Íþróttaverslanir um heim allan vilja selja íslenska búninginn Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 29. júní 2016 20:30 Þó að íslenska landsliðstreyjan hafi verið nokkuð umdeild til að byrja með má með sanni segja að búið sé að taka hana í sátt og rúmlega það. Þessi fagurbláa treyja er heitasta flík sumarsins og uppseld víðast hvar. Hátt í þrjátíu þúsund íslenskar landsliðstreyjur hafa selst frá því að EM í fótbolta hófst og eru þær nú nær ófáanlegar. Síðasta sólarhring hefur Þorvaldur Ólafsson framkvæmdastjóri Errea á Íslandi, sem framleiðir treyjuna, fengið tugi fyrirspurna frá íþróttaverslunum um heim allan sem vilja selja íslenska búninginn. „Það hefur verið góð sala í verslunum út um alla Evrópu. Meira að segja alveg niður til Ástralíu. Eftir sigurleikinn við England þá hefur símakerfið hreinlega sprungið og það eru fyrirspurnir að koma inn allstaðar að úr heiminum, sportvöruverslanir, litlar og stórar. Ég fékk meira að segja póst frá Grænlandi. Það er eitthvað se ég átti ekki von á. Viðbrögðin eru ótrúleg.“ Þorvaldur segir að væntingarnar hafi verið miklar til að byrja með en að enginn hafi gert ráð fyrir svo mikilli sölu. Yfir tuttugu þúsund treyjur hafa selst hér á landi og yfir fimm þúsund erlendis. „Það er mjög erfitt að anna eftirspurn. Það er framleitt allan sólarhringinn. Treyjan er framleidd í Evrópu og allt sem við höfum framleitt selst. Nánast áður en við komum því úr framleiðslu,“ segir Þorvaldur.Búningarnir sem strákarnir okkar klæðast á sunnudaginn bíða þess að verða merktir áður en farið verður með þá til Parísar.Búningar strákanna sendir með handfarangri til Parísar fyrir leikinn Strákarnir okkar spila í hvítum búningum á sunnudaginn. Verið er að sérmerkja þá fyrir leikinn eftir kúnstarinnar reglum og mun Þorvaldur svo sjálfur fara með þá í handfarangri til Parísar fyrir leikinn. Von er á nýrri treyjusendingu á föstudag. Einhverjar þeirra verða seldar í íþróttaverslunum en stór hluti hefur nú þegar verið seldur í forsölu. En Þorvaldur segir fleiri möguleika í stöðunni. „Það eru bæði til stuðningsbolir og bolirnir sem strákarnir hita upp í. Bara hafa stúkuna bláa, bláa hafið,“ segir hann kátur í bragði. Tengdar fréttir Von á nýrri sendingu af íslenskum landsliðstreyjum á föstudaginn Landsliðstreyjan er uppseld hjá flestum endursöluaðilum. 28. júní 2016 13:16 Sala á treyju Íslands aukist um 1800 prósent Öskubuskuævintýri Íslands á EM hefur áhrif víða og strákarnir hafa unnið hug og hjarta Evrópubúa með frammistöðu sinni. 24. júní 2016 16:00 Strákarnir okkar leika í hvítu gegn Frökkum Verið er að sérmerkja búninga íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sem mun spila í hvítu á leiknum gegn Frökkum á sunnudaginn. 29. júní 2016 16:48 Ronaldo vildi ekki skiptast á treyjum við okkar menn "Siggi fór yfir, en þeir vildu ekki sjá Sigga greyið,“ sagði Jóhann Berg 16. júní 2016 09:07 Heitasta flík sumarsins: Íslenska landsliðstreyjan Stúkurnar í Frakklandi eru áberandi flottar þegar myndavélin beinist að íslensku stuðningsmönnunum. 