Dönsk hjúkrunarkona sakfelld: Gaf þremur sjúklingum banvæna lyfjablöndu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. júní 2016 21:11 Dönsk hjúkrunarkona var fyrir helgi dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt þrjá sjúklinga sinna. Hjúkrunarkonan, sem er 31 árs gömul, hefur áfrýjað dómnum. Í Danmörku er lífstíðarfangelsi 16 ár eins og hér á Íslandi. Hún má aldrei aftur sinna starfi heilbrigðisstarfsmanns. Frá þessu er greint á vef BT. Sjúklingarnir þrír létust af of stórum lyfjaskammti sem innihélt bæði morfín og róandi lyfið stesolid. Taldi dómurinn sýnt að ekki hefði verið mögulegt að skammtarnir hefðu verið gefnir sjúklingunum fyrir slysni. Þá taldi dómurinn að næg líkindi væru milli dauða sjúklinganna þriggja til að draga mætti þá ályktun að sama manneskja stæði að baki þeim öllum. Magn morfíns sem sjúklingarnir fengu var í öllum tilvikum á milli 40 og 50 grömm og magnið af stesolid á milli sex og fimmtán grömm. Sjúklingarnir þrír voru þau Arne Herskov, 72 ára, Anna Lise Poulsen 86 ára og Viggo Petersen, 66 ára. Þá var hjúkrunarfræðingurinn einnig ákærð fyrir tilraun til manndráps á hinum 72 ára gamla Maggi Rasmussen. Tveir sjúklinganna létust á sömu næturvakt aðfaranótt 1. mars árið 2012 en sá þriðji þremur dögum síðar. Vitni gátu borið fyrir um að þau hefðu séð hjúkrunarfræðinginn með sprautu í hendi koma út af að minnsta kosti einni sjúkrastofunni. Verjandi konunnar sagði að hún ætti ekki að vera sakfelld fyrir dauða sjúklinganna þar sem þeir voru fyrir í svo slæmu ástandi. Því hafi verið um líknandi meðferð að ræða. Saksóknari sagði það enga afsökun og að þetta væri svo slæm aðhlynning hjá heilbrigðisstarfsmanni að það væri eiginlega ekki hægt að kalla þetta aðhlynningu. „Jafnvel þó sjúklingarnir séu þegar dauðvona hefur enginn rétt á að myrða þá,“ sagði saksóknarinn, Michael Boolsen. Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Dönsk hjúkrunarkona var fyrir helgi dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt þrjá sjúklinga sinna. Hjúkrunarkonan, sem er 31 árs gömul, hefur áfrýjað dómnum. Í Danmörku er lífstíðarfangelsi 16 ár eins og hér á Íslandi. Hún má aldrei aftur sinna starfi heilbrigðisstarfsmanns. Frá þessu er greint á vef BT. Sjúklingarnir þrír létust af of stórum lyfjaskammti sem innihélt bæði morfín og róandi lyfið stesolid. Taldi dómurinn sýnt að ekki hefði verið mögulegt að skammtarnir hefðu verið gefnir sjúklingunum fyrir slysni. Þá taldi dómurinn að næg líkindi væru milli dauða sjúklinganna þriggja til að draga mætti þá ályktun að sama manneskja stæði að baki þeim öllum. Magn morfíns sem sjúklingarnir fengu var í öllum tilvikum á milli 40 og 50 grömm og magnið af stesolid á milli sex og fimmtán grömm. Sjúklingarnir þrír voru þau Arne Herskov, 72 ára, Anna Lise Poulsen 86 ára og Viggo Petersen, 66 ára. Þá var hjúkrunarfræðingurinn einnig ákærð fyrir tilraun til manndráps á hinum 72 ára gamla Maggi Rasmussen. Tveir sjúklinganna létust á sömu næturvakt aðfaranótt 1. mars árið 2012 en sá þriðji þremur dögum síðar. Vitni gátu borið fyrir um að þau hefðu séð hjúkrunarfræðinginn með sprautu í hendi koma út af að minnsta kosti einni sjúkrastofunni. Verjandi konunnar sagði að hún ætti ekki að vera sakfelld fyrir dauða sjúklinganna þar sem þeir voru fyrir í svo slæmu ástandi. Því hafi verið um líknandi meðferð að ræða. Saksóknari sagði það enga afsökun og að þetta væri svo slæm aðhlynning hjá heilbrigðisstarfsmanni að það væri eiginlega ekki hægt að kalla þetta aðhlynningu. „Jafnvel þó sjúklingarnir séu þegar dauðvona hefur enginn rétt á að myrða þá,“ sagði saksóknarinn, Michael Boolsen.
Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira