjálfari Pogba og félaga hans í franska landsliðinu.vísir/graphic newsDeschamps var einnig fyrirliði Frakka þegar þeir urðu Evrópumeistarar 2000 og er mikill sigurvegari. Og hann virðist vera á réttri leið með franska liðið sem hefur litið afar vel út í aðdraganda mótsins og unnið níu af síðustu tíu leikjum sínum. Eina tapið var gegn Englandi, nokkrum dögum eftir hryðjuverkin í París í fyrra. Bjartsýnin heima fyrir er mikil þrátt fyrir að sterka leikmenn vanti í franska liðið. Karim Benzema, leikmaður Real Madrid, er í banni frá landsliðinu vegna fjárkúgunarmálsins fræga, Mamadou Sakho átti að hafa fallið á lyfjaprófi og þá eru Lassana Diarra, Raphaël Varane, Jérémy Mathieu og Kurt Zouma allir meiddir. Frakkar eru með mikla breidd og góða blöndu yngri og eldri leikmanna. Leikmenn eins og Antoine Griezmann, Dimitri Payet og N’Golo Kanté áttu frábært tímabil og Anthony Martial og Kingsley Coman eru tveir af mest spennandi ungu leikmönnunum í bransanum. Og svo er Pogba alltaf að verða betri. Þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára hefur miðjumaðurinn öflugi fjórum sinnum orðið ítalskur meistari með Juventus, spilað í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu og verið valinn besti ungi leikmaðurinn á HM 2014. En hann vill verða enn betri. „Draumur minn er að verða goðsögn,“ sagði Pogba sem viðurkennir þó að hann eigi enn langt í land. „Mér finnst ég ekki vera frábær. Mér finnst ég ekki hafa gert neitt. Ég hef unnið deildartitla en ég hef ekki unnið Meistaradeildina, HM eða EM. Það væri ekki slæmt að vinna EM á heimavelli.“ Pogba er á hraðri leið á toppinn og hann dreymir um að endurtaka leik Michels Platini frá 1984 og Deschamps og félaga frá 1998 og leiða Frakka til sigurs á stórmóti á heimavelli. Núna er sviðið hans.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Sjá meira