Íþróttaverslanir um heim allan vilja selja íslenska búninginn Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 29. júní 2016 20:30 Þó að íslenska landsliðstreyjan hafi verið nokkuð umdeild til að byrja með má með sanni segja að búið sé að taka hana í sátt og rúmlega það. Þessi fagurbláa treyja er heitasta flík sumarsins og uppseld víðast hvar. Hátt í þrjátíu þúsund íslenskar landsliðstreyjur hafa selst frá því að EM í fótbolta hófst og eru þær nú nær ófáanlegar. Síðasta sólarhring hefur Þorvaldur Ólafsson framkvæmdastjóri Errea á Íslandi, sem framleiðir treyjuna, fengið tugi fyrirspurna frá íþróttaverslunum um heim allan sem vilja selja íslenska búninginn. „Það hefur verið góð sala í verslunum út um alla Evrópu. Meira að segja alveg niður til Ástralíu. Eftir sigurleikinn við England þá hefur símakerfið hreinlega sprungið og það eru fyrirspurnir að koma inn allstaðar að úr heiminum, sportvöruverslanir, litlar og stórar. Ég fékk meira að segja póst frá Grænlandi. Það er eitthvað se ég átti ekki von á. Viðbrögðin eru ótrúleg.“ Þorvaldur segir að væntingarnar hafi verið miklar til að byrja með en að enginn hafi gert ráð fyrir svo mikilli sölu. Yfir tuttugu þúsund treyjur hafa selst hér á landi og yfir fimm þúsund erlendis. „Það er mjög erfitt að anna eftirspurn. Það er framleitt allan sólarhringinn. Treyjan er framleidd í Evrópu og allt sem við höfum framleitt selst. Nánast áður en við komum því úr framleiðslu,“ segir Þorvaldur.Búningarnir sem strákarnir okkar klæðast á sunnudaginn bíða þess að verða merktir áður en farið verður með þá til Parísar.Búningar strákanna sendir með handfarangri til Parísar fyrir leikinn Strákarnir okkar spila í hvítum búningum á sunnudaginn. Verið er að sérmerkja þá fyrir leikinn eftir kúnstarinnar reglum og mun Þorvaldur svo sjálfur fara með þá í handfarangri til Parísar fyrir leikinn. Von er á nýrri treyjusendingu á föstudag. Einhverjar þeirra verða seldar í íþróttaverslunum en stór hluti hefur nú þegar verið seldur í forsölu. En Þorvaldur segir fleiri möguleika í stöðunni. „Það eru bæði til stuðningsbolir og bolirnir sem strákarnir hita upp í. Bara hafa stúkuna bláa, bláa hafið,“ segir hann kátur í bragði. Tengdar fréttir Von á nýrri sendingu af íslenskum landsliðstreyjum á föstudaginn Landsliðstreyjan er uppseld hjá flestum endursöluaðilum. 28. júní 2016 13:16 Sala á treyju Íslands aukist um 1800 prósent Öskubuskuævintýri Íslands á EM hefur áhrif víða og strákarnir hafa unnið hug og hjarta Evrópubúa með frammistöðu sinni. 24. júní 2016 16:00 Strákarnir okkar leika í hvítu gegn Frökkum Verið er að sérmerkja búninga íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sem mun spila í hvítu á leiknum gegn Frökkum á sunnudaginn. 29. júní 2016 16:48 Ronaldo vildi ekki skiptast á treyjum við okkar menn "Siggi fór yfir, en þeir vildu ekki sjá Sigga greyið,“ sagði Jóhann Berg 16. júní 2016 09:07 Heitasta flík sumarsins: Íslenska landsliðstreyjan Stúkurnar í Frakklandi eru áberandi flottar þegar myndavélin beinist að íslensku stuðningsmönnunum. 