28. júní 2016 14:15 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Þó að íslenska landsliðstreyjan hafi verið nokkuð umdeild til að byrja með má með sanni segja að búið sé að taka hana í sátt og rúmlega það. Þessi fagurbláa treyja er heitasta flík sumarsins og uppseld víðast hvar. Hátt í þrjátíu þúsund íslenskar landsliðstreyjur hafa selst frá því að EM í fótbolta hófst og eru þær nú nær ófáanlegar. Síðasta sólarhring hefur Þorvaldur Ólafsson framkvæmdastjóri Errea á Íslandi, sem framleiðir treyjuna, fengið tugi fyrirspurna frá íþróttaverslunum um heim allan sem vilja selja íslenska búninginn. „Það hefur verið góð sala í verslunum út um alla Evrópu. Meira að segja alveg niður til Ástralíu. Eftir sigurleikinn við England þá hefur símakerfið hreinlega sprungið og það eru fyrirspurnir að koma inn allstaðar að úr heiminum, sportvöruverslanir, litlar og stórar. Ég fékk meira að segja póst frá Grænlandi. Það er eitthvað se ég átti ekki von á. Viðbrögðin eru ótrúleg.“ Þorvaldur segir að væntingarnar hafi verið miklar til að byrja með en að enginn hafi gert ráð fyrir svo mikilli sölu. Yfir tuttugu þúsund treyjur hafa selst hér á landi og yfir fimm þúsund erlendis. „Það er mjög erfitt að anna eftirspurn. Það er framleitt allan sólarhringinn. Treyjan er framleidd í Evrópu og allt sem við höfum framleitt selst. Nánast áður en við komum því úr framleiðslu,“ segir Þorvaldur.Búningarnir sem strákarnir okkar klæðast á sunnudaginn bíða þess að verða merktir áður en farið verður með þá til Parísar.Búningar strákanna sendir með handfarangri til Parísar fyrir leikinn Strákarnir okkar spila í hvítum búningum á sunnudaginn. Verið er að sérmerkja þá fyrir leikinn eftir kúnstarinnar reglum og mun Þorvaldur svo sjálfur fara með þá í handfarangri til Parísar fyrir leikinn. Von er á nýrri treyjusendingu á föstudag. Einhverjar þeirra verða seldar í íþróttaverslunum en stór hluti hefur nú þegar verið seldur í forsölu. En Þorvaldur segir fleiri möguleika í stöðunni. „Það eru bæði til stuðningsbolir og bolirnir sem strákarnir hita upp í. Bara hafa stúkuna bláa, bláa hafið,“ segir hann kátur í bragði.
Tengdar fréttir Von á nýrri sendingu af íslenskum landsliðstreyjum á föstudaginn Landsliðstreyjan er uppseld hjá flestum endursöluaðilum. 28. júní 2016 13:16 Sala á treyju Íslands aukist um 1800 prósent Öskubuskuævintýri Íslands á EM hefur áhrif víða og strákarnir hafa unnið hug og hjarta Evrópubúa með frammistöðu sinni. 24. júní 2016 16:00 Strákarnir okkar leika í hvítu gegn Frökkum Verið er að sérmerkja búninga íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sem mun spila í hvítu á leiknum gegn Frökkum á sunnudaginn. 29. júní 2016 16:48 Ronaldo vildi ekki skiptast á treyjum við okkar menn "Siggi fór yfir, en þeir vildu ekki sjá Sigga greyið,“ sagði Jóhann Berg 16. júní 2016 09:07 Heitasta flík sumarsins: Íslenska landsliðstreyjan Stúkurnar í Frakklandi eru áberandi flottar þegar myndavélin beinist að íslensku stuðningsmönnunum. 28. júní 2016 14:15 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Von á nýrri sendingu af íslenskum landsliðstreyjum á föstudaginn Landsliðstreyjan er uppseld hjá flestum endursöluaðilum. 28. júní 2016 13:16
Sala á treyju Íslands aukist um 1800 prósent Öskubuskuævintýri Íslands á EM hefur áhrif víða og strákarnir hafa unnið hug og hjarta Evrópubúa með frammistöðu sinni. 24. júní 2016 16:00
Strákarnir okkar leika í hvítu gegn Frökkum Verið er að sérmerkja búninga íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sem mun spila í hvítu á leiknum gegn Frökkum á sunnudaginn. 29. júní 2016 16:48
Ronaldo vildi ekki skiptast á treyjum við okkar menn "Siggi fór yfir, en þeir vildu ekki sjá Sigga greyið,“ sagði Jóhann Berg 16. júní 2016 09:07
Heitasta flík sumarsins: Íslenska landsliðstreyjan Stúkurnar í Frakklandi eru áberandi flottar þegar myndavélin beinist að íslensku stuðningsmönnunum. 28. júní 2016 14:15