28. júní 2016 14:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Þó að íslenska landsliðstreyjan hafi verið nokkuð umdeild til að byrja með má með sanni segja að búið sé að taka hana í sátt og rúmlega það. Þessi fagurbláa treyja er heitasta flík sumarsins og uppseld víðast hvar. Hátt í þrjátíu þúsund íslenskar landsliðstreyjur hafa selst frá því að EM í fótbolta hófst og eru þær nú nær ófáanlegar. Síðasta sólarhring hefur Þorvaldur Ólafsson framkvæmdastjóri Errea á Íslandi, sem framleiðir treyjuna, fengið tugi fyrirspurna frá íþróttaverslunum um heim allan sem vilja selja íslenska búninginn. „Það hefur verið góð sala í verslunum út um alla Evrópu. Meira að segja alveg niður til Ástralíu. Eftir sigurleikinn við England þá hefur símakerfið hreinlega sprungið og það eru fyrirspurnir að koma inn allstaðar að úr heiminum, sportvöruverslanir, litlar og stórar. Ég fékk meira að segja póst frá Grænlandi. Það er eitthvað se ég átti ekki von á. Viðbrögðin eru ótrúleg.“ Þorvaldur segir að væntingarnar hafi verið miklar til að byrja með en að enginn hafi gert ráð fyrir svo mikilli sölu. Yfir tuttugu þúsund treyjur hafa selst hér á landi og yfir fimm þúsund erlendis. „Það er mjög erfitt að anna eftirspurn. Það er framleitt allan sólarhringinn. Treyjan er framleidd í Evrópu og allt sem við höfum framleitt selst. Nánast áður en við komum því úr framleiðslu,“ segir Þorvaldur.Búningarnir sem strákarnir okkar klæðast á sunnudaginn bíða þess að verða merktir áður en farið verður með þá til Parísar.Búningar strákanna sendir með handfarangri til Parísar fyrir leikinn Strákarnir okkar spila í hvítum búningum á sunnudaginn. Verið er að sérmerkja þá fyrir leikinn eftir kúnstarinnar reglum og mun Þorvaldur svo sjálfur fara með þá í handfarangri til Parísar fyrir leikinn. Von er á nýrri treyjusendingu á föstudag. Einhverjar þeirra verða seldar í íþróttaverslunum en stór hluti hefur nú þegar verið seldur í forsölu. En Þorvaldur segir fleiri möguleika í stöðunni. „Það eru bæði til stuðningsbolir og bolirnir sem strákarnir hita upp í. Bara hafa stúkuna bláa, bláa hafið,“ segir hann kátur í bragði.
Tengdar fréttir Von á nýrri sendingu af íslenskum landsliðstreyjum á föstudaginn Landsliðstreyjan er uppseld hjá flestum endursöluaðilum. 28. júní 2016 13:16 Sala á treyju Íslands aukist um 1800 prósent Öskubuskuævintýri Íslands á EM hefur áhrif víða og strákarnir hafa unnið hug og hjarta Evrópubúa með frammistöðu sinni. 24. júní 2016 16:00 Strákarnir okkar leika í hvítu gegn Frökkum Verið er að sérmerkja búninga íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sem mun spila í hvítu á leiknum gegn Frökkum á sunnudaginn. 29. júní 2016 16:48 Ronaldo vildi ekki skiptast á treyjum við okkar menn "Siggi fór yfir, en þeir vildu ekki sjá Sigga greyið,“ sagði Jóhann Berg 16. júní 2016 09:07 Heitasta flík sumarsins: Íslenska landsliðstreyjan Stúkurnar í Frakklandi eru áberandi flottar þegar myndavélin beinist að íslensku stuðningsmönnunum. 28. júní 2016 14:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Von á nýrri sendingu af íslenskum landsliðstreyjum á föstudaginn Landsliðstreyjan er uppseld hjá flestum endursöluaðilum. 28. júní 2016 13:16
Sala á treyju Íslands aukist um 1800 prósent Öskubuskuævintýri Íslands á EM hefur áhrif víða og strákarnir hafa unnið hug og hjarta Evrópubúa með frammistöðu sinni. 24. júní 2016 16:00
Strákarnir okkar leika í hvítu gegn Frökkum Verið er að sérmerkja búninga íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sem mun spila í hvítu á leiknum gegn Frökkum á sunnudaginn. 29. júní 2016 16:48
Ronaldo vildi ekki skiptast á treyjum við okkar menn "Siggi fór yfir, en þeir vildu ekki sjá Sigga greyið,“ sagði Jóhann Berg 16. júní 2016 09:07
Heitasta flík sumarsins: Íslenska landsliðstreyjan Stúkurnar í Frakklandi eru áberandi flottar þegar myndavélin beinist að íslensku stuðningsmönnunum. 28. júní 2016 14:15